Sigurður Erlingsson segir upp starfi sínu sem forstjóri Íbúðalánasjóðs

sigurdur-erlingsson.jpg
Auglýsing

Sig­urður Erlings­son, sem verið hefur for­stjóri Íbúða­lána­sjóðs frá árinu 2010, hefur óskað eftir því að láta af störf­um. Hann mun láta sam­stundis af störfum en verða tíma­bundnum for­stjóra, Gunn­hildi Gunn­ars­dótt­ur, til ráð­gjaf­ar. Gunn­hild­ur, sem verið hefur stað­geng­ill for­stjóra, mun gegna starf­inu þar til að nýr for­stjóri verður ráð­inn. Starfið verður aug­lýst laust til umsóknar á næst­unni.

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar vegna þessa kemur fram að nýr for­stjóri muni fá það hlut­verk að leiða breyt­ing­ar ­sem kunna að verða á starf­semi sjóðs­ins við breytta skipan hús­næð­is­mála.

Þar er haft eftir Sig­urði að sjóð­ur­inn hafi staðið frammi fyrir miklum áskor­unum þegar hann tók við starf­inu. "Með sterk­ari innviðum sjóðs­ins og öfl­ugu stjórn­enda­teymi hef­ur  sjóð­ur­inn náð góðum tökum á þessum við­fangs­efn­um. Ég er stoltur af því að meg­in­mark­mið í stefnu- og starfs­á­ætlun Íbúða­lána­sjóðs hafi náðst.“

Auglýsing

Ingi­björg Ólöf Vil­hjálms­dótt­ur, stjórn­ar­for­maður Íbúða­lána­sjóðs, segir að stjórnin þakki Sig­urði fyrir mik­il­vægt fram­lag á umliðnum árum.

Tap­aði 58 millj­örðum króna eftir hruniðÍbúða­lána­sjóður skil­aði hagn­aði upp á 3,2 millj­arða króna á síð­asta ári og er það í fyrsta sinn sem hann skilar slíkum frá árinu 2008. Í milli­tíð­inni hefur sjóð­ur­inn tapað tæpum 58 millj­örðum króna og rík­is­sjóður hefur þurft að leggja honum til 53,5 millj­arða króna frá árinu 2009 til að halda sjóðnum gang­andi.

Þorri þess hagn­aðar sem Íbúða­lána­sjóður sýnir fyrir árið 2014 er komin til vegna breyt­inga á virð­is­rýrnun útlána sjóðs­ins. Þ.e.  inn­heimt­an­leiki lána hefur auk­ist um 2,5 millj­arða króna. Þá skiptir hlut­deild sjóðs­ins í hagn­aði dótt­ur­fé­lags­ins Kletts, sem er leigu­fé­lag utan um hluta þeirra íbúða sem Íbúða­lána­sjóður hefur leyst til sín, líka tölu­verðu máli.

Árs­reikn­ingur sjóðs­ins sýndi að útlán hans hafi lækkað um 40,4 millj­arða króna á síð­asta ári. Hann er samt sem áður enn langstærsti íbúða­lán­veit­andi á Íslandi með 43 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Hún hefur hins vegar minnkað hratt á und­an­förnum árum. Hún var talin vera á bil­inu 55 til 60 pró­sent árið 2011.

Ný útlán sjóðs­ins voru líka mjög lág. Alls námu þau 6,6 millj­örðum króna á síð­asta ári og sam­kvæmt mán­að­ar­skýrslum sjóðs­ins var umfang lána til ein­stak­linga, venju­bundin hús­næð­is­lán, um 4,7 millj­arðar króna. Til sam­an­burðar juk­ust íbúða­lán Lands­bank­ans um 39 millj­arða króna á síð­asta ári, um nán­ast sömu krónu­tölu og heild­ar­út­lán íbúða­lána­sjóðs dróg­ust sam­an.

Skulda­nið­ur­fell­ingar kosta sjóð­inn og rík­is­sjóð millj­arðaÍ árskýrsl­unni var einnig fjallað mjög ítar­lega um áhrif skulda­nið­ur­fell­inga­úr­ræða stjórn­valda, sem nefn­ast einu nafni Leið­rétt­ing­in, á stöðu sjóðs­ins. Þar kemur fram að nið­ur­greiðslur rík­is­sjóðs á völdum verð­tryggðum hús­næð­is­lánum (600 til 900 millj­óna króna tap á ári) og notkun fólks á sér­eign­ar­sparn­aði til að greiða niður höf­uð­stól íbúð­ar­lána (300 til 450 millj­óna króna tap á ári) valdi því að sjóð­ur­inn tapi um 900 til 1.350 millj­ónum króna á ári vegna vaxta­taps. Um sé að ræða helm­ing vaxta­tekna sjóðs­ins, sem er að fullu í eigu íslenska rík­is­ins. Þar segir að  „tjón vegna úrræða stjórn­valda mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á grunnafkomu sjóðs­ins og valda því að sjóð­ur­inn verður hér eftir rek­inn með tapi sem á end­anum fellur á rík­is­sjóð. Ljóst er að slík umgjörð rekstrar kann að valda því að ýmsir aðrir áhættu­þættir sjóðs­ins, svo sem upp­greiðslu­vandi, geta magnast upp og vafi kann að leika á rekstr­ar­hæfi sjóðs­ins. Við þessar aðstæður er það mark­mið stjórn­enda að lág­marka tjón sjóðs­ins.“.

Þar segir einnig að „í bréfi vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins dag­settu 19. des­em­ber 2014 kemur fram að það sé skiln­ingur bæði félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra að Íbúða­lána­sjóði verði bætt þau nei­kvæðu áhrif sem kunna að verða á afkomu sjóðs­ins vegna höf­uð­stólslækk­unar hús­næð­is­skulda[…] og segir jafn­framt að sú afstaða hafi einnig komið fram á fundi full­trúa Íbúða­lána­sjóðs þann 18. des­em­ber 2014 með emb­ætt­is­mönnum ráðu­neyt­anna og for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti tjón sjóðs­ins verður bætt og eiga stjórn­völd í sam­ráði við sjóð­inn eftir að útfæra það nán­ar. Ekki er færð krafa á rík­is­sjóð vegna þessa tjóns.“

Óvissa um fram­tíð­ar­hlut­verkÞað ríkir hins vegar gríð­ar­leg óvissa um hvert fram­tíð­ar­hlut­verk Íbúða­lána­sjóðs sé. Í skýrslu stjórnar sem fylgdi árs­skýrsl­unni segir að þetta óvissu­á­stand hafi staðið yfir „frá þeim tíma er félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra skip­aði verk­efna­stjórn um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála 9. sept­em­ber 2013 í sam­ræmi við þings­á­lyktun um aðgerðir vegna skulda­vanda íslenskra heim­ila sem sam­þykkt var á Alþingi vorið 2013. Verk­efna­stjórn um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála hefur skilað ráð­herra til­lögum sínum og unnið er að því í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu að skapa ramma fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lags með laga- og reglu­gerða­smíð sem von­andi verður til­búið sem fyrst. Fyrir vikið hefur stefnu­mót­andi ákvörð­un­ar­taka í nán­asta umhverfis sjóðs­ins verið sett í bið­stöðu en slíkt hefur áhrif á rekstur sjóðs­ins með ýmsum hætt­i“.

Verk­efna­stjórnin skil­aði til­lögum til rík­is­stjórn­ar­innar í maí í fyrra. Í til­lög­un­um, sem eru umdeild­ar, er lagt til að tekið verði upp nýtt hús­næð­is­kerfi þar sem sér­hæfð hús­næð­is­lána­fé­lög ann­ast lán­veit­ingar til fast­eigna­kaupa. Öll umgjörð íbúða­lána á að mið­ast við að jafn­vægi sé milli útlána og fjár­mögn­un­ar­lána, líkt og tíðkast í Dan­mörku. Þetta kerfi er enda í dag­legu tali kallað danska kerf­ið.

Sam­kvæmt til­lög­unum verður núver­andi lána­safn Íbúða­lána­sjóðs látið renna út, honum skipt upp í nýtt opin­bert hús­næð­is­lána­fé­lag og ein­hvers konar umgjörð um mörg af verk­efnum sjóðs­ins í dag. Í skýrsl­unni seg­ir: „Nokkur vinna var við útfærslu til­lagn­anna á árinu 2014. Kann­aður var rekstr­ar­grund­völlur nýs hús­næð­is­lána­fé­lags í eigu rík­is­ins, en ákveðið að hefja ekki und­ir­bún­ing að stofnun slíks félags fyrr en fyrir liggur hverjar breyt­ingar verða á lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki. Rætt var um að leggja alfarið af lán­veit­ingar sjóðs­ins til þess að auka ekki á ábyrgðir rík­is­sjóðs vegna hans, en sjóð­ur­inn hefur ekki sótt fé á markað með útboðum síðan 2012. Sem stendur virð­ist vinna við útfærslu til­lagn­anna vera í bið­stöðu. Ekki hafa enn verið lögð fram á Alþingi frum­vörp um breyt­ingu á verk­efnum Íbúða­lána­sjóðs en fyrir liggja drög að frum­varpi um stofn­styrki til leigu­fé­laga.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None