Niðurstaða frumkvæðisathugunar umboðsmanns Alþingis, á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, við rannsókn lekamálsins svokallaða, verður birt á heimasíðu embættisins um klukkan 09:30 eða í þann mund þegar opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefst.
Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á vef Alþingis, en þar mun Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis kynna niðurstöðu sína, ásamt Hafsteini Dan Kristjánssyni aðstoðarmanni sínum og Maren Albertsdóttur lögfræðingi embættisins.
Auglýsing