Aker Carbon Capture í miklum vexti

Tekjur norska fyrirtækisins Aker Carbon Capture, sem er í samstarfi við Carbfix um föngun kolefnis, hafa 40-faldast á einu ári, samkvæmt nýbirtu uppgjöri. Þó skilar fyrirtækið enn miklu tapi.

Aker stefnir á að geta fangað milljónum tonna af koltvísýringi á næstu árum.
Aker stefnir á að geta fangað milljónum tonna af koltvísýringi á næstu árum.
Auglýsing

Tekjur norska kolefn­is­föng­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Aker Car­bon Capt­ure námu 234 millj­ónum norskra króna, eða um 3,6 millj­örðun íslenskra króna, á nýliðnum árs­fjórð­ungi. Það eru rúm­lega 40 sinnum meiri tekjur en fyr­ir­tækið fékk á sama tíma í fyrra.

Aftur á móti skilar fyr­ir­tækið enn tapi af resktri sín­um, en afkoma þess á árs­fjórð­ungnum var nei­kvæð um 854 millj­ónir íslenskra króna. Þetta kemur fram á norska frétta­miðl­inum E24.

Í sumar skrif­aði Aker Car­bon Capt­ure undir yfir­lýs­ingu við íslenska kolefn­is­förg­un­ar­fyr­ir­tækið Car­bfix um að sam­eina tækni­lausnir þess­ara tveggja fyr­ir­tækja. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Car­bfix gerir sam­starfið fyr­ir­tækj­unum kleift að bjóða við­skipta­vinum sínum hag­stæða heild­ar­lausn við föngum og förgun á koltví­sýr­ingi.

Auglýsing

Fjár­festar bjart­sýnir

Í nýbirtu árs­fjórð­ungs­upp­gjöri Aker Car­bon Capt­ure kemur fram að fyr­ir­tækið hefur tapað alls 128 millj­ónum norskra króna, eða tæpum tveimur millj­örðum íslenskra króna, það sem af er ári. Hins vegar hafa fjár­festar orðið bjart­sýnni á fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins, en hluta­bréfa­verð þess hefur sexfa­d­ast frá skrán­ingu Aker á hluta­bréfa­mark­að­inn í Osló í ágúst í fyrra.

Aker hefur nýtt sér þessa bjart­sýni með því að sækja sér 840 millj­ónir norskra króna, eða um 13 millj­arða íslenskra króna, í aukið hlutafé í ágúst. Fyrst átti hluta­fjár­aukn­ingin ein­ungis að nema 700 millj­ónum norskra króna, en ákveðið var að stækka umfang hennar þar sem „um­tals­verð eft­ir­spurn“ var eftir þeim.

Stefnir á föngun millj­óna tonna

Aker Car­bon Capt­ure hefur meðal ann­ars skrifað undir samn­ing um kolefn­is­föngun við sem­ents­verk­smiðju í eigu Norcem í Brevik í Nor­egi, en þar stefnir fyr­ir­tækið á að fanga 400 þús­und tonn af koltví­sýr­ingi frá 2024.

Fyr­ir­tækið stefnir svo á að stór­fjölga slíkum samn­ingum á næstu árum, en sam­kvæmt áætl­unum þess er búist við það muni semja um föngun allt að tíu millj­óna tonna af koltví­sýr­ingi innan árs­ins 2025.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent