AGS: Ísland gengur ágætlega en styrkja þarf tengsl við umheiminn

imf.jpeg
Auglýsing

Helsta við­fangs­efni Íslands á sviði hag­stjórnar þarf að vera að styrkja fjár­hags­leg tengsl lands­ins við umheim­inn. Þrátt fyrir jákvæðar horfur  í efna­hags­mál­um, sér­stak­lega vegna mik­illar einka­neysla vegna skulda­leið­rétt­ingar og lægra inn­flutn­ings­verðs, eru sýni­legir veik­leikar enn fyrir hendi í íslenskum efna­hags­mál­um. Þeir eru helst óvissa vegna losun hafta, mik­ill þrýst­ingur á launa­hækk­anir í kom­andi kjara­við­ræð­um, laga­leg við­fangs­efni vegna skatta á fjár­mála­fyr­ir­tæki og fram­kvæmd verð­trygg­ingar og veik staða Íbúða­lána­sjóðs.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í áliti sendi­nefndar Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS) eftir úttekt hennar á efna­hags­málum Íslands.

Sendi­nefndin kynnti álitið á Kjar­vals­stöðum klukkan 10 í dag.

Auglýsing

Fyrr í dag greindi Seðla­bank­inn frá því að hann hefði ákveðið að greiða fyr­ir­fram hluta lána frá AGS sem fengin voru í tengslum við efna­hags­á­ætlun stjórn­valda en sú áætlun var studd af AGS. Að greiðsl­unni lok­inni hafa stjórn­völd end­ur­greitt 83 pró­sent af lán­inu frá AGS. Um er að ræða end­ur­greiðslur að jafn­virði um 50 ma.kr. (275 millj­ónir SDR) sem voru upp­haf­lega á gjald­daga á árinu 2015. Heild­ar­fjár­hæð láns­ins frá AGS nam um 253 ma.kr. (1.400 millj­ónum SDR). Eft­ir­stöðvar láns­ins eftir þessa fyr­ir­fram­greiðslu eru um 43 ma.kr. (237 millj­ónir SDR).

 

Sam­an­dregið álit sendi­nefndar AGS eftir úttekt á efna­hags­málum Íslands:



Helsta við­fangs­efnið á sviði hag­stjórnar er að styrkja fjár­hags­leg tengsl Íslands við umheim­inn. Ár­angur á þessu sviði er for­senda fyrir hag­vexti og hag­kvæm­ari fjár­fest­ing­ar­kostum fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki lands­ins. Það er skyn­sam­legt að taka var­færin skref til los­unar fjár­magns­hafta í ljósi ástands heims­bú­skap­ar­ins jafn­hliða áfram­hald­andi stefnu­festu og styrk­ingu inn­viða, en þar með tal­inn er sjálf­stæður seðla­banki, hald­góðar rík­is­fjár­mála­reglur og traustar var­úð­ar­reglur og var­úð­ar­ráð­staf­an­ir.

Jákvæðar horfur í efna­hags­málum ættu að styðja við áætlun um losun fjár­magns­hafta. Dregið hefur úr hag­vexti á árinu, en inn­lend eft­ir­spurn er kröft­ug. Ef litið er fram á veg­inn er útlit fyrir að einka­neysla muni styrkj­ast vegna skulda­leið­rétt­ingar og lægra inn­flutn­ings­verðs. Fjár­fest­ingar einka­geirans ættu að ná sér aftur á strik eftir fjár­mála­á­fall­ið.

Veik­leikar eru enn fyrir hend­i. Eft­ir­mál fjár­mála­á­falls­ins eru enn nokkur og hefur það áhrif á hag­vöxt og dregur úr ytri stöð­ug­leika. Af inn­lendum áhættu­þáttum ber meðal ann­ars að nefna óvissu vegna los­unar fjár­magns­hafta, tölu­verðan þrýst­ing á launa­hækk­anir í kom­andi kjara­við­ræð­um, laga­leg við­fangs­efni vegna skatta á fjár­mála­fyr­ir­tæki og fram­kvæmd verð­trygg­ingar og veika stöðu Íbúða­lána­sjóðs. Óvissa ríkir um ytri skil­yrði, meðal ann­ars vegna áhættu sem tengd er minni eft­ir­spurn í helstu við­skipta­löndum og verð­hjöðn­un­ar­á­hrifa.

End­ur­nýjað átak í áætlun til los­unar fjár­magns­hafta

Sendi­nefndin fagnar því átaki sem gert hefur verið til und­ir­bún­ings áætl­unar um losun fjár­magns­hafta. Árang­ur­inn kemur fram í sam­komu­lagi við LBI og bættum skiln­ingi á þeim vanda sem tengdur er við­fangs­efn­inu. Leiðin sem valin verður í nýrri áætlun um losun fjár­magns­hafta mun móta Ísland til fram­tíð­ar. Til að tryggja jákvæð áhrif til langs tíma á hag­kerfið þarf áætl­unin að: (i) leggja áherslu á stöð­ug­leika, (ii) vera víð­tæk og tengd aðstæð­um, (iii) grund­vall­ast á trú­verð­ugri grein­ingu, og (iv) leggja áherslu á sam­vinnu og hvatn­ingu til þátt­töku til að draga úr áhættu.

Áhersla á auk­inn við­skipta­jöfnuð styður við losun fjár­magns­hafta. Eftir hrun fjár­mála­geirans batn­aði við­skipta­jöfn­uður veru­lega í kjöl­far geng­is­falls, sem hefur stutt við útflutn­ing og ferða­þjón­ustu. Þessa bættu sam­keppn­is­stöðu þarf að styrkja enn frekar með stefnu sem hlúir að fjár­fest­ingu og sparn­aði – þar með talið fjár­fest­ingu í innviðum – með áherslu á að haldið verði aftur af launa­hækk­unum umfram fram­leiðni­aukn­ingu.

Pen­inga­stefnan – áskor­anir framundan

Pen­inga­stefnan er í sam­ræmi við verð­bólgu­mark­mið Seðla­bank­ans. Ný­leg vaxta­lækkun er talin hæfi­leg í ljósi þess að raun­vextir hafa hækkað sakir minnk­andi verð­bólgu og lækk­andi verð­bólgu­vænt­inga ásamt nokkuð hæg­ari hag­vexti. Fram­vegis við vaxta­á­kvarð­anir ætti að vega að kost­gæfni þrýst­ing vegna launa­hækk­ana og  minni slaka í hag­kerf­inu á móti verð­hjöðn­un­ar­á­hrifum frá útlönd­um. Kaup Seðla­bank­ans á gjald­eyri á mark­aði til að byggja upp gjald­eyr­is­forða ættu að halda áfram eftir því sem aðstæður leyfa áður en fjár­magns­höftum er létt.

Nauð­syn­legt er að við­halda sjálf­stæði og trú­verð­ug­leika Seðla­bank­ans. Við end­ur­skoðun laga um bank­ann ætti að styðj­ast við helstu end­ur­bætur á stjórn­skipan hans frá 2009 svo sem umgjörð um pen­inga­stefnu­nefnd, gagn­sæi og trú­verð­ug­leika ákvarð­ana­töku. Trú­verð­ug­ur, sjálf­stæður og vel fjár­magn­aður seðla­banki eykur mátt pen­inga­stefnu sem eflir efna­hags­legan stöð­ug­leika og vöxt og styður við losun fjár­magns­hafta.

Opin­ber fjár­mál – frá aðhaldi til hag­vaxtar

Fjár­lög árs­ins 2015 eru í sam­ræmi við mark­mið um lækkun skulda en áhætta er enn til stað­ar. Fjár­lög miða að afgangi hins opin­bera sem svarar til 0,2% af VLF. Þetta er í sam­ræmi við mark­mið um jöfnuð í opin­berum fjár­mál­um. Þessi nið­ur­staða end­ur­speglar inn­flæði stakrar greiðslu frá fjár­mála­geir­anum sem færir afgang árs­ins 2014 að 2% af VLF. Til­greina ætti mögu­legar við­bót­ar­að­gerðir í opin­berum fjár­málum til að mæta áhættu. Mögu­leg áhætta felst í hugs­an­legum lög­sóknum vegna skatta á banka og auknu tapi Íbúða­lána­sjóðs, en auk þess gera fjár­lög ráð fyrir hóf­legum launa­hækk­unum og öðrum útgjöldum sem gætu raun­gerst með öðrum hætti í vænt­an­legum kjara­samn­ing­um. Áfram­hald­andi agi í rík­is­fjár­málum til með­al­langs tíma ásamt kröft­ugum hag­vexti mun bæta á vara­sjóði, auka traust og stuðla að lægri vöxt­um. Sam­þykki á frum­varpi til laga um opin­ber fjár­mál (e. Org­anic budget law) myndi stuðla að mik­il­vægri styrk­ingu á umgjörð opin­berra fjár­mála og hæfni til að upp­fylla við­mið sem aftur eykur traust erlendra fjár­festa.

Eftir að tíma­bili aðhalds og aðlög­unar í opin­berum fjár­málum er að mestu lokið þarf stefnu í opin­berum fjár­málum sem styður við hag­vöxt. Gera þarf meira til að skapa svig­rúm fyrir opin­bera fjár­fest­ingu svo sem í vega­kerfi og heil­brigð­is­mál­um, jafn­framt því að færa skatt­byrði frá beinum sköttum yfir í óbeina skatta. Greina þarf vel áhrif á tekju­dreif­ingu.

Stjórn­völd hafa hafið mik­il­vægar end­ur­bætur á virð­is­auka­skatt­kerf­in­u. Hærra þrepið er með því hæsta og lægsta þrepið meðal þess lægsta sem ger­ist í OECD- ríkj­un­um. Margs­konar und­an­þágur veikja hins vegar skil­virkni kerf­is­ins sem tæki til tekju­öfl­un­ar. Til­lög­urnar um end­ur­bætur hafa ein­hver áhrif á tekju­dreif­ingu en aðrar ráð­staf­anir í rík­is­fjár­málum sem eru mark­viss­ari til jöfn­unar ætti að nota sam­hliða. Til með­al­langs tíma ætti að end­ur­bæta virð­is­auka­skatt­kerfið til að eyða veik­leikum í upp­bygg­ingu  þess.

Stefna varð­andi fjár­mála­geir­ann – styrk­ing við­náms­þróttar

Bank­arnir standa styrkir en mik­il­vægt er að við­halda hárri eig­in- og lausa­fjár­stöðu til að mæta losun fjár­magns­hafta jafn­framt því að mæta auk­inni áhættu. Óvissa tengd arf­leifð fjár­mála­á­falls­ins og laga­á­hættu, þar á meðal kæru­málum vegna verð­trygg­ing­ar, kalla á skyn­sam­lega ráð­stöfun hagn­aðar og aukna lang­tíma­fjár­mögnun hjá fjár­mála­stofn­un­um. Sendi­nefndin hvetur Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­litið til að halda áfram að þróa álags­próf sem byggj­ast á efna­hags­legum og fjár­mála­legum grunni.

Góður árangur hefur náðst í end­ur­bótum á umgjörð fjár­mála­stöð­ug­leika. Seðla­bank­inn hefur styrkt reglu­verk um lausa­fjár­stöðu í erlendum gjald­miðlum með því að inn­leiða reglur um stöðugt fjár­mögn­un­ar­hlut­fall sem byggir á Basel-III regl­un­um. Laga­breyt­ingar hafa tekið gildi sem efla eft­ir­lit með tengdum aðilum og unnið er að frek­ari end­ur­bótum á áhættu­grein­ing­ar­kerfi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Nýstofnað fjár­mála­stöð­ug­leika­ráð hefur leitt umræðu um eig­in­fjár­auka. Frek­ari vinnu er þörf til að þróa tæki til að mæta  kerfis – og hag­sveiflu­á­hættu.

Frek­ari styrk­ing örygg­is­nets og eft­ir­lits ásamt því að taka á vanda Íbúða­lána­sjóðs eru for­gangs­at­riði.

Mik­il­vægt er að stjórn­völd vinni áfram að áætl­unum um að færa inn­stæðu­trygg­ingar og upp­gjör vegna slita á bönkum til sam­ræmis við end­ur­bætta alþjóð­lega staðla. Koma ætti á skýru og gagn­sæju kerfi vegna lausa­fjár­að­stoðar auk þess sem end­ur­bæta mætti sam­vinnu stofn­ana um við­brögð við kreppu. Stjórn­völd þurfa að huga að því að leysa upp Íbúða­lána­sjóð með skipu­legum hætti til að lág­marka kostnað rík­is­ins og kerf­is­á­hættu. Jafn­framt ætti að leita sam­stöðu um helstu félags­leg mark­mið íbúða­lána áður en arf­taka stofn­un­ar­innar verður komið á fót.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None