Ákveðin hætta á frændhygli eða fyrirgreiðslu í litlum stjórnsýslum hjá smáríkjum

Í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands kemur fram að dregið hafi úr fyrirgreiðslu innan íslensku stjórnsýslunnar vegna þess að vinnubrögð hennar séu í meira mæli farin að taka mið af stjórnsýsluháttum á hinum Norðurlöndunum.

leii-jons-sigurssonar_14509527283_o.jpg
Auglýsing

Norð­ur­löndin veita Íslandi mik­il­vægt póli­tískt, efna­hags­legt og sam­fé­lags­legt skjól og hjálpa til við stjórn lands­ins. Þetta kemur fram í hlað­varps­þætt­inum Völ­und­ar­hús utan­rík­is­mála Íslands þar sem Baldur Þór­halls­son pró­fessor í stjórn­mála­fræði ræðir við Boga Ágústs­son frétta­mann á RÚV og fyrr­ver­andi for­mann Nor­ræna­fé­lags­ins og Stefán Ólafs­son pró­fessor í félags­fræði um sam­skipti Íslands við Norð­ur­lönd­in.

Í þætt­inum kemur enn fremur fram að Ísland hafi notið umfangs­mik­ils sam­fé­lags­legs skjóls frá hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þannig hafi nor­ræna vel­ferð­ar­mód­elið verið ákveðin fyr­ir­mynd að íslenska vel­ferð­ar­kerf­inu. Íslend­ingar hafi haft aðgang að mennta­stofn­unum á Norð­ur­lönd­unum og nor­ræna vel­ferð­ar­kerf­inu flyti þeir þangað og hér áður fyrr hafi borist nýj­ustu straumar og stefnur til Íslands fyrst og fremst frá Kaupa­manna­höfn.

Íslend­ingar hafa einnig notið póli­tísks og efna­hags­legs skjóls af tví­hliða sam­skiptum sínum við Norð­ur­löndin og Norð­ur­landa­sam­vinn­unni, sam­kvæmt við­mæl­endum þátt­ar­ins. Þannig hafi Ísland notið diplómat­ískar aðstoð­ar, þ.e. póli­tísks skjóls, Norð­ur­land­anna í alþjóða­stofn­unum eins og stofn­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Vatna­skil hafi orðið í sam­vinnu Norð­ur­land­anna í örygg­is- og varn­ar­málum með Stol­ten­berg skýrsl­unni árið 2009 þegar örygg­is- og varn­ar­mál urðu hluti af nor­rænni sam­vinnu. Hluti af því sam­starfi er sam­starf Land­helg­is­gæsl­unnar við Dan­mörku og Noreg í leit og björg­un. Land­helg­is­gæslan gæti ekki sinnt efir­liti á haf­inu í kringum landið án aðstoðar þess­ara ríkja. Norð­ur­löndin koma einnig að loft­rým­is­gæslu hér á landi. Norð­ur­landa­þjóð­irnar hafa einnig aðstoðað við að byggja upp teymi sér­fræð­inga í net­ör­ygg­is­málum á Íslandi.

Auglýsing

Ísland tekur mið af stefnu­mótun Norð­ur­land­anna í vel­ferð­ar­mál­um, rétt­indum kvenna og hinsegin fólks

Þegar kemur að stjórn Íslands þá eiga íslenskir emb­ætt­is­menn í miklum sam­skiptum við kollega sína á Norð­ur­lönd­unum á öllum sviðum vel­ferð­ar­mála og á flestum sviðum mennta- og menn­ing­ar­mála, að því er fram kemur í þætt­in­um. Starfs­menn utan­rík­is­þjón­ust­unnar eiga líka í miklum sam­skiptum við kollega á Norð­ur­lönd­un­um. Sam­kvæmt við­mæl­endum tryggir það að íslenskir emb­ætt­is­menn séu oft og tíðum vel upp­lýstir um hvað Norð­ur­löndin hygg­ist gera í ákveðnum mála­flokkum og hafi haft áhrif á stefnu­mótun hér á landi.

Þannig taki Ísland mið af stefnu­mótun Norð­ur­land­anna í vel­ferð­ar­mál­um, rétt­indum kvenna og hinsegin fólks. Utan­rík­is­stefna Íslands sé jafn­framt farin að taka meira mið af utan­rík­i­s­tefnum Norð­ur­land­anna en áður og leggi þannig áherslu á mann­úð­ar-, þró­un­ar- og jafn­rétt­is­mál og fjöl­þjóða­sam­vinnu.

Auk þessa sé stjórn­sýsla hinna Norð­ur­land­anna talin mjög fag­leg og þessi fag­mennska hafi haft áhrif til batn­aðar á íslenska stjórn­sýslu­hætti. Rann­sóknir hafa sýnt að það er ákveðin hætta á frænd­hygli eða fyr­ir­greiðslu í litlum stjórn­sýslum hjá smá­ríkjum og það að vinnu­brögð íslensku stjórn­sýsl­unnar eru í meira mæli farin að taka mið af stjórn­sýslu­háttum á hinum Norð­ur­lönd­unum hefur dregið úr fyr­ir­greiðslu innan íslensku stjórn­sýsl­unn­ar.

Þeir Stefán, Baldur og Bogi ræddu saman í þætti dagsins. Mynd: Aðsend

Mikil and­staða hefur verið hér á landi í garð náinnar sam­vinnu við þjóðir heims

Í þætt­inum kemur fram að mikil and­staða hafi verið hér á landi í garð náinnar sam­vinnu við þjóðir heims. Ísland hafi hins vegar oft byrjað á því að opna landið yfir til hinna Norð­ur­land­anna og þannig hafi Norð­ur­löndin verið eins konar hlið okkar inn í hinn stóra heim. Fyrst hafi Ísland til að mynda verið þátt­tak­andi í sam­eig­in­legum nor­rænum vinnu­mark­aði og fyrstu löndin sem Íslend­ingum var leyfi­legt að ferð­ast til án vega­bréfs hafi verið Norð­ur­lönd­in. Síðan hafi Ísland yfir­fært þetta fyr­ir­komu­lag yfir á Evr­ópska efna­hags­svæðið og Schengen.

Ísland hafi fylgst náið með þátt­töku Norð­ur­land­anna í sam­vinnu við önnur ríki Evr­ópu og tekið mið af henni við inn­göng­una í EFTA, EES og Schengen. Norð­ur­löndin hafi hjálpað Íslandi að ná betri samn­ingum við Evr­ópu­sam­bandið í tengslum við inn­göng­una í EFTA, EES og Schengen. Ísland hafi einnig notið efna­hags­legs skjóls Norð­ur­land­anna, til að mynda með aðgengi að vinnu­mark­aði land­anna og sam­vinnu Seðla­banka land­anna. Að því leyti hafi sam­eig­in­legur vinnu­mark­aður Norð­ur­land­anna verið mik­il­vægur þáttur í hag­stjórn Íslands þar sem Íslend­ingar hafi getað leitað sér atvinnu á Norð­ur­löndum þegar atvinnu­leysi er mikið hér á landi og snúið svo aftur heim á frón þegar betur árar.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þátt­inn í heild sinni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent