Ákæra vegna samráðs í byggingavöruiðnaði birt

sersakVef.jpg
Auglýsing

Í byrjun maí voru þrettán manns ákærðir af sérstökum saksóknara fyrir samkeppnislagabrot  vegna verðsamráðs og hlutdeildar í slíkum á árunum 2010 og 2011. Mennirnir þrettán voru allir starfsmenn  Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins. Kjarninn hefur ákæruna undir höndum. Hana er hægt að lesa í heild sinni með því að smella á hlekk neðst í fréttinni. Kjarninn fjallaði auk þess ítarlega um niðurfærslur skulda í þeim geira sem hin ætluðu brot áttu sér stað innan í síðustu útgáfu sinni. Lestu þá umfjöllun hér.

Ákæra sérstaks saksóknara er fyrir brot á samkeppnislögum. Fyrsti liður hennar snýr að verðsamráði starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar á árunum 2010 og 2011. Í ákærunni er sagt frá mörgum tilfellum þar sem starfsmenn fyrirtækjanna tveggja tala saman og upplýsa hvora aðra um verðupplýsingar á ákveðnum vörutegundum.Alls eru tilfellin sem eru tilgreind í ákæruskjalinu 21 talsins.

 „Við erum bara að drepa hvern annan"


Í öðrum lið ákærunnar er fjallað um verðsamráð Byko og Úlfsins byggingavara á árunum 2010 til 2011. Í skjalinu eru tilgreind alls ellefu tilfelli þar sem starfsmenn þeirra stunduðu meint verðsamráð. Í þriðja lið er fjallað um hvatningu til verðsamráðs milli Húsasmiðjunnar og Byko í tveimur tilfellum í febrúar 2011. Fjórði liður snýr að verðsamráði og hvatningu til verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar i tengslum við tilboðsgerð í lok febrúar 2011. Í samtali milli starfsmanna fyrirtækjanna tveggja, sem sagt er frá í ákærunni, segir meðal annars að tilboðsgerð í grófvörum væru „komið bara í algjört bull sko“. Síðar segir starfsmaður Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar að „þetta eru hjaðningavíg [...] Við erum að blæða báðir tveir“ og „við erum bara að drepa hvern [svo] annan“.

Fimmti liður ákærunnar fjallar um tilraunir starfsmanna Byko og Húsasmiðjunnar við að koma á samráði við starfsmann Múrbúðarinnar í október 2010, en sú tilraun markaði upphaf rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á byggingavörumarkaði eftir að hún var tilkynnt.

Auglýsing

Sérstakur saksóknari krefst þess að mennirnir þrettán verði dæmdir til refsingar. Fangelsisvist getur legið við hluta brotanna.

Lestu ákæruna í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None