Búist við 25 prósenta fjölgun kvenna í breska þinginu - verða samt bara 30 prósent

h_51872608-1.jpg
Auglýsing

Hlut­fall kvenna í breska þing­inu mun lík­lega batna tals­vert í kosn­ing­unum í næstu viku, ef marka má kosn­inga­spá breska blaðs­ins Guar­di­an. Sam­kvæmt henni munu konur sigra í 198 af þeim 650 ein­menn­ings­kjör­dæmum sem eru í Bret­landi. Ef þetta gengur eftir fjölgar konum í þing­inu um fjórð­ung miðað við þetta ­kjör­tíma­bil.

Fjölg­unin myndi nema 50 þing­kon­um, en 148 konur sátu á þingi á síð­asta kjör­tíma­bili. Þrátt fyrir þessa fjölgun yrðu konur aðeins 30 pró­sent þing­manna. Á kjör­tíma­bil­inu sem er að ljúka er hlut­fall kvenna 23 pró­sent.

Eng­inn flokkur nálægt jöfnum kynja­hlut­föllum meðal fram­bjóð­endaKarlar eru í miklum meiri­hluta þeirra sem eru í fram­boði til þing­kosn­ing­anna. 74 pró­sent allra fram­bjóð­end­anna eru karl­ar, og 26 pró­sent kon­ur. 650 kjör­dæmi eru í Bret­landi og í 102 þeirra er engin kona í fram­boði.

Eng­inn flokk­anna í Bret­landi kemst nálægt því að bjóða fram jafnt hlut­fall karla og kvenna til þing­kosn­ing­anna í næstu viku. Flokk­ur­inn sem kemst næst því eru Græn­ingjar, en 37 pró­sent þeirra fram­bjóð­enda eru kon­ur. 36 pró­sent fram­bjóð­enda Skosks þjóð­ar­flokks­ins eru kon­ur. Hjá Verka­manna­flokknum eru 34 pró­sent fram­bjóð­enda kon­ur, en hjá öðrum flokkum er hlut­fallið undir þrjá­tíu pró­sent­um. Stjórn­ar­flokk­arnir tveir, Íhalds­flokk­ur­inn og Frjáls­lyndir demókrat­ar, eru með karla í tæp­lega 75 pró­sentum sæta. Hjá velska flokknum Plaid Cymru er fjórð­ungur fram­bjóð­enda konur en Breski sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn UKIP rekur lest­ina, aðeins 13 pró­sent fram­bjóð­enda eru kon­ur.

Auglýsing

Verka­manna­flokk­ur­inn með hæst hlut­fallMiðað við kosn­inga­spána kæm­ist Verka­manna­flokk­ur­inn næst því að vera með jöfn hlut­föll karla og kvenna í þing­flokki sín­um. Sam­kvæmt spá Guar­dian verða 44 pró­sent þing­manna flokks­ins kon­ur. Hlut­fallið verður 35 pró­sent hjá Skoska þjóð­ar­flokkn­um, 20 pró­sent hjá Íhalds­flokknum og fjögur pró­sent hjá Frjáls­lyndum demókröt­um.

Aukn­ingin hjá Verka­manna­flokknum nemur tíu pró­sentum og hjá Íhalds­flokknum fjölgar konum um fjögur pró­sent. Frjáls­lyndir demókratar voru með lægsta hlut­fall kvenna á síð­asta kjör­tíma­bili, fjórtán pró­sent. Nú þegar flokk­ur­inn stendur frammi fyrir því að tapa nærri helm­ingi sæta sinna er útlit fyrir að aðeins ein kona verði í þing­flokkn­um, á móti 26 körl­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None