Ákæruvaldið sendir Hönnu Birnu tóninn

15084009557-d9dcb8c409-z.jpg
Auglýsing

Helgi Magnús Gunn­ars­son, vara­rík­is­sak­sókn­ari, segir dóm­inn yfir Gísla Frey Val­dórs­syni, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manni Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, hafa verið sam­kvæmt vænt­ing­um. Eins og fram hefur komið hlaut Gísli Freyr átta mán­aða fang­els­is­dóm í morgun vegna leka­máls­ins svo­kall­aða, en dóm­ur­inn kemur ekki til fulln­ustu haldi Gísli skil­orð í tvö ár.

Gísli ját­aði sekt sína í mál­inu fyrir Hönnu Birnu í gær, og síðar fyrir dómi í morg­un. Hann segir ákvörðun sína um að játa sekt sína í mál­inu ekki til­komna vegna nýrra sönn­un­ar­gagna sem Rík­is­sak­sókn­ari gerði verj­anda Gísla við­vart um á mánu­dag­inn. Sér­stakur hug­bún­aður sem lög­regla keyrði á tölvu Gísla um helg­ina, þykir sanna að Gísli hafi með óyggj­andi hætti sent fjöl­miðlum trún­að­ar­upp­lýs­ingar um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos í nóv­em­ber á síð­asta ári. Gísli hefur fram til þessa neitað sök í mál­inu.

Efað­ist aldrei um að sak­fellt yrði í mál­inu



Í sam­tali við Kjarn­ann seg­ist Helgi Magnús aldrei hafa efast um að sak­fellt yrði í mál­inu, þrátt fyrir að ný sönn­un­ar­gögn í mál­inu hafi ekki litið dags­ins ljós fyrr en um helg­ina. "Miðað við þau sönn­un­ar­gögn sem lágu fyr­ir, og við byggðum ákæruna á, hefðu þau dugað til þess. Það var auð­vitað mat ákærða hvort hann vildi láta á þetta reyna fyrir dómi, en það var aug­ljóst að eftir að skjalið fannst loks í tölv­unni hans, sem við höfðum ekki fundið fyrr af tækni­legum ástæð­um, að þá væri nú fokið í flest skjól með vörn hans. Játn­ing hans kemur í beinu fram­haldi af því að ég gerði verj­anda við­vart um skjalið og sendi honum afrit af því. Ákærði þekkir skjalið og mátti búast við því að það fynd­ist."

Helgi Magnús vildi ekki svara því að svo stöddu hvort emb­ættið mun­i á­frýja dómnum til Hæsta­rétt­ar. "Það hefur mikið gengið á í þessu máli og því miður hafa verið uppi raddir um að emb­ættið hafi gengið ein­hverra erinda og annað slíkt. Það spretta alltaf upp ein­hverjir spek­ingar sem hafa skoðun á þessum mál­um, hvort vísa eigi þeim frá eða hverjar hvatir ákæru­valds­ins eru, en það er mjög baga­legt ef að umfjöllun um svona mál fer í þá átt að grafa undan trú­verð­ug­leika eða trausti fólks á ákæru­vald­in­u."

Auglýsing

Gísli Freyr Gísli Freyr Val­dórs­son við dóms­upp­kvaðn­ingu í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í morg­un­.

Mik­il­vægt að allir sitji við sama borð



Aðspurður um hvort hann teldi Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra hafa reynt að grafa undan trú­verð­ug­leika Rík­is­sak­sókn­ara í mál­inu, svar­aði Helgi Magn­ús: "Ég vil ekki fara svo djúpt í þessa umræðu, en þið þekkið þessa umræðu. Þið þekki skrif og þið þekkið ráðna ráð­gjafa og umfjöllun þeirra um þetta mál, og hvernig þeir hafa mat­reitt mál­ið. Þá þekkið þið líka umræðu um að það hafi vegið gengið of langt í því að hald­leggja tölvur og leita í tölv­um, að það hafi verið ein­hvers konar inn­grip sem hafi verið óeðli­legt. Það er algjör­lega eðli­legt að mál sem snúa að sak­born­ingi á þessu stigi, af þessu kalí­beri ef ég má orða það svo, að hann lúti eins og aðrir sak­born­ingar sömu reglum um rann­sókn og við getum ekki gert grein­ar­mun á Jóni og Séra Jón­i." Þá sagði Helgi Magnús að leit lög­reglu í tölvu hafi einmitt stuðlað að því að sönn­ung­ar­gagnið fannst sem kom fyrr­greindri atburð­ar­rás af stað.

Og það hefur komið fram í öðrum mál­um, að það er verið að álykta á flokks­ráðs­fundum eða eitt­hvað slíkt, um að það eigi að fella niður ákærur í ein­hverjum mál­um. Hvað er það?"

Þá sagði Helgi Magnús aðspurður um hvort hann teldi inn­an­rík­is­ráð­herra hafa gengið of hart fram í mál­inu: "Ég held ég láti það bara vera að vera með ein­hver komment á það. En þið þekkið umræð­una, hún er víðar og er í öðrum mál­um. [...] Og það hefur komið fram í öðrum mál­um, að það er verið að álykta á flokks­ráðs­fundum eða eitt­hvað slíkt, um að það eigi að fella niður ákærur í ein­hverjum mál­um. Hvað er það? Afskipti af ákæru­valdi eru jafn alvar­leg og afskipti af dóms­valdi. [...] Það verða aldrei nein saka­mál nema ákæru­valdið ákæri, og þær ákvarð­anr sem ákæru­valdið tekur um ákærur eru afdrifa­ríkar vissu­lega, en þær eru líka grund­völlur þess að ein­hver maður verði nokkurn tím­ann dæmdur fyrir refsi­verða hátt­semi. Dóm­stólar taka ekk­ert slíkt upp hjá sjálfum sér."

Ákveð­inn mann­dómur fólg­inn í ákvörðun Gísla



"Mér finnst ákveð­inn mann­dómur í þessu sem Gísli hefur nú ákveðið að gera. Kannski hefði hann átt að gera þetta fyrr, en það er mann­dómur fólg­inn í því að ákveða að taka bara slag­inn núna og ljúka mál­inu frekar en að þræl­ast í gegnum aðal­með­ferð með vitnum og öllum slíkum óþæg­indum og kannski er ekk­ert algjör­lega úr vegi að hann njóti þess eitt­hvað við ákvörðun refs­ing­ar," segir Helgi Magn­ús. Ákæru­valdið krafð­ist þess að Gísli yrði dæmdur í eins árs fang­elsi, en benti á að brot hans gæfi til­efni til fang­els­is­vistar að allt að þremur árum miðað við ásetn­ing hans að hafa áhrif á umræðu.

"Ég er bara aðeins að reyna að nota tæki­færið til þess að skýra hlut­verk ákæru­valds­ins og mik­il­vægi þess að það fái frið til að vinna og hafi traust til að sinna sínum verkefnum."

"Það liggur fyrir nið­ur­staða, það liggur fyrir að ákæra Rík­is­sak­sókn­ara var rétt­mæt og við þurfum ekki frek­ari stað­fest­ingu á því að þetta var ekki ein­hvers konar póli­tískur leikur eða neitt slíkt eins og ein­hverjir létu eftir sér að ýja að."

Mik­il­vægt að tryggja sjálf­stæði ákæru­valds­ins



Helgi Magnús segir boð­aðan nið­ur­skurð á fjár­fram­lögum til ákæru­vald­ins mikið áhyggju­efni. "Sjálf­stæðið er nátt­úru­lega ekki mikið ef að til­teknir mála­flokkar eða mál eru sett í ein­hver konar hefti út af pen­ing­um. Það er fjár­magnið sem ræður því hvort sjálf­stæði ákæru­valds­ins er tryggt eins og dóm­stóla. Það hefur því miður verið þannig að það virð­ast vera meiri pen­ingar til til að stofna ein­hverjar nýjar stofn­anir og stofur út um hvipp­inn og hvapp­inn, heldur en að hlúa að grunn­þáttum rík­is­valds­ins eins og lög­reglu, dóm­stólum og ákæru­valdi. [...] Við horfum fram á sam­drátt, og við horfum fram á drátt á málum með mildun refs­inga fyrir sak­born­inga og auð­vitað brot á þeirra rétti, sem er tryggður í mann­rétt­inda­sátt­mál­anum og stjórn­ar­skrá, um að þeir fái með­ferð sinna mála. Það er auð­vitað ákvörðun stjórn­mála­mann­anna hvort þeir vilja að það nái fram að ganga eða hvort við eigum að fara sömu leið og á spít­öl­unum og það verði bara langir biðlist­ar."

Aðspurður um hvort Helgi Magnús eigi við boð­aðan nið­ur­skurð á fjár­heim­ildum til emb­ættis Sér­staks sak­sókn­ara með orðum sín­um, sagði hann svo ekki vera. Hann væri að tala á almennum nót­um. "Ég er bara aðeins að reyna að nota tæki­færið til þess að skýra hlut­verk ákæru­valds­ins og mik­il­vægi þess að það fái frið til að vinna og hafi traust til að sinna sínum verk­efn­um. Og þá eins líka að almenn­ingur geti treyst því að við sinnum þeim verk­efnum sem við erum að sinna, af sömu elju­semi og áhuga hvort sem það er Jón eða Séra Jón sem á í hlut og við beitum þeim úrræðum sem lög gera ráð fyr­ir. Það er ágætt að allir viti það og geti treyst því."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None