Blekkingarkerfið enn til staðar

wall-street-sign.jpeg
Auglýsing

Hank Paul­son (Hen­ry, kall­aður Hank), fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna og for­stjóri Gold­man Sachs bank­ans til rúm­lega 15 ára, hefur gert með nokkuð nákvæmum hætti upp atburð­ina haustið 2008 þegar banda­ríska ríkið lagði ævin­týra­legar fjár­hæðir inn í fjár­fest­inga­banka til þess að koma í veg fyrir alls­herj­ar­hrun fjár­mála­mark­aða í Banda­ríkj­un­um, og hugs­an­lega mun víð­ar.

Í heim­ild­ar­mynd, sem aðgengi­leg er á þjón­ustu Net­fl­ix, segir Paul­son meðal ann­ars frá því að hann hafi kallað alla æðstu stjórn­endur banka á Wall Street á fund til sín þegar staðan var orðin slæm og beðið þá um að leggja öll spilin á borðið og segja hvernig staðan væri. Þetta voru allt kall­ar, flestir á milli 40 og 60 ára. Eng­inn þeirra sem stýrði banka var til­bú­inn að við­ur­kenna veik­leika í sínu fyr­ir­tæki, að sögn Paul­son. Svo fékk hann upp­lýs­ingar frá reikni­meist­urum sínum og banda­ríska seðla­bank­ans og kom þá í ljós að allir bank­arnir voru fall­valt­ir, og sumir hrein­lega á barmi hruns.

Paul­son sagði þetta hafa breytt sýn sinni á banka­geirann, að miklu leyti, því þarna hefði hann séð algjöra afneit­un. Svo varð hann reiður í lok árs 2008, þegar í ljós kom að bón­us­greiðslur vegna árs­ins 2008 - þegar bönk­unum var bjargað með tæp­lega 1.000 millj­arða Banda­ríkja­dala björg­un­ar­pakka - námu 18,4 millj­örðum Banda­ríkja­dala. Þá fórn­aði Paul­son bara höndum af reiði.

Auglýsing

Það er merki­legt að horfa á þessa mynd, og raunar einnig að lesa bók­ina hans, On The Brink, og velta fyrir sér stöðu mála nú á Wall Street. Lítið sem ekk­ert hefur breyst. Ennþá eru það fyrst og fremst kallar sem stýra bönk­unum - ein­hverra hluta vegna er kon­unum sjaldan hleypt að - og bón­us­greiðsl­urnar hafa sjaldan verið hærri. Samt eru bank­arnir enn of stórir til að falla og alveg öruggt, að ef stjórn­endur bank­anna ger­ast of áhættu­sæknir í sinni stefnu­mót­un, þá verður kafað ofan í vasa skatt­greið­enda.

Þetta er stað­an. Simon John­son, fyrr­ver­andi aðal­hag­fræð­ingur Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og pró­fessor við MIT, hefur kallað þessa stöðu tæra blekk­ingu. Að allt fjár­mála­kerfi heims­ins sé byggt á þess­ari blekk­ingu.

Á þessu er varla hægt að hamra of oft. Þetta er sið­laus staða, gjör­sam­lega, og teng­ist hug­myndum um frjálsan markað og mark­aðs­bú­skap í raun lítið sem ekk­ert.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None