Íslensk málnefnd segir það lögbrot og óhæfu að skýrsla Frosta sé á ensku

frosti_sigurjonsson.jpg
Auglýsing

Íslensk mál­nefnd hefur skrifað Ein­ari K Guð­finns­syni, for­seta Alþing­is, bréf í til­efni þess að Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, skil­aði Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is­ráð­herra skýrslu á ensku. Skýrsl­unni, sem fjall­aði um end­ur­bætur á íslenska pen­inga­kerf­inu, var skilað til for­sæt­is­ráð­herra í morg­un.

Í bréfi sem mál­nefndin sendi til fjöl­miðla í dag segir að hún telji "það óhæfu að for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis skuli rita for­sæt­is­ráð­herra Íslands skýrslu á ensku. Sam­kvæmt 8. grein laga nr. 61 frá 7. júní 2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks ­tákn­máls er íslenska mál Alþing­is, dóm­stóla og stjórn­valda, jafnt ríkis sem sveita­fé­laga. Störf Alþingis og Stjórn­ar­ráðs­ins skulu því fara fram á íslensku, þar með talin ritun skýrslu til notk­unar innan þess­ara stofn­ana. Ritun umræddrar skýrslu á ensku fer aug­ljós­lega á svig við ákvæði þess­ara laga". Hægt er að lesa bréfið í heild sinni hér.

Íslensk mál­nefnd starfar eftir lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks tákn­máls. Hlut­verk hennar er að veita stjórn­völdum ráð­gjöf um mál­efni íslenskrar tung­u. ­Mennta­mála­ráð­herra skipar Íslenska mál­nefnd og er skip­un­ar­tími nefnd­ar­innar fjögur ár. Í Íslenskri mál­nefnd eiga sæti 16 ein­stak­lingar.

Auglýsing

Skýrsla um end­ur­bætur á íslensku pen­inga­kerfiÍ skýrsl­unni, sem var unnin að beiðni for­sæt­is­ráð­herra, kemur meðal ann­ars fram að íslenskir við­skipta­bankar hafi búið til mun meira af pen­ingum en íslenska hag­kerfið þurfi á að halda. Seðla­bank­anum hafi ekki tek­ist að hafa hemil á pen­inga­myndun bank­anna með hefð­bundnum stjórn­tækjum sín­um. Í skýrsl­unni eru skoð­aðar end­ur­bætur á pen­inga­kerf­inu. Nið­ur­staða hennar er sú að svo­kallað þjóð­pen­inga­kerfi geti verið not­hæfur grund­völlur að end­ur­bótum á pen­inga­kerf­inu.

Í frétta­til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu er haft eftir Sig­mundi Davíð að hann sé mjög ánægður með að skýrslan sé komin út. „Ég vænti þess að hún verði mik­il­vægt inn­legg í þá nauð­syn­legu umræðu sem framundan er, hér sem ann­ars stað­ar, um pen­inga­myndun og stjórnun pen­inga­mála.‟

Hægt er að lesa sam­an­tekt úr skýrsl­unni á íslensku hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None