Landsvirkjun semur við PCC á nýjan leik - ESA þarf að samþykkja

landsvirkj12.jpg
Auglýsing

Landsvirkjun og PCC BakkiSilicon hf. hafa undirritað nýjan samning um sölu rafmagns til kísilmálmverksmiðju, sem PCC BakkiSilicon hf. áformar að reisa á Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á árinu 2017 og framleiði í fyrsta áfanga allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og noti 58 MW af afli.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Nýi rafmagnssamningurinn er efnislega svipaður og fyrri rafmagnssamningur félaganna frá árinu 2014 en með nokkrum frávikum þó. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í desember síðastliðnum að hefja skoðun á fyrri rafmagnssamningi aðila frá 2014. Þeim rafmagnssamningi hafa samningsaðilar sameiginlega rift enda ýmis skilyrði samningsins óuppfyllt og tímaákvæði hans ekki lengur raunhæf. Fyrri samningur aðila frá 2014 er því ekki lengur til staðar sem gildur samningur. Nýi rafmagnssamningurinn var tilkynntur til ESA í dag

Auglýsing

„Við erum nú sem fyrr mjög ánægð með samstarf okkar við PCC BakkiSilicon hf. og einnig með samstarfið sem við höfum átt með ESA við gerð nýja samningsins. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma þar sem raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum,“ sagði Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, af þessu tilefni.

„Samstarf okkar við Landsvirkjun hefur verið traust og með nýjum raforkusölusamningi er mikilvægum áfanga náð. Við teljum fyrsta flokks aðstæður vera fyrir hendi á Bakka á Íslandi til að byggja og reka kísilmálmverksmiðju okkar,“ segir Peter Wenzel, sem er stjórnarmaður í PCC BakkiSilicon hf. og leiðir verkefnið fyrir hönd fyrirtækisins, í tilkynningu.

Samningurinn er undirritaður með ákveðnum en tiltölulega fáum fyrirvörum sem uppfylla þarf fyrir mitt sumar, þ.m.t. lok samninga við aðra aðila og að ESA geri ekki athugasemdir við efni samningsins.

Móðurfélag PCC BakkiSilicon hf.  er PCC SE, sem er samstæða iðnfyrirtækja með höfuðstöðvar í Duisburg, í Þýskalandi. Samstæðan er með starfsemi í sextán löndum og með um 2.800 starfsmenn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None