Alþýðusambandið gagnrýnir stefnumörkun ríkisins um einkaframkvæmdir og veggjöld

Í umsögn ASÍ um Grænbók í samgöngumálum má finna gagnrýni á þá stefnu sem mörkuð hefur verið á undanförnum árum um gjaldtöku af umferð á höfuðborgarsvæðinu og samstarf ríkisins við einkaaðila um einstakar vegaframkvæmdir.

rangarvallasysla_14357160377_o.original (2).jpg
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands telur að íslenska ríkið hafi getu til þess að fjár­magna stórar sam­göngu­fram­kvæmdir upp á eigin spýt­ur, án þess að ráð­ist verði í svokölluð sam­vinnu­verk­efni við einka­að­ila, öðru nafni einka­fram­kvæmd­ir.

Það setur einnig fram efa­semdir um þá stefnu sem mörkuð hefur verið á und­an­förnum árum, að nýfram­kvæmdir í sam­göngum verði fjár­magn­aðar með sér­stakri gjald­töku, í athuga­semdum sem hag­fræð­ingur ASÍ, Róbert Farest­veit, skil­aði inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda fyrr í mán­uð­inum við drög að Græn­bók um sam­göngu­mál.

Í umsögn hag­fræð­ings­ins segir að í Græn­bók­inni, sem unnin er í sam­göngu­ráðu­neyt­inu og hefur að geyma lýs­ingu á helstu þáttum sam­göngu­mála, sé helst staldrað við þann kafla sem fjallar um fjár­mögnun sam­göngu­inn­viða.

Hag­fræð­ingur ASÍ gerir athuga­semdir við þá full­yrð­ingu að þörf sé orðin til staðar fyrir „nýja nálg­un“ í fjár­mögnun verk­efna vegna óvenju lágra opin­berra fram­laga til sam­göngu­fram­kvæmda sam­hliða örum vexti ferða­þjón­ustu á und­an­förnum árum.

„Engin til­raun er gerð til að rök­styðja þá full­yrð­ingu og ein­hverjir hefðu freist­ast til að álykta að við­brögð við slíku ófremd­ar­á­standi gætu ef til vill falist í auknum fram­lögum til mála­flokks­ins,“ segir í umsögn­inni frá ASÍ.

Veggjöld og flýtigjöld eru á dag­skránni

Í Græn­bók­inni er reifað að ný nálgun stjórn­valda feli í sér að tekin verði upp veggjöld og flýtigjöld í umferð­inni, til að fjár­magna stórar nýfram­kvæmdir og þær fram­kvæmdir sem fel­ast í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þetta eru ákvarð­anir sem hafa verið teknar á vett­vangi stjórn­mál­anna á und­an­förnum árum.

Í fyrra voru sam­þykkt lög á Alþingi sem fela í sér að heim­ilt verður að fram­kvæma sex ný sam­göngu­verk­efni í sam­starfi við einka­að­ila sem síðan verða greidd niður með veggjöld­um. Sam­kvæmt sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er svo gert ráð fyrir því að 60 millj­arðar af þeim 120 millj­örðum sem áætlað er að verja til fram­kvæmda við stofn­vegi, Borg­ar­línu og hjóla­leiðir á svæð­inu til 2033 komi til vegna flýti- og umferð­ar­gjalda.

Auglýsing

Í umsögn ASÍ kemur fram að sam­bandið sé ósam­mála þess­ari nálgun og að verið sé með þessu að hverfa frá þeirri „sam­fé­lags­legu sátt“ að fjár­magn stýri ekki aðgengi að sam­göngu­innvið­um.

„Al­þýðu­sam­band Íslands gerir engan ágrein­ing um að opin­ber fjár­fram­lög til sam­göngu­mála hafi um langt skeið verið ófull­nægj­andi. Raunar hefur ASÍ um ára­bil lýst yfir áhyggjum af sam­drætti í fjár­fest­ingum hins opin­bera.

Leggja ber áherslu á að upp­söfnuð fjár­fest­inga­þörf var til staðar áður en núver­andi efna­hag­skreppa af völdum COVID-far­ald­urs­ins hófst. Í stuttu máli hefur opin­ber fjár­fest­ing ekki tekið mið af mann­fjölgun og breyt­ingum sam­fé­lags, atvinnu­lífs og umhverf­is. Gera verður alvar­legar athuga­semdir við þá skamm­sýni og slöku for­gangs­röðun sem skapað hefur ríkj­andi ástand,“ segir í umsögn­inni frá ASÍ, sem telur að „nauð­syn­leg fjár­fest­ing í innviðum og við­hald á þeim sé hluti af eðli­legum rekstri sam­fé­lags­ins.“

Ráðu­neytið segir sam­fé­lags­legt sam­þykki fyrir veggjöldum helstu áskor­un­ina

Í Græn­bók­inni sem ráðu­neytið hefur unnið segir að helsta áskorun fjár­mögn­unar sam­göngu­inn­viða með inn­heimtu veggjalda sé „sam­fé­lags­legt sam­þykki“ og minnst er á að í sam­tíma­sög­unni séu bæði dæmi um að þetta hafi tek­ist vel, eins og hvað Hval­fjarð­ar­göng varð­ar, en líka illa, varð­andi Kefla­vík­ur­veg.

Í skýrsl­unni segir að á sam­ráðs­fundum sem haldnir voru um allt land á meðan verið var að vinna að Græn­bók­inni hafi komið fram mik­ill stuðn­ingur við sér­tæka gjald­töku sem flýtt gæti upp­bygg­ingu sam­göngu­mann­virkja og að 86 pró­sent fund­ar­manna hafi verið fylgj­andi slíku í örkönn­unum sem fram­kvæmdar voru á þessum sam­ráðs­fund­um.

Í umsögn ASÍ kemur fram að sam­bandið sé ekki sam­mála því að sam­fé­lags­legt sam­þykki sé helsta áskor­un­in, þar sem því fari „víðs fjarri að borin hafi verið fram sann­fær­andi rök fyrir því að einka­fram­kvæmdir á sviði sam­göngu­mála séu bein­línis til hags­bóta fyrir almenn­ing“ og raunar bendi fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar til hins gagn­stæða.

Bent er að á að ekki sé til­tekið í drögum að Græn­bók­inni það sem fram kemur í grein­ar­gerð með frum­varpi um sam­vinnu­verk­efn­in, að reynsla frá Evr­ópu sýndi fram á að vegna til­færslu á áhættu og hærri fjár­magns­kostn­aðar einka­að­ila hefðu svokölluð sam­vinnu­verk­efni kostað 20-30 pró­sent meira en verk­efni sem fjár­mögnuð hefðu verið með hefð­bund­inni aðferð.

„Við hæfi sýn­ist að minna á að lána­kjör eru nú um stundir óvenju hag­stæð á alþjóð­legum mörk­uðum líkt og komið hefur fram í nýlegum lán­tökum íslenska rík­is­ins,“ segir í umsögn ASÍ, þar sem einnig er minnt á að hið opin­bera gengst iðu­lega í ábyrgð fyrir slíkar fram­kvæmd­ir.

„Stand­ist áætl­anir ekki er almenn­ingi gert að greiða umfram­kostn­að­inn. Reynslan er vel þekkt á Íslandi; hagn­að­ur­inn er einka­væddur en tapið lendir á almenn­ing­i,“ segir í umsögn­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent