Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks

Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.

Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Auglýsing

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem finnst reglugerð heilbrigðisráðherra um að komufarþegar til landsins gætu verið í heimahúsi í sóttkví betri lausn en að skikka alla komufarþegar sem koma frá áhættusvæðum til að vera á sóttvarnahótelum. 

Alls segjast 49 prósent kjósenda flokksins að þeir séu sáttir við reglugerð heilbrigðisráðherra en 46 prósent að þeir hefðu kosið að komufarþegum til Íslands frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti. Sex prósent þeirra sögðu enn fremur að þeir væru þeirrar skoðunar að þeir hefðu kosið að komufarþegar myndu fá að ráða hvar þeir færu í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví yrðu hertar. 

Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup þar sem spurt var um landamæri og sóttkví. Heilt yfir eru næstum tveir af hverjum þremur landsmönnum, alls 62 prósent, á því að komufarþegar frá áhættusvæðum yrði gert að dvelja á sóttvarnahótelum og fylgjandi því að sóttvarnarlögum verði breytt til að heimila það. Samfylkingin hefur þegar smíðað frumvarp þess efnis sem var lagt inn á Alþingi í gær og verður dreift þar í dag. Til stóð að ræða það á fundi ríkisstjórnarinnar í dag hvort Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra myndi leggja fram frumvarp sem ætti að tryggja lagastoð til þess að skikka fólk í sóttkví í sóttvarnahóteli. 

Auglýsing
Hjá kjósendum allra annarra flokka en Sjálfstæðisflokks er mikill meirihluti fyrir því að gera lagabreytingar til að hægt verði að skikka fólk til að dvelja á sóttvarnahóteli þegar það kemur fram skilgreindum áhættusvæðum. Á meðal kjósenda hinna stjórnarflokkanna er sá stuðningur afgerandi. Alls segjast 73 prósent kjósenda Framsóknarflokksins að þeir styðji þá leið og 70 prósent kjósenda Vinstri grænna eru á þeirri skoðun. 

Stuðningurinn er sömuleiðis afgerandi hjá kjósendum allra fimm stjórnarandstöðuflokka.

Könnun Gallup var netkönnun sem gerð var dagana 9.—19. apríl 2021. Þátttökuhlutfall var 53,2 prósent, úrtaksstærð 1.583 einstaklingar 18 ára eða eldri af öllu landinu valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent