Meðallestur Morgunblaðsins minnkað um helming frá 2006

newspaper-stack.jpg
Auglýsing

Þrjú mest lesnu dag­blöð lands­ins, Frétta­blað­ið, Frétta­tím­inn og Morg­un­blað­ið, hafa öll tapað tölu­verðum lestri und­an­farin miss­eri. Með­al­lestur á Morg­un­blað­inu er til að mynda tæp­lega helm­ingi minn­i en hann var  árið 2006 og Frétta­blaðið hefur misst fimmt­ung les­enda sinna á átta árum. Þetta kemur fram í nýj­ustu tölum Capacent, sem mælir lestur íslenskra prent­miðla mán­að­ar­lega.

Ris­inn í hnignunFrétta­blað­ið, sem dreift er frítt á heim­ili lands­ins í um 90 þús­und ein­tökum sex daga vik­unn­ar, hefur lengi borið höfuð og herðar yfir aðra miðla þegar kemur að lestri. For­skot frí­blaðs­ins er enn mikið en lest­ur­inn hefur hins vegar dalað mjög und­an­farin ár.

Í sept­em­ber 2006 var með­al­lestur á hvert tölu­blað Frétta­blaðs­ins 68,8 pró­sent.  Þá var upp­lag blaðs­ins 103 þús­und ein­tök og mæl­ingar Capacent náðu yfir ald­urs­hóp­inn 12-80 ára. Í dag mælir Capacent lestur Íslend­inga á aldr­inum 18-80 ára. Lestur Frétta­blaðs­ins var minnstur í yngsta ald­urs­hópnum þannig að ef hann yrði dregin frá hefði með­al­lestur verið enn hærri.

­Sam­kvæmt nýj­ustu könnun Capacent var með­al­lestur á hvert blað hins vegar komin niður í 54,5 pró­sent í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Hlut­fall þeirra sem lesa Frétta­blaðið að jafn­aði er því um 21 pró­sent lægra en það var fyrir átta árum.

Auglýsing

Lest­ur­inn hélst nokkuð stöð­ugur næstu árin þótt örlítið hafi fjarað undan þeirri gríð­ar­sterku stöðu sem dag­blaðið hafði. Í apríl 2010 var hann til dæmis enn um 64 pró­sent. Sam­kvæmt nýj­ustu könnun Capacent var með­al­lestur á hvert blað hins vegar komin niður í 54,5 pró­sent í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Hlut­fall þeirra sem lesa Frétta­blaðið að jafn­aði er því um 21 pró­sent lægra en það var fyrir átta árum.

Vert er að taka fram að upp­lag Frétta­blaðs­ins hefur minnkað á þessu tíma­bili. Það er nú um 90 þús­und ein­tök.

Frétta­tím­inn á nið­ur­leið í lestriHitt frí­blað­ið, Frétta­tím­inn, kemur út einu sinni í viku, á föstu­dög­um. Blaðið kom fyrst út í októ­ber 2014 og er dreift frítt í 83 þús­und ein­tökum á heimii fólks. Þegar Frétta­tím­inn kom fyrst inn í mæl­ingar Capacent í mars 2011 mæld­ist með­al­lestur blaðs­ins 41,75 pró­sent.

Þorra þess tíma sem liðið hefur frá fyrstu mæl­ing­unni hefur blaðið mælst með yfir 40 pró­sent lest­ur. Í mars í ár varð breyt­ing þar á þegar lest­ur­inn fór niður í 39,78 pró­sent.  Síðan þá hefur hann fallið skarpt og í sept­em­ber var hann 36,95 pró­sent. Lest­ur­inn hefur því dreg­ist saman um rúm ell­efu pró­sent frá fyrstu mæl­ingu vorið 2011.

Helm­ingi færri lesa Mogg­annMorg­un­blaðið er elsta starf­andi dag­blað lands­ins. Það kom fyrst út í nóv­em­ber 1913 og hefur verið risi á íslenskum dag­blaði nán­ast alla tíð síð­an. Þ.e. fyrir utan allra síð­ustu ár þegar fjarað hefur hratt undan sterkri stöðu blaðs­ins.

Í maí 2006 var með­al­lestur á Morg­un­blaðið 54,3 pró­sent, sam­kvæmt mæl­ingum Capacent sem þá mældu lestur Íslend­ingar á aldr­inum 12-80 ára. Í dag mælir Capacent lestur Íslend­inga á aldr­inum 18-80 ára. Lestur Morg­un­blaðs­ins var minnstur í yngsta ald­urs­hópnum þannig að ef hann yrði dregin frá hefði með­al­lestur verið enn hærri.

Í jan­úar 2009, tæpum þremur árum síð­ar, var lest­ur­inn kom­inn niður í 42,72 pró­sent og í sept­em­ber síð­ast­liðnum 28,9 pró­sent. Les­endur Morg­un­blaðs­ins voru því tæp­lega helm­ingi fleiri fyrir átta árum síðan en þeir eru í dag.

Í jan­úar 2009, tæpum þremur árum síð­ar, var lest­ur­inn kom­inn niður í 42,72 pró­sent og í sept­em­ber síð­ast­liðnum 28,9 pró­sent. Les­endur Morg­un­blaðs­ins voru því tæp­lega helm­ingi fleiri fyrir átta árum síðan en þeir eru í dag.

Þegar lest­ur­inn er skoð­aður í yngri les­enda­hópnum sem mældur er í dag, 18-49 ára, er staðan enn verri. Í jan­úar 2009 lásu 32,84 pró­sent í þeim hópi Morg­un­blað­ið. Í sept­em­ber var sú tala komin niður í 20,66 pró­sent. Ef fram fer sem horfið mun því undir fimmt­ungur yngri hluta Íslend­inga lesa Morg­un­blaðið innan skamms. Vert er þó að taka fram að Morg­un­blaðið er áskrift­ar­blað og slík hafa átt mjög undir högg að sækja með til­komu net­miðla  og ann­arra starænna breyt­inga á miðlun efn­is.

DV (tveir viku­legir útgáfu­dag­ar) og Við­skipta­blaðið (einn viku­legur útgáfu­dag­ur), sem eru bæði áskrift­ar­blöð, mæl­ast bæði með mun minni lestur en stóru blöð­in. DV er með um ell­efu pró­sent með­al­lestur og Við­skipta­blaðið rétt rúm­lega níu pró­sent.

Sam­hliða þess­ari hröðu hnignun hefur staða prent­miðla á aug­lýs­inga­mark­aði veikst hratt. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þá þróun í síð­ustu viku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None