Ísland tilraunastofa fyrir rafmyntir

aurlogo9.1.jpg
Auglýsing

Hversu magnað væri það ef allir í samfélaginu ekki aðeins vissu af ákveðinni rafmynt, heldur ættu eitthvað af henni líka? Mér fannst hugmyndin frábær,“ segir Bandaríkja­maðurinn David Lio um hugmyndina að baki íslensku rafmyntinni Auroracoin, eða AUR. Á undanförnum mánuðum hefur hann lagt sitt á vogarskálarnar til að auka hróður myntarinnar. Meðal annars heldur hann úti heimasíðunni auroracoin.com og hefur kynnt aurana á ráðstefnum vestanhafs tileinkaðar rafmyntum.

David er búsettur í New York-borg, þar sem hann rekur lítið ráðgjafarfyrirtæki að nafni CoinHeavy. Það sérhæfir sig í svokölluðum rafmyntum eða dulkóðunargjaldmiðlum (e. cryptocurrency). Frægust og jafnframt verðmætust rafmynta er Bitcoin en til eru hundruð mismunandi rafmynta. Aurora­coin er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem útdeiling myntar­innar byggir á landfræðilegum grunni. Aldrei áður hefur rafmynt verið dreift til íbúa á ákveðnu svæði, eins og raunin varð í mars þegar Íslendingar gátu sótt sinn skammt af aurum.

Hreifst af hugmyndinni

Auglýsing

„Þegar ég fyrst sá tilkynninguna um Auroracoin á spjallborði um rafmyntir fannst mér hugmyndin afar áhugaverð. Samfélag þeirra sem fylgjast með, þróa og nota rafmyntir er fyrst og fremst á netinu. Spjallborðin eru full af afar tæknifærum einstaklingum og þar eru margir tilbúnir að aðstoða við verkefni sem tengjast rafmyntum,“ segir David þegar hann er spurður um kynni sín af Auroracoin. „En þegar maður ræðir við einstaklinga sem standa utan samfélagsins spyrja þeir oft sömu spurningarinnar: Hvernig er rafmyntunum dreift? Þá eru þeir ekki að spyrja um tæknilegu hliðina heldur hverjir það eru sem raunverulega eiga myntirnar í dag. Spurningin á rétt á sér. Núna þegar hugbúnaðurinn er til og er opinn öllum (e. open source) er afar áhugavert að huga frekar að dreifingarleiðunum. Ég vissi ekki mikið um Ísland. Því meira sem ég fræddist, þeim mun betur leist mér á landið sem tilraunarvettvang rafmyntar þar sem allir fá sinn skammt ókeypis. Þannig sjáum við hvað gerist þegar heilt samfélag verður meðvitað um rafmynt.“

Hvers vegna eru rafmyntirnar orðnar svona margar? Gætu Íslendingar t.d. ekki bara notað Bitcoin í stað þess að nota eigin rafmynt, ef þeir vilja notast við slíkan gjaldmiðil á annað borð?

„Bitcoin er enn í þróunarferli (e. beta), rétt eins og allar aðrar rafmyntir. Bitcoin hefur reynst nokkuð vel en hver eining kostar hundruð dollara. Þegar sú er raunin eru fáir tilbúnir að prófa sig áfram (e. experiment) með myntina. Ef einhver gefur mér rafmynt er ég mun líklegri til þess að prófa mig áfram og gera frekari tilraunir við að nota hana. Ef ég tapa einhverju þá skiptir það litlu máli.“

David segir að þrátt fyrir að rafmyntirnar, notenda­hópurinn og markaðurinn í kringum þær hafi þróast afar hratt að undanförnu lifum við enn árdaga myntanna. Hann hvetur Íslendinga til að sækja sína aura og skipta hluta þeirra í aðrar rafmyntir eins og Bitcoin. „Þá fæst aðeins betri tilfinning fyrir raunverulegu virði myntarinnar. Það er hægt að nota Bitcoin við ótalmargt á netinu,“ segir hann.

Lesið umfjöllunina í heild í Kjarnanum í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None