Hanna Birna: „Mér finnst ég hafa brugðist “

15267454341_3ba0e4f707_z.jpg
Auglýsing

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, segir að sér finnist hún hafa brugðist.  Örugglega hefði verið betra ef hún hefði sagt af sér ráðherraembætti um leið og rannsókn á lekamálinu hófst, og hún hafi hugsað um að hætta í stjórnmálum á hverjum degi í eitt og hálft ár. Þetta kom allt fram í viðtali við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.

„Ég lak engum upplýsingum og mér finnst ótrúlegt að fólki detti í hug að ég myndi gera það og láta annan taka fallið. Ég vissi ekki að Gísli hefði gert það fyrr en hann sagði það sjálfur en ef ég fengi tækifæri til að gera hlutina upp á nýtt, myndi ég fara öðruvísi að.“ Þá sagðist hún hafa grunað alla í kringum sig á einhverjum tímapunkti, og hún hafi líklega spurt Gísla Frey Valdórsson, sem svo játaði á sig lekann, oftar um málið en aðra. Hún hafi samt ekki vitað að hann bæri ábyrgð á lekanum fyrr en hann sagði henni frá því. Hún hafi ekki getað rekið hann án sannana. „Ég kaus að trúa þeim og treysta,“ sagði hún um Gísla og Þóreyju Vilhjálmsdóttur, hinn aðstoðarmann hennar.

Segist hafa farið að hágráta við tíðindin


Þá sagði hún frá því þegar Gísli Freyr og kona hans mættu á skrifstofu hennar til að segja henni frá málinu. „Það var auðvitað mjög svona tilfinningarík, þung og erfið stund. [...] Ég fór að gráta, hágráta“ sagði Hanna Birna um viðbrögð sín. Hún hefði verið undrandi og sár, og um leið og hann hafi sagt henni frá málinu hafi hún vitað að hún yrði að fara úr embætti. Hún hafi hringt í manninn sinn og sagt „Þetta er búið og ég vil út.“

Hanna Birna segist hafa gert mörg mistök í lekamálinu, en hún var líka gagnrýnin á umræðuna og fjölmiðla. Hún sagðist eftir á að hyggja ekki hafa átt að tala við Stefán Eiríksson lögreglustjóra, en sagði samt að málið hefði verið fordæmalaust og ekki komið upp áður sambærilegt mál. Hún sagðist hafa rætt við hann almennt.

Fór í vörn og tók málið of mikið inn á sig


Hennar mistök í málinu hafi verið að hlaupa í vörn í málinu. „Ég fór í vörn, ég tók þessu of persónulega, tók þetta allt of mikið inn á mig. Á þessum tíma var umfjöllunin ofboðslega hörð,“ sagði Hanna Birna og sagði að margar fréttir hafi verið sagðar á þeim tíma sem hafi verið ósannar og „áttu við engin rök að styðjast“. Hún tók þó engin dæmi um slíkar fréttir.

Auglýsing

Þá sagði Hanna Birna að umræðan í landinu verði að breytast. Íslendingar væru vissir um að stjórnmálamenn væru allir nánast vondar manneskjur, en hún hefði ekki enn hitt vondan stjórnmálamann. Hún sagðist hafa fengið morðhótanir og hafa verið spurð að því á Austurvelli hvort hún væri viss um að börnin hennar væru óhult. Hún hafi sagt þeim að opna ekki dyrnar að heimili þeirra fyrir neinum um langt skeið.

Var búin á því


Hún segist hafa dregið sig algjörlega í hlé undanfarna mánuði vegna þess að hún hafi verið „búin á því“, og „að mjög mörgu leyti ekki á mjög góðum stað.“ Hún hafi verið með brjósklos, of háan blóðþrýsting og svo hafi fundist þykkildi í höfði hennar, sem hafi þó reynst góðkynja.

„Mig langar ekki að vera reiður, hræddur, beyskur stjórnmálamaður“ sagði Hanna Birna jafnframt. Hún hafi aldrei haft ráðherrastól að markmiði heldur vilji hún vera góð fyrirmynd. „Mig langar ekkert meira heldur en að leggja mitt af mörkum,“ sagði hún.

Stjórnarandstaðan ósátt


Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að stjórnarandstöðuþingmenn væru sumir ósáttir við að Hanna Birna sé snúin aftur á þing. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að ef hann hefði verið í sporum Hönnu Birnu, þá hefði hann litið svo á að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt áður en hann snéri aftur.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að Hanna Birna sé ekki búin að svara þeim spurningum sem þingmenn hafa sett fram. Það blasi við ósamræmi milli þess sem Hanna Birna hafi sagt í þingsal og þess sem síðar hafi komið í ljós. Birgitta Jónsdóttir, minntist á það að Hanna Birna hafi ekki séð sér fært að mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Mér finnst þetta mjög óþægilegt“ sagði hún við Stöð 2 í kvöld.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None