Íslensk málnefnd segir það lögbrot og óhæfu að skýrsla Frosta sé á ensku

frosti_sigurjonsson.jpg
Auglýsing

Íslensk mál­nefnd hefur skrifað Ein­ari K Guð­finns­syni, for­seta Alþing­is, bréf í til­efni þess að Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, skil­aði Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra skýrslu á ensku. Skýrsl­unni, sem fjall­aði um end­ur­bætur á íslenska pen­inga­kerf­inu, var skilað til for­sæt­is­ráð­herra í morg­un.

Í bréfi sem mál­nefndin sendi til fjöl­miðla í dag segir að hún telji "það óhæfu að for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis skuli rita for­sæt­is­ráð­herra Íslands skýrslu á ensku. Sam­kvæmt 8. grein laga nr. 61 frá 7. júní 2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks ­tákn­máls er íslenska mál Alþing­is, dóm­stóla og stjórn­valda, jafnt ríkis sem sveita­fé­laga. Störf Alþingis og Stjórn­ar­ráðs­ins skulu því fara fram á íslensku, þar með talin ritun skýrslu til notk­unar innan þess­ara stofn­ana. Ritun umræddrar skýrslu á ensku fer aug­ljós­lega á svig við ákvæði þess­ara laga". Hægt er að lesa bréfið í heild sinni hér.

Íslensk mál­nefnd starfar eftir lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks tákn­máls. Hlut­verk hennar er að veita stjórn­völdum ráð­gjöf um mál­efni íslenskrar tung­u. ­Mennta­mála­ráð­herra skipar Íslenska mál­nefnd og er skip­un­ar­tími nefnd­ar­innar fjögur ár. Í Íslenskri mál­nefnd eiga sæti 16 ein­stak­lingar.

Auglýsing

Skýrsla um end­ur­bætur á íslensku pen­inga­kerfiÍ skýrsl­unni, sem var unnin að beiðni for­sæt­is­ráð­herra, kemur meðal ann­ars fram að íslenskir við­skipta­bankar hafi búið til mun meira af pen­ingum en íslenska hag­kerfið þurfi á að halda. Seðla­bank­anum hafi ekki tek­ist að hafa hemil á pen­inga­myndun bank­anna með hefð­bundnum stjórn­tækjum sín­um. Í skýrsl­unni eru skoð­aðar end­ur­bætur á pen­inga­kerf­inu. Nið­ur­staða hennar er sú að svo­kallað þjóð­pen­inga­kerfi geti verið not­hæfur grund­völlur að end­ur­bótum á pen­inga­kerf­inu.

Í frétta­til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu er haft eftir Sig­mundi Davíð að hann sé mjög ánægður með að skýrslan sé komin út. „Ég vænti þess að hún verði mik­il­vægt inn­legg í þá nauð­syn­legu umræðu sem framundan er, hér sem ann­ars stað­ar, um pen­inga­myndun og stjórnun pen­inga­mála.‟

Hægt er að lesa sam­an­tekt úr skýrsl­unni á íslensku hér.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None