Ármann ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Virðingu

armann.jpg
Auglýsing

Ármann Þor­valds­son, fyrrum fram­kvæmda­stjóri Kaup­þings Sin­ger & Fried­lander í Bret­landi, hefur verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­unar hjá Virð­ingu. MBA Capital, félag í eigu Ármanns og með­fjár­festa hans, á 4,67 pró­sent í Virð­ingu. Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu segir að Ármann muni í upp­hafi einkum ein­beita sér­ að "upp­bygg­ingu og öflun verk­efna á sviði fyr­ir­tækja­ráð­gjaf­ar[...] Hann mun  jafn­framt koma að enn frek­ari upp­bygg­ingu félags­ins og tekju­öflun á öllum svið­u­m."

Ármann var fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­ráð­gjafar Kaup­þings frá árinu 1997 til árs­ins 2005 og fram­kvæmda­stjóri Kaup­þings Sin­ger & Fried­lander í Bret­landi frá 2005 til árs­ins 2008.  Hann hefur á und­an­förnum árum starfað sem fram­kvæmda­stjóri hjá fast­eigna­lána­fé­lag­inu Ortus Secured Fin­ance í London, en verður nú stjórn­ar­for­maður þess félags.

Margit Robertet. Margit Rober­tet.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unn­i kemur einnig fram að Margit Rober­tet hafi verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri fram­taks­sjóða Virð­ing­ar. Þar eru reknir tveir fram­taks­sjóðir (e. Pri­vate equity), Auður I og Edda. Auður I á eign­ar­hluti í Ölgerð­inni Agli Skalla­gríms­syni, Já.is, 365, Íslenska gáma­fé­lag­inu, Ygg­drasil og Gagna­vörsl­unn­i.  Edda hefur fjár­fest í þremur félög­um; Securitas, Dom­in­o´s pizza og Íslands­hót­el­um.

Margit hefur starfað hjá Virð­ingu og áður Auði Capi­tal frá árinu 2007.  Hjá Auði Capi­tal starf­aði hún sem fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­ráð­gjafar og hefur frá byrjun árs 2014 verið starf­andi á fram­taks­sjóða­sviði. Á árunum 2005 til 2007 var hún fram­kvæmda­stjóri lána­sviðs Straums fjár­fest­inga­banka.  Á árunum 1993 til árs­ins 2005 starf­aði hún hjá Credit Suisse First Boston í París og hjá Barclays í London.  Á þeim tíma var hún bæði starf­andi á sviði fyr­ir­tækja­ráð­gjafar sem og  mark­aðsvið­skipta.

Hannes Frí­mann Hrólfs­son, for­stjóri Virð­ing­ar, segir að fyr­ir­tækið stefni alltaf að því að vera með hæf­asta starfs­fólkið á fjár­mála­mark­aði í sínum röðum og að Ármann og Margit fylli þann flokk.„Það eru spenn­andi tímar framundan á þessum kröfu­harða mark­aði  og ráðn­ing þess­ara tveggja afar hæfu ein­stak­linga er þáttur í þeirri upp­bygg­ingu sem framundan er hjá Virð­ing­u.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None