Íslensk málnefnd segir það lögbrot og óhæfu að skýrsla Frosta sé á ensku

frosti_sigurjonsson.jpg
Auglýsing

Íslensk mál­nefnd hefur skrifað Ein­ari K Guð­finns­syni, for­seta Alþing­is, bréf í til­efni þess að Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, skil­aði Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra skýrslu á ensku. Skýrsl­unni, sem fjall­aði um end­ur­bætur á íslenska pen­inga­kerf­inu, var skilað til for­sæt­is­ráð­herra í morg­un.

Í bréfi sem mál­nefndin sendi til fjöl­miðla í dag segir að hún telji "það óhæfu að for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis skuli rita for­sæt­is­ráð­herra Íslands skýrslu á ensku. Sam­kvæmt 8. grein laga nr. 61 frá 7. júní 2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks ­tákn­máls er íslenska mál Alþing­is, dóm­stóla og stjórn­valda, jafnt ríkis sem sveita­fé­laga. Störf Alþingis og Stjórn­ar­ráðs­ins skulu því fara fram á íslensku, þar með talin ritun skýrslu til notk­unar innan þess­ara stofn­ana. Ritun umræddrar skýrslu á ensku fer aug­ljós­lega á svig við ákvæði þess­ara laga". Hægt er að lesa bréfið í heild sinni hér.

Íslensk mál­nefnd starfar eftir lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks tákn­máls. Hlut­verk hennar er að veita stjórn­völdum ráð­gjöf um mál­efni íslenskrar tung­u. ­Mennta­mála­ráð­herra skipar Íslenska mál­nefnd og er skip­un­ar­tími nefnd­ar­innar fjögur ár. Í Íslenskri mál­nefnd eiga sæti 16 ein­stak­lingar.

Auglýsing

Skýrsla um end­ur­bætur á íslensku pen­inga­kerfiÍ skýrsl­unni, sem var unnin að beiðni for­sæt­is­ráð­herra, kemur meðal ann­ars fram að íslenskir við­skipta­bankar hafi búið til mun meira af pen­ingum en íslenska hag­kerfið þurfi á að halda. Seðla­bank­anum hafi ekki tek­ist að hafa hemil á pen­inga­myndun bank­anna með hefð­bundnum stjórn­tækjum sín­um. Í skýrsl­unni eru skoð­aðar end­ur­bætur á pen­inga­kerf­inu. Nið­ur­staða hennar er sú að svo­kallað þjóð­pen­inga­kerfi geti verið not­hæfur grund­völlur að end­ur­bótum á pen­inga­kerf­inu.

Í frétta­til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu er haft eftir Sig­mundi Davíð að hann sé mjög ánægður með að skýrslan sé komin út. „Ég vænti þess að hún verði mik­il­vægt inn­legg í þá nauð­syn­legu umræðu sem framundan er, hér sem ann­ars stað­ar, um pen­inga­myndun og stjórnun pen­inga­mála.‟

Hægt er að lesa sam­an­tekt úr skýrsl­unni á íslensku hér.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None