Undirbúningur fyrir þingsetningu stendur nú sem hæst en 152. löggjafarþing verður sett á morgun, þriðjudaginn 23. nóvember klukkan 13:30. Stóll forseta Íslands hefur verið færður í þingsalinn. Forseti Íslands setur Alþingi og flytur ávarp úr ræðustól Alþingis og sest að því búnu í stólinn, sem aðeins stendur í þingsalnum í þetta eina skipti á árinu.
Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu hjá Alþingi á Facebook í dag.
Krafa er gerð til fjölmiðlafólks sem hyggst vera viðstatt þingsetningarathöfnina í Alþingishúsinu að það fari í hraðpróf á viðurkenndum sýnatökustað.
Ekki liggur enn fyrir hverjar niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar verða vegna talningamálsins í Norðversturkjördæmi en nefndin mun funda seinna í dag.
Undirbúningur fyrir þingsetningu stendur nú sem hæst en 152. löggjafarþing verður sett á morgun, þriðjudaginn 23....
Posted by Alþingi on Monday, November 22, 2021
RÚV greindi frá því í morgun að síðast þegar leið jafn langur tími og nú milli kosninga og þingsetningar hafi Vigdís Finnbogadóttir verið forseti, Davíð Oddsson borgarstjóri og hafi Þorsteinn Pálsson tekið við stjórnartaumunum í forsætisráðuneytinu af Steingrími Hermannssyni.
Alþingi kemur saman á morgun í fyrsta skipti frá 6. júlí. Þá verður liðinn lengsti tími í yfir 30 ár milli alþingiskosninga og þingsetningar, og með lengri tímum í lýðveldissögunni frá því þingi var slitið fyrir kosningar þar til það kom fyrst saman að þeim loknum, að því er fram kemur í frétt RÚV.
„Á morgun hafa liðið 58 dagar frá kjördegi að þingsetningardegi, ef við sleppum því að telja þá báða með. Það er tólf dögum lengra en fyrir fjórum árum og 21 degi lengra en 2016 þegar þing kom saman eftir fimmtu lengstu stjórnarkreppu lýðveldissögunnar,“ segir í fréttinni.