Ákæra vegna samráðs í byggingavöruiðnaði birt

sersakVef.jpg
Auglýsing

Í byrjun maí voru þrettán manns ákærðir af sérstökum saksóknara fyrir samkeppnislagabrot  vegna verðsamráðs og hlutdeildar í slíkum á árunum 2010 og 2011. Mennirnir þrettán voru allir starfsmenn  Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins. Kjarninn hefur ákæruna undir höndum. Hana er hægt að lesa í heild sinni með því að smella á hlekk neðst í fréttinni. Kjarninn fjallaði auk þess ítarlega um niðurfærslur skulda í þeim geira sem hin ætluðu brot áttu sér stað innan í síðustu útgáfu sinni. Lestu þá umfjöllun hér.

Ákæra sérstaks saksóknara er fyrir brot á samkeppnislögum. Fyrsti liður hennar snýr að verðsamráði starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar á árunum 2010 og 2011. Í ákærunni er sagt frá mörgum tilfellum þar sem starfsmenn fyrirtækjanna tveggja tala saman og upplýsa hvora aðra um verðupplýsingar á ákveðnum vörutegundum.Alls eru tilfellin sem eru tilgreind í ákæruskjalinu 21 talsins.

 „Við erum bara að drepa hvern annan"


Í öðrum lið ákærunnar er fjallað um verðsamráð Byko og Úlfsins byggingavara á árunum 2010 til 2011. Í skjalinu eru tilgreind alls ellefu tilfelli þar sem starfsmenn þeirra stunduðu meint verðsamráð. Í þriðja lið er fjallað um hvatningu til verðsamráðs milli Húsasmiðjunnar og Byko í tveimur tilfellum í febrúar 2011. Fjórði liður snýr að verðsamráði og hvatningu til verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar i tengslum við tilboðsgerð í lok febrúar 2011. Í samtali milli starfsmanna fyrirtækjanna tveggja, sem sagt er frá í ákærunni, segir meðal annars að tilboðsgerð í grófvörum væru „komið bara í algjört bull sko“. Síðar segir starfsmaður Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar að „þetta eru hjaðningavíg [...] Við erum að blæða báðir tveir“ og „við erum bara að drepa hvern [svo] annan“.

Fimmti liður ákærunnar fjallar um tilraunir starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar við að koma á samráði við starfsmann Múrbúðarinnar í október 2010, en sú tilraun markaði upphaf rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á byggingavörumarkaði eftir að hún var tilkynnt.

Auglýsing

Sérstakur saksóknari krefst þess að mennirnir þrettán verði dæmdir til refsingar. Fangelsisvist getur legið við hluta brotanna.

Lestu ákæruna í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None