Engin inn nema á háhæluðum skóm

h_01486332-1.jpg
Auglýsing

Háhæl­aðir skór hafa verið helsta umræðu­efni kvik­mynda­há­tíð­ar­innar í Cannes í ár, eftir að konu á flat­botna skóm var mein­aður aðgangur á frum­sýn­ingu. Tísku­sér­fræð­ing­ar, fem­inístar og félags­fræð­ingar hafa tjáð sig um málið um allan heim. Háhæl­aðir skór eru greini­lega umdeilt fyr­ir­bæri – þeir hafa djúpa, flókna og menn­ing­ar­fræði­lega merk­ingu sem vert er að gefa gaum.

Engar „selfies“Thi­erry Fremaux, fram­kvæmd­ar­stjóri hátíð­ar­innar í Cannes hefur heldur betur verið á milli tann­anna á fólki þessa vik­una. Það má jafn­vel segja að hann sé eins­konar „stjarna“ há­tíð­ar­innar í ár. Hann hefur dregið til sín kast­ljósið fyrir furðu­legar upp­á­komur og skoð­anir sem þykja í meira lagi bæði úreltar og snobb­að­ar.

Fyrst voru það sjálfs­myndir á rauða dregl­in­um. Fremaux beindi þeim til­mælum til leik­ara fyrir hátíð­ina að „selfi­e-­mynda­tök­ur“ væru bann­aðar vegna þess að þær drægu niður virð­ingu hátíð­ar­inn­ar. Auk þess væru þær, eins hann orð­aði sjálf­ur: „Smekklaus­ar, hall­æris­legar og við­ur­styggi­legar ljós­mynd­ir.“

Mörgum fannst þetta furðu­legt útspil og tjáðu sig um það og tíst­uðu á Twitter og öðrum sam­fé­lags­miðl­um. Fáir hafa svo í raun virt þessa reglu fram­kvæmd­ar­stjór­ans en þetta var þó aðeins byrj­unin á umdeildri reglu­gerð­ar­smíði hans - hvað varðar rauða dreg­il­inn.

Auglýsing

Thierry Fremaux, hinn umdeildi framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar í Canne. Mynd: EPA Thi­erry Fremaux, hinn umdeildi fram­kvæmda­stjóri kvik­mynda­há­tíð­ar­innar í Cann­es. Mynd: EPA

Skó­hneysklið í CannesNæst voru það flat­botna skór. Síð­ustu helgi var danski kvik­mynda­fram­leið­and­inn, Valeria Richter, á leið á frum­sýn­ingu kvik­mynd­ar­innar Carol, en var mein­aður aðgangur á þeim for­sendum að hún væri á flat­botna skóm sem þætti alls ekki við­eig­andi. Ekki aðeins einu sinni var hún rekin burt – heldur alls fjórum sinn­um! Hún gaf þær skýr­ingar að hún gæti ein­fald­lega ekki gengið í háhæl­uðum skóm vegna þess að hún hefði misst hluta af öðrum fæti sín­um. Örygg­is­verðir gáfu þó lítið fyrir það – hér gengi engin kona inn á rauða dreg­il­inn - nema þá á háhæl­uðum skóm.

Allt varð bók­staf­lega vit­laust út af þessu atviki. Margir tjáðu sig um málið og tóku upp skó­inn fyrir þessa ólánsömu konu, meðal ann­ars breska leik­konan Emily Blunt, sem sagði að þetta væri dæmi­gert mál fyrir mis­rétt­indi gagn­vart kon­um. Hún hvatti í kjöl­farið allar kyn­systur sínar til þess að henda háhæl­uðu skónum sínum og mæta hér eftir á striga­skóm á frum­sýn­ingar í Cann­es.

Breska leikkonan Emily Blunt á blaðamannafundi á Cannes. Mynd: EPA Breska leik­konan Emily Blunt á blaða­manna­fundi á Cann­es. Mynd: EPA

Fram­kvæmd­ar­stjór­inn brást við þessu öllu sam­an, baðst afsök­unar og sagði að þetta væri nú allt saman einn mis­skiln­ing­ur: „Jú, örygg­is­verð­irnir gengu nú kannski  full langt – en auð­vitað mega allir vera í þeim skóm sem þeir vilja.“

En eftir höfð­inu dansa lim­irnir og rann­sókn máls­ins hefur leitt í  ljós að þessar til­skip­anir komu auð­vitað beint frá fram­kvæmd­ar­stjór­anum sjálf­um. Fleiri konum hefur sömu­leiðis verið vísað frá fyrir að vera í flat­botna skóm og þeim tjáð að þetta sé virt kvik­mynda­há­tíð, en ekki eitt­hvað lélegt strand­arpartý.

Háhæl­aðir skór;  Lyfta þeir konum upp eða draga þær nið­ur?Há­hæl­aðir skór eru merki­legt fyr­ir­bæri. Frá­bær hönnun sem er hlaðin þver­sagna­kenndri og marg­slung­inni merk­ingu. Það er fátt sem þykir kven­legra en einmitt háhæl­aðir skór; formið og útlitið þykir kyn­ferð­is­legt og sterkt. Þeir þykja stækka kon­ur, gera þær valds­mann­legri og meiri. Á sama tíma þykja pinna­skórnir binda þær í báða skó niður og hefta. Þeir þykja gjarnan óþægi­legir og draga konur í þján­ing­ar­fulla þraut­ar­göngu. Tákn um kúgun og und­ir­gefni. Enda voru háhæl­aðir skór eitur í beinum fem­inista á sjötta og sjö­unda ára­tugn­um. Konur þyrftu að pína sig í þessa óþægi­legu skó til þess að standa jafn­fætis köll­um.

Í kjöl­far umræð­unnar í sam­bandi við „skó­hneysklið“ í Cann­es, hafa margar konur tjáð sig um háhæl­aða skó. Margar konur hafa komið þeim til varnar og talað um tign og glæsi­leika þeirra og að þær séu síst af öllu neyddar til þess að klæð­ast þeim. Á meðan aðrar konur segja skóna vera skýra og órétt­láta sam­fé­lags­lega kröfu um kven­legt útlit; það sé ekki hægt að fara í atvinnu­við­tal eða á opin­bera við­burði án þess að klæð­ast háhæl­uðum skóm.

„Ég eyði­lagði fæt­unar á mér út af háhæl­uðum skóm,“ segir leik­konan Sarah Jessica Parker sem þurfti að ganga í þeim 18 tíma á dag í nokkur ár þegar upp­tökur á Sex and the City sjón­varps­þátt­un­um stóðu yfir. Hún ásamt stöllum sínum í þátt­un­um ­segj­ast sjá eftir því að hafa stöðugt verið að dásama þessa djöf­uls­ins skó.

Leikkonan Sarah Jessica Parker ber háhæluðum skóm ekki fagra söguna. Mynd: EPA Leik­konan Sarah Jessica Parker ber háhæl­uðum skóm ekki fagra sög­una. Mynd: EPA

Í glam­úr­heimi kvik­mynd­ann er enn verið að tala um það þegar leik­konan Emma Thom­son kom storm­andi inn á síð­ustu Golden Globe hátíð, ber­fætt og sötr­andi á Mart­in­i-kok­teil. Má svona? – spurði fólk. Þetta þótti bylt­ing­ar­kennt athæfi sem vakti marga til umhugs­unar um skófatnað kvenna. Upp­á­koman í Cannes hefur leitt til þess að margar konur hafa nú hvatt frægar leikkon­ur, eins og Cate Blanchett og Julian Moore, til þess að snið­ganga nú háhæl­aða skó.

Bylt­ingin sé haf­in!

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None