Alþingi undirbýr þingsetningu – Stóll forseta kominn í salinn

Stóll forseta Íslands er kominn á sinn stað í þingsal Alþingis en þingsetning fer fram á morgun. Fjölmiðlafólk og ljósmyndarar þurfa að fara í hraðpróf fyrir þingsetninguna.

Stóll forseta Íslands
Stóll forseta Íslands
Auglýsing

Und­ir­bún­ingur fyrir þing­setn­ingu stendur nú sem hæst en 152. lög­gjaf­ar­þing verður sett á morg­un, þriðju­dag­inn 23. nóv­em­ber klukkan 13:30. Stóll for­seta Íslands hefur verið færður í þingsal­inn. For­seti Íslands setur Alþingi og flytur ávarp úr ræðu­stól Alþingis og sest að því búnu í stól­inn, sem aðeins stendur í þingsalnum í þetta eina skipti á árinu.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hjá Alþingi á Face­book í dag.

Krafa er gerð til fjöl­miðla­fólks sem hyggst vera við­statt þing­setn­ing­ar­at­höfn­ina í Alþing­is­hús­inu að það fari í hrað­próf á við­ur­kenndum sýna­töku­stað.

Auglýsing

Ekki liggur enn fyrir hverjar nið­ur­stöður und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefndar verða vegna taln­inga­máls­ins í Norð­verst­ur­kjör­dæmi en nefndin mun funda seinna í dag.

Und­ir­bún­ingur fyrir þing­setn­ingu stendur nú sem hæst en 152. lög­gjaf­ar­þing verður sett á morg­un, þriðju­dag­inn 23....

Posted by Alþingi on Monday, Novem­ber 22, 2021

RÚV greindi frá því í morgun að síð­ast þegar leið jafn langur tími og nú milli kosn­inga og þing­setn­ingar hafi Vig­dís Finn­boga­dóttir verið for­seti, Davíð Odds­son borg­ar­stjóri og hafi Þor­steinn Páls­son tekið við stjórn­ar­taumunum í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu af Stein­grími Her­manns­syni.

Alþingi kemur saman á morgun í fyrsta skipti frá 6. júlí. Þá verður lið­inn lengsti tími í yfir 30 ár milli alþing­is­kosn­inga og þing­setn­ing­ar, og með lengri tímum í lýð­veld­is­sög­unni frá því þingi var slitið fyrir kosn­ingar þar til það kom fyrst saman að þeim lokn­um, að því er fram kemur í frétt RÚV.

„Á morgun hafa liðið 58 dagar frá kjör­degi að þing­setn­ing­ar­degi, ef við sleppum því að telja þá báða með. Það er tólf dögum lengra en fyrir fjórum árum og 21 degi lengra en 2016 þegar þing kom saman eftir fimmtu lengstu stjórn­ar­kreppu lýð­veld­is­sög­unn­ar,“ segir í frétt­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent