Hanna Birna: „Mér finnst ég hafa brugðist “

15267454341_3ba0e4f707_z.jpg
Auglýsing

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, segir að sér finn­ist hún hafa brugð­ist.  Ör­ugg­lega hefði verið betra ef hún hefði sagt af sér ráð­herra­emb­ætti um leið og rann­sókn á leka­mál­inu hóf­st, og hún hafi hugsað um að hætta í stjórn­málum á hverjum degi í eitt og hálft ár. Þetta kom allt fram í við­tali við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.

„Ég lak engum upp­lýs­ingum og mér finnst ótrú­legt að fólki detti í hug að ég myndi gera það og láta annan taka fall­ið. Ég vissi ekki að Gísli hefði gert það fyrr en hann sagði það sjálfur en ef ég fengi tæki­færi til að gera hlut­ina upp á nýtt, myndi ég fara öðru­vísi að.“ Þá sagð­ist hún hafa grunað alla í kringum sig á ein­hverjum tíma­punkti, og hún hafi lík­lega spurt Gísla Frey Val­dórs­son, sem svo ját­aði á sig lek­ann, oftar um málið en aðra. Hún hafi samt ekki vitað að hann bæri ábyrgð á lek­anum fyrr en hann sagði henni frá því. Hún hafi ekki getað rekið hann án sann­ana. „Ég kaus að trúa þeim og treysta,“ sagði hún um Gísla og Þóreyju Vil­hjálms­dótt­ur, hinn aðstoð­ar­mann henn­ar.

Seg­ist hafa farið að hágráta við tíð­indinÞá sagði hún frá því þegar Gísli Freyr og kona hans mættu á skrif­stofu hennar til að segja henni frá mál­inu. „Það var auð­vitað mjög svona til­finn­inga­rík, þung og erfið stund. [...] Ég fór að gráta, hágráta“ sagði Hanna Birna um við­brögð sín. Hún hefði verið undr­andi og sár, og um leið og hann hafi sagt henni frá mál­inu hafi hún vitað að hún yrði að fara úr emb­ætti. Hún hafi hringt í mann­inn sinn og sagt „Þetta er búið og ég vil út.“

Hanna Birna seg­ist hafa gert mörg mis­tök í leka­mál­inu, en hún var líka gagn­rýnin á umræð­una og fjöl­miðla. Hún sagð­ist eftir á að hyggja ekki hafa átt að tala við Stefán Eiríks­son lög­reglu­stjóra, en sagði samt að ­málið hefði verið for­dæma­laust og ekki komið upp áður sam­bæri­legt mál. Hún sagð­ist hafa rætt við hann almennt.

Auglýsing

Fór í vörn og tók málið of mikið inn á sigHennar mis­tök í mál­inu hafi verið að hlaupa í vörn í mál­in­u. „Ég fór í vörn, ég tók þessu of per­sónu­lega, tók þetta allt of mikið inn á mig. Á þessum tíma var umfjöll­unin ofboðs­lega hörð,“ sagði Hanna Birna og sagði að margar fréttir hafi verið sagðar á þeim tíma sem hafi verið ósannar og „áttu við engin rök að styðjast“. Hún tók þó engin dæmi um slíkar frétt­ir.

Þá sagði Hanna Birna að umræðan í land­inu verði að breyt­ast. Íslend­ingar væru vissir um að stjórn­mála­menn væru allir nán­ast vondar mann­eskj­ur, en hún hefði ekki enn hitt vondan stjórn­mála­mann. Hún sagð­ist hafa fengið morð­hót­anir og hafa verið spurð að því á Aust­ur­velli hvort hún væri viss um að börnin hennar væru óhult. Hún hafi sagt þeim að opna ekki dyrnar að heim­ili þeirra fyrir neinum um langt skeið.

Var búin á þvíHún seg­ist hafa dregið sig algjör­lega í hlé und­an­farna mán­uði vegna þess að hún hafi verið „búin á því“, og „að mjög mörgu leyti ekki á mjög góðum stað.“ Hún hafi verið með brjósklos, of háan blóð­þrýst­ing og svo hafi fund­ist þykk­ildi í höfði henn­ar, sem hafi þó reynst góð­kynja.

„Mig langar ekki að vera reið­ur, hrædd­ur, beyskur stjórn­mála­mað­ur“ sagði Hanna Birna jafn­framt. Hún hafi aldrei haft ráð­herra­stól að mark­miði heldur vilji hún vera góð fyr­ir­mynd. „Mig langar ekk­ert meira heldur en að leggja mitt af mörk­um,“ sagði hún.

Stjórn­ar­and­staðan ósáttÍ fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn væru sumir ósáttir við að Hanna Birna sé snúin aftur á þing. Róbert Mars­hall, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði að ef hann hefði verið í sporum Hönnu Birnu, þá hefði hann litið svo á að hann þyrfti að end­ur­nýja umboð sitt áður en hann snéri aft­ur.

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að Hanna Birna sé ekki búin að svara þeim spurn­ingum sem þing­menn hafa sett fram. Það blasi við ósam­ræmi milli þess sem Hanna Birna hafi sagt í þing­sal og þess sem síðar hafi komið í ljós. Birgitta Jóns­dótt­ir, minnt­ist á það að Hanna Birna hafi ekki séð sér fært að mæta fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. „Mér finnst þetta mjög óþægi­legt“ sagði hún við Stöð 2 í kvöld.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None