„Algjört vantraust“ á sjóðnum olli færslu á fjármunum

10016380525-fb1c4ee434-z.jpg
Auglýsing

Inn­stæðu­eig­endur Spari­sjóðs Vest­manna­eyja misstu frá sér um 700 millj­ónir króna á fimmtu­dag og föstu­dag í síð­ustu viku, og var fyr­ir­tækið Borgun þar stærsti aðil­inn, en það tók út um 200 millj­ónir króna frá sjóðnum og fór upp­hæðin að mestu til Lands­bank­ans.

Eins og kunn­ugt er tók Lands­banki Íslands yfir starf­semi Spari­sjóðs Vest­manna­eyja um helg­ina, eftir að rekstur sjóðs­ins var að kom­ast í þrot, en nýlega varð ljóst að afskrifa þurfi eignir fyrir um millj­arð króna í eigna­safni sjóðs­ins. Þessi afskrift var of mikið fyrir sjóð­inn. Árið 2010 fór sjóð­ur­inn í gegnum end­ur­skipu­lagn­ingu, og lögðu fjár­festar honum til einn millj­arð króna.

Stofn­fjár­eig­endur í Spari­sjóði Vest­manna­eyja fá um 0,15 pró­sent hlut í Lands­bank­anum fyrir stofnfé sitt, en virði þess var metið á 332 millj­ónir króna í sam­run­an­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans urðu fréttir um slæma stöðu sjóðs­ins að „al­gjöru van­trausti“ á rekstri sjóðs­ins, eins og einn við­mæl­enda Kjarn­ans komst að orði. DV gerði grein fyrir þessu í frétta­skýr­ingu sem

Haukur Odds­son, for­stjóri Borg­un­ar, vildi ekki tjá sig um mál­efni Borg­unar sem snéru Spari­sjóði Vest­manna­eyja, þegar Kjarn­inn náði af honum tali, en stað­festi þó að pen­ing­arn­ir, um 200 millj­ón­ir, hefðu verið færðir frá Spari­sjóðn­um.

Stjórn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja fékk frest til klukkan fjögur síð­ast­lið­inn föstu­dag til að skila full­nægj­andi gögnum um leið sem gæti tryggt eig­in­fjár­stöðu sjóðs­ins.  Sá frestur var síðan fram­lengdur og seint á föstu­dags­kvöld óskaði stjórnin eftir því að Lands­bank­inn myndi gera til­boð í sjóð­inn, í sam­ráði við Fjár­mála­eft­ir­litið (FME).  DV gerði grein fyrir þess­ari atburða­rás í frétta­skýr­ingu.

Í til­kynn­ingu vegna sam­run­ans, sem send var á föstu­dag, er haft eftir Þor­björgu Ingu Jóns­dótt­ur, frá­far­andi stjórn­ar­for­manni Spari­sjóðs Vest­manna­eyja, að með sam­komu­lag­inu hafi náðst far­sæl nið­ur­staða sem tryggi hag sjóðs­ins.

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None