Áhöfnin á Tý bjargar 184 flóttamönnum við strendur Líbíu

tyr5-1.jpg
Auglýsing

Áhöfnin á varðskipinu Tý bjargaði í gær 184 flóttamönnum um borð í varðskipið norður af ströndum Líbíu. Fólkið var á tveimur litlum gúmmíbátum. Samkvæmt frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar var um frækilegt björgunarafrek að ræða.Til viðbótar tók Týr við 100 flóttamönnum sem ítalskt varðskip hafði bjargað. Þeim var veitt aðhlynning um borð í Tý. Alls eru því 284 flóttamenn um borð í skipinu sem mun leggja að höfn í Augusta á Sikiley á Ítalíu um miðjan dag í dag.

Mynd af vettvangi þegar fólkinu er bjargað úr tveimur gúmmíbátum. Myndin er fengin af vef Landhelgisgæslunnar. Mynd af vettvangi þegar fólkinu er bjargað úr tveimur gúmmíbátum. Myndin er fengin af vef Landhelgisgæslunnar.

Í frétt Landshelgisgæslunnar segir: "Áhöfnin á Tý bjargaði flóttafólkinu af fyrri gúmmíbátnum rétt um kvöldmatarleytið í gær en um borð í bátnum voru 71 karl, tvær konur og eitt barn.  Meðan á björgunaraðgerðum stóð barst neyðarkall frá öðrum litlum gúmmíbát.  Týr kom á vettvang skömmu seinna og bjargaði þar af litlum gúmmíbát alls 92 körlum og 18 konum, þar af einni barnshafandi.

Auglýsing

Konu bjargað um borð í Tý. Myndin er fengin af vef Landhelgisgæslunnar. Konu bjargað um borð í Tý. Myndin er fengin af vef Landhelgisgæslunnar.

Sem fyrr segir eru nú alls 284 flóttamenn um borð í Tý og þar af eru nokkrar barnshafandi konur.  Allir eru í góðu skjóli innandyra og njóta aðhlynningar varðskipsáhafnarinnar en fólkið var þrekað og skelkað eftir að hafa siglt á tyr 2þessu erfiða hafsvæði á litlum opnum bátum.

Síðustu daga hefur fjölda fólks verið bjargað á þessu svæði og svo virðist sem mikið flæði flóttafólks sé nú frá Líbíu áleiðis til Ítalíu.  Verður varðskipið Týr áfram við björgunarstörf á þessu svæði á næstunni enda er þörfin fyrir jafn öflugt skip og vel þjálfaða áhöfn mikil".

Vekja heimsathygli


Störf Landhelgisgæslunnar við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi, með varðskipi og flugvél, hafa vakið heimsathygli að undanförnu. Í frétt á vef gæslunnar segir að margir erlendir fjölmiðlar hafi óskað eftir að fá að fylgjast með störfum starfsmanna hennar við afar erfiðar aðstæður við björgun flóttamanna.  "Í síðustu viku bauðst erlendum fjölmiðlum að koma um borð í varðskipið Tý, hitta áhöfnina og fylgjast með þeim við störf.

Var þetta meðal annars fjölmiðlafólk frá BBC, Le Figaro, Radio France, Voice of America, El Sevier, AFP, ARD og El Pais svo eitthvað sé nefnt.  Áður höfðu fulltrúar fjölmargra annarra fjölmiðla komið um borð svo sem frá Sueddeutsche og Dailymail."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None