„Algjört vantraust“ á sjóðnum olli færslu á fjármunum

10016380525-fb1c4ee434-z.jpg
Auglýsing

Inn­stæðu­eig­endur Spari­sjóðs Vest­manna­eyja misstu frá sér um 700 millj­ónir króna á fimmtu­dag og föstu­dag í síð­ustu viku, og var fyr­ir­tækið Borgun þar stærsti aðil­inn, en það tók út um 200 millj­ónir króna frá sjóðnum og fór upp­hæðin að mestu til Lands­bank­ans.

Eins og kunn­ugt er tók Lands­banki Íslands yfir starf­semi Spari­sjóðs Vest­manna­eyja um helg­ina, eftir að rekstur sjóðs­ins var að kom­ast í þrot, en nýlega varð ljóst að afskrifa þurfi eignir fyrir um millj­arð króna í eigna­safni sjóðs­ins. Þessi afskrift var of mikið fyrir sjóð­inn. Árið 2010 fór sjóð­ur­inn í gegnum end­ur­skipu­lagn­ingu, og lögðu fjár­festar honum til einn millj­arð króna.

Stofn­fjár­eig­endur í Spari­sjóði Vest­manna­eyja fá um 0,15 pró­sent hlut í Lands­bank­anum fyrir stofnfé sitt, en virði þess var metið á 332 millj­ónir króna í sam­run­an­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans urðu fréttir um slæma stöðu sjóðs­ins að „al­gjöru van­trausti“ á rekstri sjóðs­ins, eins og einn við­mæl­enda Kjarn­ans komst að orði. DV gerði grein fyrir þessu í frétta­skýr­ingu sem

Haukur Odds­son, for­stjóri Borg­un­ar, vildi ekki tjá sig um mál­efni Borg­unar sem snéru Spari­sjóði Vest­manna­eyja, þegar Kjarn­inn náði af honum tali, en stað­festi þó að pen­ing­arn­ir, um 200 millj­ón­ir, hefðu verið færðir frá Spari­sjóðn­um.

Stjórn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja fékk frest til klukkan fjögur síð­ast­lið­inn föstu­dag til að skila full­nægj­andi gögnum um leið sem gæti tryggt eig­in­fjár­stöðu sjóðs­ins.  Sá frestur var síðan fram­lengdur og seint á föstu­dags­kvöld óskaði stjórnin eftir því að Lands­bank­inn myndi gera til­boð í sjóð­inn, í sam­ráði við Fjár­mála­eft­ir­litið (FME).  DV gerði grein fyrir þess­ari atburða­rás í frétta­skýr­ingu.

Í til­kynn­ingu vegna sam­run­ans, sem send var á föstu­dag, er haft eftir Þor­björgu Ingu Jóns­dótt­ur, frá­far­andi stjórn­ar­for­manni Spari­sjóðs Vest­manna­eyja, að með sam­komu­lag­inu hafi náðst far­sæl nið­ur­staða sem tryggi hag sjóðs­ins.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None