Ákæra vegna samráðs í byggingavöruiðnaði birt

sersakVef.jpg
Auglýsing

Í byrjun maí voru þrettán manns ákærðir af sérstökum saksóknara fyrir samkeppnislagabrot  vegna verðsamráðs og hlutdeildar í slíkum á árunum 2010 og 2011. Mennirnir þrettán voru allir starfsmenn  Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins. Kjarninn hefur ákæruna undir höndum. Hana er hægt að lesa í heild sinni með því að smella á hlekk neðst í fréttinni. Kjarninn fjallaði auk þess ítarlega um niðurfærslur skulda í þeim geira sem hin ætluðu brot áttu sér stað innan í síðustu útgáfu sinni. Lestu þá umfjöllun hér.

Ákæra sérstaks saksóknara er fyrir brot á samkeppnislögum. Fyrsti liður hennar snýr að verðsamráði starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar á árunum 2010 og 2011. Í ákærunni er sagt frá mörgum tilfellum þar sem starfsmenn fyrirtækjanna tveggja tala saman og upplýsa hvora aðra um verðupplýsingar á ákveðnum vörutegundum.Alls eru tilfellin sem eru tilgreind í ákæruskjalinu 21 talsins.

 „Við erum bara að drepa hvern annan"


Í öðrum lið ákærunnar er fjallað um verðsamráð Byko og Úlfsins byggingavara á árunum 2010 til 2011. Í skjalinu eru tilgreind alls ellefu tilfelli þar sem starfsmenn þeirra stunduðu meint verðsamráð. Í þriðja lið er fjallað um hvatningu til verðsamráðs milli Húsasmiðjunnar og Byko í tveimur tilfellum í febrúar 2011. Fjórði liður snýr að verðsamráði og hvatningu til verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar i tengslum við tilboðsgerð í lok febrúar 2011. Í samtali milli starfsmanna fyrirtækjanna tveggja, sem sagt er frá í ákærunni, segir meðal annars að tilboðsgerð í grófvörum væru „komið bara í algjört bull sko“. Síðar segir starfsmaður Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar að „þetta eru hjaðningavíg [...] Við erum að blæða báðir tveir“ og „við erum bara að drepa hvern [svo] annan“.

Fimmti liður ákærunnar fjallar um tilraunir starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar við að koma á samráði við starfsmann Múrbúðarinnar í október 2010, en sú tilraun markaði upphaf rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á byggingavörumarkaði eftir að hún var tilkynnt.

Auglýsing

Sérstakur saksóknari krefst þess að mennirnir þrettán verði dæmdir til refsingar. Fangelsisvist getur legið við hluta brotanna.

Lestu ákæruna í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None