Arion banki hefur hagnast um 23 milljarða króna það sem af er ári

Arion.Banki-.4-715x320.jpg
Auglýsing

Arion banki hagn­að­ist um 22,6 millj­arða króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í ár. Það er umtals­vert meiri hagn­aður en var á sama tíma­bili í fyrra þegar hagn­að­ur­inn var 10,1 millj­arður króna. Þessi aukn­ing á hagn­aði á sér stað þrátt fyrir að tekju- og banka­skattur hafi hækkað um 3,4 millj­arða króna á milli ára. Eigið fé bank­ans er nú 160 millj­arðar króna og eignir hans eru metnar á 942 millj­arða króna.

HB Grandi skýrir aukin hagnað að mestuAukn­ingin á hagn­aði skýrist á nokkrum mis­mun­andi þátt­um. Sá stærsti er afkoma af aflagðri starf­semi, sem skilar 6,6 millj­örðum króna í tekjur á árinu 2014. Afkoma vegna hennar var ein­ungis þrjár millj­ónir króna árið áður. Þarna munar mest um sölu á 18,8 pró­sent hlut bank­ans í HB Granda.

Hreinar fjár­muna­tekjur eru líka mun meiri á fyrstu níu mán­uðum þessa árs en þær voru á sama tíma­bili í fyrra. Alls eru þær 5,9 millj­arðar króna nú en voru 954 millj­ónir króna í fyrra. Um er að ræða tekjur vegna hækk­unar á hluta­bréfum sem bank­inn á, aðal­lega í HB Granda og smá­söluris­anum Hög­um.

Saman útskýra því salan á hlut í HB Granda, og hækkun hluta­bréfa sem Arion banki á enn í því fyr­ir­tæki og Hög­um, þorra þeirrar hagn­að­ar­aukn­ingar sem orðið hefur hjá bank­anum á þessu ári.

Auglýsing

Launa­greiðslur aukast um sex pró­sent milli áraÞókn­ana­tekjur vaxa um 22 pró­sent á milli ára og eru nú 10,1 millj­arður króna. Aukn­ingin er einkum til­komin vegna hærri þókn­ana­tekna á greiðslu­kortum og af starf­semi fjár­fest­inga­banka­sviðs. Þá skilar hrein virð­is­breyt­ing á lánum vegna end­ur­skipu­lagn­ingar bank­anum um 2,9 millj­örðum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Virð­is­breyt­ing eigna var nei­kvæð á sama tíma­bili í fyrra.

Laun og launa­tengd gjöld hækka á milli ára um 587 millj­ónir króna, eða sex pró­sent. Alls er bank­inn búinn að greiða út tíu millj­arða króna í laun og launa­tengd gjöld það sem af er ári.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None