Arion banki gefur Landsspítalanum 400 ný sjúkrarúm - Kostnaður 150 milljónir

rum1.jpg
Auglýsing

Arion banki hefur gefið Lands­spít­al­anum 150 millj­ónir króna sem spít­al­inn ætlar að nota til að kaupa ný sjúkra­rúm og dýn­ur. Afhend­ing gjaf­ar­innar fór fram á Lands­spital­anum við Hring­braut í dag. Í til­kynn­ingu vegna þessa segir að brýn þörf sé innan spít­al­ans á að end­ur­nýja fjölda rúma sem komin er til ára sinna. "Með gjöf­inni verður spít­al­anum gert mögu­legt að kaupa 400 ný sjúkra­rúm og dýnur á næstu tveimur árum og verða jafn­framt gömlu rúmin tekin úr notk­un. Á hverju ári eru legu­dagar sjúk­linga á Land­spít­ala um 220 þús­und og mun end­ur­nýjun sjúkra­rúma af þess­ari stærð­argráðu hafa áhrif á þús­undir ein­stak­linga, bæði sjúk­linga og starfs­fólk. Gert er ráð fyrir að fyrstu sjúkra­rúmin verði tekin í notkun eftir sex til átta vik­ur.

Gömlu og nýju rúmin. Gömlu og nýju rúm­in.

Staðan á sjúkra­rúmum spít­al­ans var kort­lögð í árs­lok 2013. Í ljós kom að af þeim 800 rúmum sem eru í notkun eru um 400 gömul járn­rúm. Járn­rúmin eru ýmist fót­stigin eða raf­knúin en raf­virkjar spít­al­ans hafa séð um að raf­væða hluta af gömlu rúmunum til þess að bæta ástand þeirra. Aðstæður eru sér­lega slæmar á geðsviði spít­al­ans en þar er, auk gömlu rúmanna, einnig not­ast við bedda og svefn­sófa fyrir sjúk­linga."

Auglýsing

Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Lands­spít­al­ans, segir að spít­al­inn sé afar þakk­látur Arion banka fyrir gjöf­ina. "Járn­rúmin sem eru mörg hver hálfrar aldar gömul eru úreld og þjóna ekki sama hlut­verki og nútíma rúm sem í dag eru lækn­inga­tæki. Gömlu rúmin eru of stutt fyrir marga sjúk­linga okkar  auk þess sem þau þola ekki mikla þyngd. Til við­bótar hefur verið erfitt fyrir starfs­fólk að vinna við rúmin þar sem þau eru mörg hver rangskreið og erfitt er að hækka þau og lækka. Gjöf Arion banka mun breyta dag­legu lífi sjúk­linga og starfs­fólks á spít­al­an­um."

Hösk­uldur H. Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, segir að bank­inn hafi viljað leggja sitt af mörkum til samé­lags­ins.

Við hjá Arion banka höfum í gegnum tíð­ina stutt við heil­brigð­is­stofn­anir víða um land með tækja­gjöf­um, þannig að þetta mál­efni er okkur sér­stak­lega hug­leik­ið. Nú þegar rekstur og upp­bygg­ing bank­ans gengur vel þá viljum við láta gott af okkur leiða með þessum hætti. Við höfum und­an­farið átt sam­starf við Land­spít­ala á sviði straum­línu­stjórn­unar og kynnst spít­al­anum ágæt­lega. Við fengum fregnir af afleitu ástandi sjúkra­rúma og að það kæmi niður á bæði sjúk­lingum og starfs­fólki. Það er okkur því sér­stak­lega ánægju­legt að geta lagt okkar af mörkum til að bæta líðan sjúk­linga og um leið starfs­að­stæður starfs­fólks spít­al­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None