Landsvirkjun semur við PCC á nýjan leik - ESA þarf að samþykkja

landsvirkj12.jpg
Auglýsing

Landsvirkjun og PCC BakkiSilicon hf. hafa undirritað nýjan samning um sölu rafmagns til kísilmálmverksmiðju, sem PCC BakkiSilicon hf. áformar að reisa á Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á árinu 2017 og framleiði í fyrsta áfanga allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og noti 58 MW af afli.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Nýi rafmagnssamningurinn er efnislega svipaður og fyrri rafmagnssamningur félaganna frá árinu 2014 en með nokkrum frávikum þó. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í desember síðastliðnum að hefja skoðun á fyrri rafmagnssamningi aðila frá 2014. Þeim rafmagnssamningi hafa samningsaðilar sameiginlega rift enda ýmis skilyrði samningsins óuppfyllt og tímaákvæði hans ekki lengur raunhæf. Fyrri samningur aðila frá 2014 er því ekki lengur til staðar sem gildur samningur. Nýi rafmagnssamningurinn var tilkynntur til ESA í dag

Auglýsing

„Við erum nú sem fyrr mjög ánægð með samstarf okkar við PCC BakkiSilicon hf. og einnig með samstarfið sem við höfum átt með ESA við gerð nýja samningsins. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma þar sem raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum,“ sagði Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, af þessu tilefni.

„Samstarf okkar við Landsvirkjun hefur verið traust og með nýjum raforkusölusamningi er mikilvægum áfanga náð. Við teljum fyrsta flokks aðstæður vera fyrir hendi á Bakka á Íslandi til að byggja og reka kísilmálmverksmiðju okkar,“ segir Peter Wenzel, sem er stjórnarmaður í PCC BakkiSilicon hf. og leiðir verkefnið fyrir hönd fyrirtækisins, í tilkynningu.

Samningurinn er undirritaður með ákveðnum en tiltölulega fáum fyrirvörum sem uppfylla þarf fyrir mitt sumar, þ.m.t. lok samninga við aðra aðila og að ESA geri ekki athugasemdir við efni samningsins.

Móðurfélag PCC BakkiSilicon hf.  er PCC SE, sem er samstæða iðnfyrirtækja með höfuðstöðvar í Duisburg, í Þýskalandi. Samstæðan er með starfsemi í sextán löndum og með um 2.800 starfsmenn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None