Hanna Birna: „Mér finnst ég hafa brugðist “

15267454341_3ba0e4f707_z.jpg
Auglýsing

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, segir að sér finn­ist hún hafa brugð­ist.  Ör­ugg­lega hefði verið betra ef hún hefði sagt af sér ráð­herra­emb­ætti um leið og rann­sókn á leka­mál­inu hóf­st, og hún hafi hugsað um að hætta í stjórn­málum á hverjum degi í eitt og hálft ár. Þetta kom allt fram í við­tali við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.

„Ég lak engum upp­lýs­ingum og mér finnst ótrú­legt að fólki detti í hug að ég myndi gera það og láta annan taka fall­ið. Ég vissi ekki að Gísli hefði gert það fyrr en hann sagði það sjálfur en ef ég fengi tæki­færi til að gera hlut­ina upp á nýtt, myndi ég fara öðru­vísi að.“ Þá sagð­ist hún hafa grunað alla í kringum sig á ein­hverjum tíma­punkti, og hún hafi lík­lega spurt Gísla Frey Val­dórs­son, sem svo ját­aði á sig lek­ann, oftar um málið en aðra. Hún hafi samt ekki vitað að hann bæri ábyrgð á lek­anum fyrr en hann sagði henni frá því. Hún hafi ekki getað rekið hann án sann­ana. „Ég kaus að trúa þeim og treysta,“ sagði hún um Gísla og Þóreyju Vil­hjálms­dótt­ur, hinn aðstoð­ar­mann henn­ar.

Seg­ist hafa farið að hágráta við tíð­indinÞá sagði hún frá því þegar Gísli Freyr og kona hans mættu á skrif­stofu hennar til að segja henni frá mál­inu. „Það var auð­vitað mjög svona til­finn­inga­rík, þung og erfið stund. [...] Ég fór að gráta, hágráta“ sagði Hanna Birna um við­brögð sín. Hún hefði verið undr­andi og sár, og um leið og hann hafi sagt henni frá mál­inu hafi hún vitað að hún yrði að fara úr emb­ætti. Hún hafi hringt í mann­inn sinn og sagt „Þetta er búið og ég vil út.“

Hanna Birna seg­ist hafa gert mörg mis­tök í leka­mál­inu, en hún var líka gagn­rýnin á umræð­una og fjöl­miðla. Hún sagð­ist eftir á að hyggja ekki hafa átt að tala við Stefán Eiríks­son lög­reglu­stjóra, en sagði samt að ­málið hefði verið for­dæma­laust og ekki komið upp áður sam­bæri­legt mál. Hún sagð­ist hafa rætt við hann almennt.

Auglýsing

Fór í vörn og tók málið of mikið inn á sigHennar mis­tök í mál­inu hafi verið að hlaupa í vörn í mál­in­u. „Ég fór í vörn, ég tók þessu of per­sónu­lega, tók þetta allt of mikið inn á mig. Á þessum tíma var umfjöll­unin ofboðs­lega hörð,“ sagði Hanna Birna og sagði að margar fréttir hafi verið sagðar á þeim tíma sem hafi verið ósannar og „áttu við engin rök að styðjast“. Hún tók þó engin dæmi um slíkar frétt­ir.

Þá sagði Hanna Birna að umræðan í land­inu verði að breyt­ast. Íslend­ingar væru vissir um að stjórn­mála­menn væru allir nán­ast vondar mann­eskj­ur, en hún hefði ekki enn hitt vondan stjórn­mála­mann. Hún sagð­ist hafa fengið morð­hót­anir og hafa verið spurð að því á Aust­ur­velli hvort hún væri viss um að börnin hennar væru óhult. Hún hafi sagt þeim að opna ekki dyrnar að heim­ili þeirra fyrir neinum um langt skeið.

Var búin á þvíHún seg­ist hafa dregið sig algjör­lega í hlé und­an­farna mán­uði vegna þess að hún hafi verið „búin á því“, og „að mjög mörgu leyti ekki á mjög góðum stað.“ Hún hafi verið með brjósklos, of háan blóð­þrýst­ing og svo hafi fund­ist þykk­ildi í höfði henn­ar, sem hafi þó reynst góð­kynja.

„Mig langar ekki að vera reið­ur, hrædd­ur, beyskur stjórn­mála­mað­ur“ sagði Hanna Birna jafn­framt. Hún hafi aldrei haft ráð­herra­stól að mark­miði heldur vilji hún vera góð fyr­ir­mynd. „Mig langar ekk­ert meira heldur en að leggja mitt af mörk­um,“ sagði hún.

Stjórn­ar­and­staðan ósáttÍ fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn væru sumir ósáttir við að Hanna Birna sé snúin aftur á þing. Róbert Mars­hall, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði að ef hann hefði verið í sporum Hönnu Birnu, þá hefði hann litið svo á að hann þyrfti að end­ur­nýja umboð sitt áður en hann snéri aft­ur.

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að Hanna Birna sé ekki búin að svara þeim spurn­ingum sem þing­menn hafa sett fram. Það blasi við ósam­ræmi milli þess sem Hanna Birna hafi sagt í þing­sal og þess sem síðar hafi komið í ljós. Birgitta Jóns­dótt­ir, minnt­ist á það að Hanna Birna hafi ekki séð sér fært að mæta fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. „Mér finnst þetta mjög óþægi­legt“ sagði hún við Stöð 2 í kvöld.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None