Gísli Freyr spurði Sigríði Björk um Tony Omos

sbg.jpg
Auglýsing

Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrrum aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, ræddi Tony Omos í síð­ara sam­tali sínu við Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur, þáver­andi lög­reglu­stjóra á Suð­ur­nesjum, þann 20. nóv­em­ber 2013. Fyrr í dag sagði Gísli Freyr við Kjarn­ann að þau hefðu ekki rætt um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos.

Gísli Freyr segir í sam­tali við Kjarn­ann að eftir að hafa farið betur yfir mál­ið, og litið í minn­is­bók sína, hafi það rifj­ast upp fyrir honum að fyrri stað­hæf­ing hans um inni­hald sam­tals­ins sé ekki rétt. Hann hafi spurt  ­Sig­ríði út í Tony Omos og hvort rann­sókn á máli hans væri lok­ið.

Gísli Freyr hringdi tví­vegis í Sig­ríði að morgni 20. nóv­em­ber. Annað sím­talið var klukkan 9:41 og hið síð­ara klukkan 9:56. Gísli Freyr seg­ist hafa spurt út í Omos í síð­ara sím­tal­inu. Hann segir Sig­ríði ekki hafa hringt í sig þennan morg­un.

Auglýsing

Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka minnisblaði um Tony Omos. Gísli Freyr Val­dórs­son var dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir að leka minn­is­blaði um Tony Omos.

Sam­tölin sama dag og fréttir birt­ustSama dag og Gísli ræddi við Sig­ríði Björk birtu Frétta­blaðið og mbl.is fréttir sem byggðu á minn­is­blaði um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos sem Gísli Freyr hefur við­ur­kennt að hafa lekið til fjöl­miðl­anna. Að sögn Gísla áttu sím­tölin við Sig­ríði Björk sér stað eftir að Frétta­blaðið birti sína frétt um málið en áður en mbl.is birti sína frétt.

Báðir fjöl­miðl­arnir voru hins vegar þegar búnir að fá minn­is­blaðið í sínar hendur þegar sím­tölin áttu sér stað.

Er nú lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inuSig­ríður Björk var á þessum tíma lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesj­um. Hún var skipuð í starf lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins af Hönnu Birnu í júlí síð­ast­liðnum án aug­lýs­ingar í kjöl­far þess að fyr­ir­renn­ari henn­ar, Stefán Eiríks­son, sagði starfi sínu lausu. Í aðdrag­anda upp­sagnar Stef­áns hafði hann orðið fyrir ítrek­uðum afskiptum af hendi inn­an­rík­is­ráð­herra vegna rann­sóknar á leka­mál­inu. Umboðs­maður Alþingis hefur haft sam­skipti Hönnu Birnu og Stef­áns til skoð­unar og er von á áliti hans um þau í þess­ari viku.

Gísli Freyr hefur játað að hafa lekið minn­is­blaði með upp­lýs­ingum um Tony Omos til Frétta­blaðs­ins og mbl.is sem birt­ust í miðl­unum þennan saman dag, 20. nóv­em­ber. Áður en minn­is­blað­inu var lekið var búið að bæta upp­lýs­ingum við það um Omos. Gísli Freyr var í síð­ustu viku dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir lek­ann.

 

 

 

 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None