Ákæra vegna samráðs í byggingavöruiðnaði birt

sersakVef.jpg
Auglýsing

Í byrjun maí voru þrettán manns ákærðir af sérstökum saksóknara fyrir samkeppnislagabrot  vegna verðsamráðs og hlutdeildar í slíkum á árunum 2010 og 2011. Mennirnir þrettán voru allir starfsmenn  Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins. Kjarninn hefur ákæruna undir höndum. Hana er hægt að lesa í heild sinni með því að smella á hlekk neðst í fréttinni. Kjarninn fjallaði auk þess ítarlega um niðurfærslur skulda í þeim geira sem hin ætluðu brot áttu sér stað innan í síðustu útgáfu sinni. Lestu þá umfjöllun hér.

Ákæra sérstaks saksóknara er fyrir brot á samkeppnislögum. Fyrsti liður hennar snýr að verðsamráði starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar á árunum 2010 og 2011. Í ákærunni er sagt frá mörgum tilfellum þar sem starfsmenn fyrirtækjanna tveggja tala saman og upplýsa hvora aðra um verðupplýsingar á ákveðnum vörutegundum.Alls eru tilfellin sem eru tilgreind í ákæruskjalinu 21 talsins.

 „Við erum bara að drepa hvern annan"


Í öðrum lið ákærunnar er fjallað um verðsamráð Byko og Úlfsins byggingavara á árunum 2010 til 2011. Í skjalinu eru tilgreind alls ellefu tilfelli þar sem starfsmenn þeirra stunduðu meint verðsamráð. Í þriðja lið er fjallað um hvatningu til verðsamráðs milli Húsasmiðjunnar og Byko í tveimur tilfellum í febrúar 2011. Fjórði liður snýr að verðsamráði og hvatningu til verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar i tengslum við tilboðsgerð í lok febrúar 2011. Í samtali milli starfsmanna fyrirtækjanna tveggja, sem sagt er frá í ákærunni, segir meðal annars að tilboðsgerð í grófvörum væru „komið bara í algjört bull sko“. Síðar segir starfsmaður Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar að „þetta eru hjaðningavíg [...] Við erum að blæða báðir tveir“ og „við erum bara að drepa hvern [svo] annan“.

Fimmti liður ákærunnar fjallar um tilraunir starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar við að koma á samráði við starfsmann Múrbúðarinnar í október 2010, en sú tilraun markaði upphaf rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á byggingavörumarkaði eftir að hún var tilkynnt.

Auglýsing

Sérstakur saksóknari krefst þess að mennirnir þrettán verði dæmdir til refsingar. Fangelsisvist getur legið við hluta brotanna.

Lestu ákæruna í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None