Áhrifamikið myndband um meinsemdina í Reykjanesbæ

Screen.Shot-.2014.10.07.at-.11.26.54.png
Auglýsing

Guð­mundur Guð­munds­son, sjó­mað­ur, hefur búið til áhrifa­mikið mynd­band þar sem birt­ast yfir tvö hund­ruð ljós­myndir Styrmis Barka­sonar af tómum og nið­ur­níddum húsum í Reykja­nes­bæ. Mynd­bandið er hátt í tíu mín­útur að lengd.

Í sam­tali við Kjarn­ann kveðst Guð­mundur hafa ráð­ist í mynd­banda­gerð­ina til að vekja athygli á stöð­unni. "Þetta er mein­semd í íslensku sam­fé­lagi. Fjöl­skyldur sem lent hafa á van­skila­skrá fá ekki leigt hús­næði, og bank­arnir og Íbúða­lána­sjóður sjá ekki hag sinn í því að halda húsum við og leigja þau út."

Eins og áður segir eru ljós­mynd­irnar í mynd­band­inu úr mynda­seríu grunn­skóla­kenn­ar­ans Styrmis Barka­son­ar, sem tók og birti yfir þrjú hund­ruð myndir af yfir­gefnum húsum í Reykja­nes­bæ. Í frétt DV um ljós­mynda­ser­í­una segir Styrmir um upp­á­tæk­ið: "Hug­myndin kvikn­aði þegar ég var að aka á milli staða í Reykja­nesbæ og efnd til inn­an­bíl­skeppni í að koma auga á tómt hús­næði. Sá leikur varð fljótt nið­ur­drep­andi. Ég var sem sagt úti að aka með börn­in," sagði Styrmir og hló. "Öll förum við okkar leiðir í og úr vinnu og á milli staða erum við svo upp­tekin að stara á mal­bikið að ég held að flestir hafi bara séð vand­ann í sínu nærum­hverfi og ekki grunað hve stór hann er." Ljós­mynda­verk­efni Styrmis er hægt að skoða hér.

Auglýsing

Guð­mundur Guð­munds­son, sem á veg og vanda að mynd­band­inu, vonar að það muni vekja athygli. "Það er ekki lengur til hús­næð­ispóli­tík á Íslandi sem passar við lág­launapóli­tík­ina sem nú er rekin á Íslandi. Hús­næð­is­málapóli­tíkin sofn­aði værum blundi þegar fjár­mála­stofn­an­irn­ar ­sett­ust í fram­sæt­ið. Það verður að gera eitt­hvað í þessum mál­u­m," segir Guð­mundur í sam­tali við Kjarn­ann.

Um fjöru­tíu pró­sent fast­eigna Íbúða­lána­sjóðs (ÍLS) eru á Suð­ur­nesjum, en sjóð­ur­inn átti þar 831 fast­eign í lok ágúst. ÍLS á hlut­falls­lega flestar eignir á Suð­ur­nesj­um. Sam­band sveit­ar­fé­laga á Suð­ur­nesjum lýsti nýverið í ályktun þungum áhyggjum af þróun eign­ar­halds hús­næðis á svæð­inu.

Í Reykja­nesbæ er veru­legur skortur á leigu­hús­næði, bæði á almennum mark­aði og í félags­lega kerf­inu. Sam­kvæmt frétt Vík­ur­frétta frá því í lok apr­íl, hafa margar hús­eignir í eigu ÍLS staðið auðar mán­uðum og jafn­vel árum sam­an. Þær eru að grotna niður og eru nágrönnum til ama.

Í mán­að­ar­skýrslu ÍLS fyrir ágúst, kemur fram að hug­myndir um að sjóð­ur­inn fari í meiri­háttar end­ur­bætur á hús­næði til að koma því í leigu sam­ræm­ist illa hlut­verki og heim­ildum sjóðs­ins. Þá hafi sjóð­ur­inn enga tekju­stofna til að mæta þeim miklu útgjöldum sem eru sam­fara jafn umfangs­miklum end­ur­bót­um. Slíkar fram­kvæmdir kalli á frek­ari fjár­fram­lög til sjóðs­ins.

Hægt er að sjá mynd­band Guð­mundar Guð­munds­son­ar, um tómu húsin í Reykja­nes­bær, hér að neð­an.

[em­bed]https://vi­meo.com/108223063[/em­bed]

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None