Gísli Freyr spurði Sigríði Björk um Tony Omos

sbg.jpg
Auglýsing

Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrrum aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, ræddi Tony Omos í síð­ara sam­tali sínu við Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur, þáver­andi lög­reglu­stjóra á Suð­ur­nesjum, þann 20. nóv­em­ber 2013. Fyrr í dag sagði Gísli Freyr við Kjarn­ann að þau hefðu ekki rætt um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos.

Gísli Freyr segir í sam­tali við Kjarn­ann að eftir að hafa farið betur yfir mál­ið, og litið í minn­is­bók sína, hafi það rifj­ast upp fyrir honum að fyrri stað­hæf­ing hans um inni­hald sam­tals­ins sé ekki rétt. Hann hafi spurt  ­Sig­ríði út í Tony Omos og hvort rann­sókn á máli hans væri lok­ið.

Gísli Freyr hringdi tví­vegis í Sig­ríði að morgni 20. nóv­em­ber. Annað sím­talið var klukkan 9:41 og hið síð­ara klukkan 9:56. Gísli Freyr seg­ist hafa spurt út í Omos í síð­ara sím­tal­inu. Hann segir Sig­ríði ekki hafa hringt í sig þennan morg­un.

Auglýsing

Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka minnisblaði um Tony Omos. Gísli Freyr Val­dórs­son var dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir að leka minn­is­blaði um Tony Omos.

Sam­tölin sama dag og fréttir birt­ustSama dag og Gísli ræddi við Sig­ríði Björk birtu Frétta­blaðið og mbl.is fréttir sem byggðu á minn­is­blaði um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos sem Gísli Freyr hefur við­ur­kennt að hafa lekið til fjöl­miðl­anna. Að sögn Gísla áttu sím­tölin við Sig­ríði Björk sér stað eftir að Frétta­blaðið birti sína frétt um málið en áður en mbl.is birti sína frétt.

Báðir fjöl­miðl­arnir voru hins vegar þegar búnir að fá minn­is­blaðið í sínar hendur þegar sím­tölin áttu sér stað.

Er nú lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inuSig­ríður Björk var á þessum tíma lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesj­um. Hún var skipuð í starf lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins af Hönnu Birnu í júlí síð­ast­liðnum án aug­lýs­ingar í kjöl­far þess að fyr­ir­renn­ari henn­ar, Stefán Eiríks­son, sagði starfi sínu lausu. Í aðdrag­anda upp­sagnar Stef­áns hafði hann orðið fyrir ítrek­uðum afskiptum af hendi inn­an­rík­is­ráð­herra vegna rann­sóknar á leka­mál­inu. Umboðs­maður Alþingis hefur haft sam­skipti Hönnu Birnu og Stef­áns til skoð­unar og er von á áliti hans um þau í þess­ari viku.

Gísli Freyr hefur játað að hafa lekið minn­is­blaði með upp­lýs­ingum um Tony Omos til Frétta­blaðs­ins og mbl.is sem birt­ust í miðl­unum þennan saman dag, 20. nóv­em­ber. Áður en minn­is­blað­inu var lekið var búið að bæta upp­lýs­ingum við það um Omos. Gísli Freyr var í síð­ustu viku dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir lek­ann.

 

 

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None