Hanna Birna fór með ósannindi í viðtali í Íslandi í dag

Screen.Shot_.2015.04.28.at_.16.16.41.jpg
Auglýsing

Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi innanríkisráðherra, fullyrti í viðtali við sjónvarpsmanninn Sindra Sindrason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi, að sími hennar og tölva hafi verið skoðuð við rannsókn lekamálsins. Sú fullyrðing stenst hins vegar ekki skoðun, því hið rétta er að einungis símar og tölvur aðstoðarmanna hennar voru skoðaðar í rannsókn lögreglu.

Sindri spurði hvort það hefði verið viðeigandi fyrir ráðherra að hafa jafn mikil samskipti við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, og raun ber vitni.

„Eftir á að hyggja, nei. Hins vegar var þetta algjörlega fordæmalaust. Það hefur ekki komið upp áður að lögregla, sem er undirstofnun ráðuneytis, þarf að rannsaka ráðuneyti. Ég var til rannsóknar og ég auðvitað fór í yfirheyrslur og svo framvegis þannig að þannig hafði ég auðvitað ákveðnar upplýsingar. Ég er líka ráðherra sem þarf að vera viss um það að aðrar upplýsingar sem ég hef, til dæmis í símanum mínum sem var skoðaður, tölvunni minni sem var skoðuð, og aðgangskortinu mínu sem var skoðað í ráðuneytinu og svo framvegis, ég varð að vera viss um að þær upplýsingar sem menn fengju snéru einungis að þessu máli. Þannig að þegar ég talaði við Stefán var það alltaf um svona almenn atriði er vörðuðu slíka rannsók,“ sagði Hanna Birna í viðtalinu í Íslandi í dag.

Hvorki sími né tölva rannsökuð af tillitsemi við ráðherra


Í skriflegu svari Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, við fyrirspurn DV í lok nóvember, kemur fram að símanotkun Hönnu Birnu hafi ekki ekki skoðuð við rannsókn lekamálsins. Þar sem „embætti ríkissaksóknara og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vildu ekki ganga of nærri stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi innanríkisráðherra, við rannsókn málsins [...] Þetta var gert til þess að gæta meðalhófs,“ eins og segir í svari vararíkissaksóknara. Ákvörðun um að rannsaka ekki síma Hönnu Birnu var á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

Samkvæmt heimildum Kjarnans gilti það sama um tölvu Hönnu Birnu, það er að hún var ekki tekin til rannsóknar í lekamálinu til að ganga ekki of nærri ráðherranum. Sömu heimildir Kjarnans herma að aðgangskort Hönnu Birnu hafi líklega verið rannsakað hins vegar, eins og annarra í innanríkisráðuneytinu.

Uppfært klukkan 22:58

Í samtali við Kjarnann vill Hanna Birna árétta að með orðunum „símanum mínum“ í umræddu sjónvarpsviðtali hafi hún átt við borðsímann sinn í innanríkisráðuneytinu, sem hafi verið skoðaður af lögreglu, og með orðunum „tölvunni minni“ hafi hún átt við að tölvupóstur hennar á póstþjóni ráðuneytisins hafi verið skoðaður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None