Reglur brotnar í Reykjavíkurmaraþoni að mati laganefndar FRÍ

14708528389-d356155c43-h-1.jpg
Auglýsing

Laga­nefnd Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands (FRÍ) kemst að þeirri nið­ur­stöð­u að reglur Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins hafi verið brotnar í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu, sem fram fór 23. ágúst síð­ast­lið­inn, þegar hjól­reiða­menn hjól­uðu á undan hlauparanum Arn­ari Pét­urs­syni í hlaup­inu. Kjarn­inn greindi fyrstur fjöl­miðla frá mál­inu í sept­em­ber á síð­asta ári. Brotið er hins vegar látið óátalið vegna ágalla við fram­kvæmd hlaups­ins.

Arnar kom fyrstur Íslend­inga í mark í hlaup­inu og var krýndur Íslands­meist­ari karla í mara­þoni í kjöl­far­ið. Hlaupar­inn Pétur Sturla Bjarna­son, sem varð annar í enda­mark­ið, kærði úrslit hlaups­ins til yfir­dóm­nefndar Reykja­vík­ur­mara­þons­ins þar sem hjól­reiða­menn bæði fylgdu Arn­ari eftir og hjól­uðu á undan honum um þrjá fjórðu hluta hlaupa­leið­ar­inn­ar.

Sak­aður um svindl í hlaup­inuÍ kæru máls­ins var þess kraf­ist að þátt­töku­réttur Arn­ars yrði ógiltur og hann sviptur titl­in­um, með vísan í 10. grein reglna Reykja­vík­ur­mara­þons, þar sem seg­ir: „Hlaupa­brautin er ein­göngu ætluð kepp­end­um. Ekki er heim­ilt að fylgja hlaup­urum gang­andi, hlaup­andi, á hjóli eða öðrum far­ar­tækjum (und­an­þága fyrir fylgd­ar­menn fatl­aðra). Það er á ábyrgð þátt­tak­enda að vísa frá þeim sem fylgja.“ Þá segir í 18. grein regln­anna: „Brot á ofan­greindum reglum ógilda þátt­töku­rétt í hlaup­in­u.“

Þrátt fyrir að við­ur­kenna í úrskurði sínum að reglur hlaups­ins hafi verið brotn­ar, vís­aði yfir­dóm­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins kærunni frá. Ekki þótti sannað að Arnar hafi notið lið­sinnis hjól­reiða­mann­anna. Dóm­stóll ­Í­þrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands (ÍSÍ) sýkn­aði Arnar Pét­urs­son af kæru máls­ins með vísan í reglur Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins um götu­hlaup, sem væru reglum Reykja­vík­ur­mara­þons­ins æðri, og áfrýj­un­ar­dóm­stóll sam­bands­ins tók sýknu­dóminn­ ekki til efn­is­legrar með­ferðar vegna ágalla við kæru­með­ferð. Í fyrr­greindu áliti laga­nefndar FRÍ, er litið svo á að málið hafi ekki hlotið efn­is­lega nður­stöðu innan íþrótta­hreyf­ing­ar­innar sökum þess.

Auglýsing

Þó dóm­stólar ÍSÍ fari með deilu­mál sem koma upp innan sam­bands­ins, getur stjórn FRÍ úrskurðað um mál er varða keppn­is­regl­ur. Pétur Sturla Bjarna­son hefur vísað kæru máls­ins til stjórnar FRÍ, og í áliti laga­nefndar sam­bands­ins er því beint til stjórn­ar­innar að hún úrskurði efn­is­lega um kæruna.

Í reglum Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bands um götu­hlaup er kveðið á um skýrt bann við hraða­stjórnun frá utan­að­kom­andi, og að kepp­andi sem njóti aðstoðar skuli fá við­vörun frá dóm­ara og loks úti­lokun verði end­ur­tekn­ing á umræddu broti.

Mynd­bandið hér að neðan var á meðal gagna sem fylgdu upp­haf­legri kæru máls­ins.

https://vi­meo.com/105774205

Óátalið brot vegna ágalla við fram­kvæmd hlaups­insÍ áliti laga­nefndar FRÍ seg­ir: „Laga­nefnd telur eftir að hafa farið yfir fyr­ir­liggj­andi gögn að það athæfi sem kært er telj­ist aðstoð í skiln­ingi reglu 144. Laga­nefnd telur hins vegar einnig að ekki sé hægt að beita við­ur­lögum gegn slíku broti eftir að keppni lýk­ur, sér­stak­lega í ljósi þess að við­kom­andi kepp­andi fékk ekki aðvörun frá dóm­ara á meðan á keppni stóð, sem er skil­yrði brott­vís­unar úr keppni eins og að framan grein­ir.“

Frá árinu 2003 hefur umsjón Reykja­vík­ur­mara­þons verið í höndum Íþrótta­banda­lags Reykja­vík­ur. Sjálf­stæð­um Reglum hlaups­ins hefur verið breytt síðan síð­asta hlaup fór fram, þar sem bætt hefur verið inn í að hlaupið heyri undir áður­nefndar reglur Alþjóða­frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins.

Laga­nefnd FRÍ telur að nauð­syn­legt sé end­ur­skoða reglu­verkið í kringum fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons, í ljósi mara­þon­máls­ins svo­kall­aða. „Þær keppn­is­reglur sem gilda eiga verða að vera settar af FRÍ, þá annað hvort með því að bæta ákvæðum við gild­andi reglu­gerð um Meist­ara­móti Íslands í frjálsum íþrótt­um, utan­húss, eða með því að setja sér­staka reglu­gerð um fram­kvæmd þessa hluta móts­ins.“

Þá kallar laga­nefndin loks eftir því að eft­ir­lit með fram­kvæmd hlaups­ins verði eflt. „Laga­nefnd telur einnig í ljósi máls­ins að rétt sé að ganga eftir því við hvern þann sem tekur að sér fram­kvæmd mara­þon­hluta Meist­ara­móts Íslands að fram­kvæmd móts­ins verði í sam­ræmi við það sem keppn­is­reglur gera ráð fyr­ir, meðal ann­ars hvað varðar fjölda dóm­ara og stað­setn­ingu þeirra.“

Eins og Kjarn­inn greindi frá á þriðju­dag­inn hefur enda­sprettur Arn­ars Pét­urs­sonar í Víða­vangs­hlaupi ÍR, sem fram fór sum­ar­dag­inn fyrsta, vakið mikla umræðu innan hlaupa­sam­fé­lags­ins. Arnar sigr­aði hlaupið naum­lega en á mynd­bandi sem RÚV birti, má sjá hvernig hann ­styttir sér leið á enda­sprett­inum með því að hlaupa yfir veg­kant, og nær þar með for­skoti á keppi­naut sinn. Það meinta brot var sömu­leiðis látið óátalið vegna ágalla við fram­kvæmd Víða­vangs­hlaups­ins, en ÍR hefur lofað að gera braga­bót í þeim efnum í fram­tíð­inni.

https://vi­meo.com/126132945

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None