Mannanafnanefnd ríkisins hefur samþykkt karlmannsnöfnin Kamal og Póri en hafnaði nöfnunum Clinton og Hector. Nefndin hafnaði samtals tíu nöfnum en hún felldi úrskurð í fimmtán málum þann 3. október síðastliðinn. Fréttavefurinn Vísir greindi fyrst frá þessu í dag. Kvennmannsnafnið Aríela var líka samþykkt sem og karlmannsnafnið Mark.
Nefndin hafnaði þremur karlmannsnöfnum til viðbótar við Clinton og Hector. Karma, Sveinnóli og Duane. Kvenmannsnöfnunum Lady og Kaia var einnig hafnað, að því er fram kemur í úrskurðum nefndarinnar.
Samkvæmt lögum þarf þrjú skilyrði til að hægt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
Úrskurðir Mannanafnanefndar hafa oft verið umdeildir, enda oft ekki augljóst hvernig þessi þrjú skilyrði geta verið leiðbeinandi í mörgum tilvikum um hvað má og hvað má ekki þegar kemur að mannanöfnum.