Ari Edwald, forstjóri MS: Misskilningur að MS vilji ekki að samkeppni fái að þrífast

15535315495_97cbda6cae_z.jpg
Auglýsing

Ari Edwald, sem tók nýverið við starfi for­stjóra Mjólk­ur­sam­söl­unnar (MS), segir það mik­inn mis­skiln­ing að MS vilji ekki að minni aðilar á mjólk­ur­vöru­mark­aði fái „þrif­ist eða þeir séu okkur ein­hver þyrnir í aug­um.“ Hann seg­ist fagna auk­inni nýrri sam­keppni og að hún trufli MS ekki á neinn hátt. Um litla aðila sé að ræða sem hafi í raun engin áhrif á mark­að­inn í heild sinni. Ari segir að almennt sé umræðan um sam­keppn­is­mál á und­ar­legum stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í við­tali við Ara í Við­skipta­Mogg­anum í dag.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sektaði MS um 370 millj­ónir króna fyrir sam­keppn­is­brot gegn mjólk­ur­bú­inu Kú í sept­em­ber í fyrra. Að mati eft­ir­lits­ins hafði MS mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína með því að selja sam­keppn­is­að­ilum Kú, sem eru tengdir MS, hrá­mjólk á 17 pró­sent lægra verði en því sem Kú bauðst.

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Auglýsing

Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála komst að þeirri nið­ur­stöðu í des­em­ber að fella yrði úrskurð­inn úr gildi, vegna þess að MS upp­lýsti ekki eft­ir­litið um samn­ing á milli fyr­ir­tæk­is­ins og Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, sem á hlut í MS og er einn þeirra aðila sem fékk hrá­mjólk á lægra verði. MS lagði samn­ing­inn ekki fram fyrr en við mál­flutn­ing fyrir áfrýj­un­ar­nefnd­inni, þrátt fyrir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefði ítrekað beðið um skýr­ingar og gögn frá fyr­ir­tæk­inu.

Áfrýj­un­ar­nefndin taldi að henni væri því skylt að vísa mál­inu aftur til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Áfrýj­un­ar­nefndin tók enga efn­is­lega afstöðu til máls­ins heldur taldi að ekki hefðu komið fram full­næg­andi skýr­ingar af hálfu MS á fram­kvæmd samn­ings­ins fyrir nefnd­inni. Þess vegna ætti Sam­keppn­is­eft­ir­litið að rann­saka málið aft­ur, með hlið­sjón af umræddum samn­ingi, og kom­ast að nýrri nið­ur­stöðu um hvort MS hefði brotið sam­keppn­is­lög. Sú rann­sókn stendur enn yfir.

Segir aðstæður lít­illa fyr­ir­tækja hafa batnað veru­legaÍ við­tal­inu segir Ari að hann telji að aðstæður fyrir lítil fyr­ir­tæki sem vilji fram­leiða úr mjólk hafi batnað veru­lega und­an­farið með ákvörðun verð­lags­nefndar í mars 2013 þar sem verð á hrá­mjólk frá sam­söl­unni var ákvarðað með aðstoð óháðra sér­fræð­inga. „Svo er ekk­ert sem bindur fyr­ir­tæki í að kaupa mjólk­ina frá okk­ur, það er líka hægt að kaupa hana beint frá bændum á sama verði og MS.“

Það eru þó ekki allir sam­mála Ara í því að MS beiti sér ekki gegn minni aðilum né að aðstæður fyrir þá hafi batnað veru­lega. Fjár­festir­inn Jón Von Tetzchner, sem fjár­festi í litla mjólk­ur­vöru­fram­leið­and­anum Örnu sem ein­beitir sér að því að fram­leiða vörur án laktósa, lýsti við­brögðum MS við stofnun fyr­ir­tæk­is­ins í nýlegu við­tali við Kjarn­ann. Þar sagði hann: Þegar Arna var að und­ir­búa sinn aðgang að mark­aðnum þá þurfti fyr­ir­tækið að hafa sam­band við MS til að kaupa hrá­mjólk frá þeim, grunn­vör­una sem þeir þurfa. Mér finnst það verð­lag sem sett er á hana er út í hött. Arna þarf nán­ast að borga það sama fyrir vör­una og er sett á hana út í búð. Það er aug­ljós­lega mjög erfið staða. Þar að auki svar­aði MS áður en Arna fór á markað með því að setja laktósa­fríar vörur á mark­að. Af hverju var ekki hægt að hleypa litlu fyr­ir­tæki inn á mark­að­inn? Af hverju þurfti ein­ok­un­arris­inn allt í einu að fara að bjóða upp á sam­bæri­lega vöru og það? Það er ekki þannig að Arna sé að ógna MS og varan er fyrir sér­stakan hóp.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None