Versta kynþáttahatrið í Bretlandi hatur Skota á Englendingum

h_51794699-1.jpg
Auglýsing

Nigel Fara­ge, leið­togi breska sjálf­stæð­is­flokks­ins UKIP, segir að versta kyn­þátta­hat­rið sem á sér stað í Bret­landi sé hatur Skota á Eng­lend­ing­um.

Þetta sagði hann í heim­sókn í Hart­lepool í dag, þar sem hann var spurður út í skoð­ana­könnun sem sýndi að 28 pró­sent stuðn­ings­manna flokks­ins við­ur­kenndu að hafa for­dóma gegn fólki af öðrum kyn­þáttum en það er sjálft. Farage sagði að hann vildi ekki atkvæði ras­ista og sagði að til­ væru aðrir flokkar sem fólk gæti kosið í þeim erinda­gjörð­um.

Hann ræddi málið við BBC Radio 5, útvarps­stöð Breska rík­is­út­varps­ins. Þá sagði hann: „Mesta kyn­þátta­hat­rið sem ég hef séð í breskum stjórn­málum á sér stað norðan við landa­mærin hjá Skoska þjóð­ar­flokknum (SNP), þar sem hat­rið gegn Englandi er að ná ótrú­legum hæðum og ég myndi halda að ef BBC hefur áhyggjur af kyn­þátta­hatri ætti stofn­unin að líta þang­að...Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn er opin­ber­lega rasísk­ur. Andúðin gegn Eng­lend­ingum og orð­bragðið sem er notað um og gagn­vart Eng­lend­ingum eru algjör­lega ótrú­leg.“

Auglýsing

Hann sagði síðar að póli­tískir and­stæð­ingar UKIP hefðu rang­lega dæmt flokk­inn sem rasískan, og að þeim dómum hefði betur verið beint að SNP. Þegar hann var svo spurður hvort hann væri ekki í afneitun gagn­vart kyn­þátta­hatri innan flokks­ins sagði hann fjöl­miðla vera með það á heil­anum að reyna að mála flokk­inn upp sem slíkan flokk, og að hann væri orð­inn þreyttur á því. „Það er með öllu órétt­læt­an­legt, afskap­lega ósann­gjarnt og leiðir til þess að fólk sem er sam­mála UKIP er nán­ast feimið við að tala um það.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None