Árið 2014 var heitasta árið á jörðinni frá því mælingar hófust, en fyrra metið var árið 2010. Þetta staðfestu vísindamenn í dag, sem vinna úr samræmdum gögnum um hitastig víðs vegar á jörðinni, samkvæmt fréttum The New York Times.
Tíu heitustu árin á jörðinni hafa öll mælst eftir árið 1997, en þrjú heitustu árin eru 2005, 2010 og 2014.
Samkvæmt mati vísindamannanna sem New York Times vitnar til, staðfesta þessar upplýsingar um hitastig á jörðinni, að hlýnun jarðar sé alls ekki úr sögunni, eins og efasemdamenn hafa stundum sagt, heldur þvert á móti sé þetta „alvarleg áframhaldandi þróun“ sem þurfi að taka alvarlega. Hlýnun jarðar af mannavöldum sé aðkallandi vandi sem steðji lífi á jörðinni í hættu, ef ekki sé brugðist við af meiri krafti en þegar hefur verið gert.