„Arnar hefði átt að viðurkenna mistökin og óska Ingvari til hamingju með sigurinn“

Screen.Shot_.2015.04.27.at_.15.38.30.jpg
Auglýsing

Líf­legar umræður hafa skap­ast inn á Face­book-­síðu Félags Mara­þon­hlaupara um umdeildan loka­sprett Arn­ars Pét­urs­son­ar, Íslands­meist­ara karla í mara­þoni, í Víða­vangs­hlaupi ÍR sem haldið var venju sam­kvæmt á sum­ar­dag­inn fyrsta, þann 23. apríl síð­ast­lið­inn. Arnar var krýndur Íslands­meist­ari karla í 5 kíló­metra götu­hlaupi við kom­una í enda­mark­ið.

Á mynd­bandi sem birt­ist á RÚV má sjá hvernig Arnar sker síð­ustu beygju hlaupa­braut­ar­inn­ar, fer inn fyrir staur og hleypur yfir veg­kant, og nær þar með for­skoti á keppi­naut sinn, hlauparann Ingvar Hjart­ar­son, en hlaupararnir voru nær sam­hliða fyrir atvik­ið. Sjá umrætt mynd­band hér að neð­an.

https://vi­meo.com/126132945

Auglýsing

Hlaup­stjóri Víða­vangs­hlaups­ins hefur óskað eftir áliti Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands, um hvort reglur um götu­hlaup hafi verið brotnar í umrætt sinn, eftir að ábend­ingar bár­ust frá fólki um atik­ið. Kjarn­inn greindi frá þessu í dag.

Heitar umræður innan hlaupa­sam­fé­lags­insOf­an­greint mynd­band var birt inn á Face­book-­síðu Félags mara­þon­hlaupara, sem hefur tæp­lega 1.700 með­limi, og spun­ust þar líf­legar umræður í kjöl­far­ið, þar sem athæfi Íslands­meist­ara karla í mara­þoni er ýmist for­dæmt sem og fram­kvæmd hlaups­ins, eða sig­ur­veg­ar­anum komið til varn­ar.

Dan­íel Smári Guð­munds­son, þekktur lang­hlaup­ari og þjálf­ari, leggur orð í belg: „Í öllum götu­hlaupum eru staðir þar sem er hægt að skera af hlaupa­leið­inni, og ég held að flestir skyn­samir hlauparar hafi skorið af hlaupa­leið með því að hlaupa upp á gang­stétt­ar. Ég veit ekki til þess að það sé ólög­legt, nema merk­ingar banni slíkt. Óheppi­legt að það skildi vera hægt að skera þetta horn rétt við mark­ið. Mis­tök hjá skipu­leggj­endum hlaups­ins að loka ekki horn­inu með grind­um. Ég bið fólk í tján­ing­ar­þörf hér inni á síð­unni að slaka á og vera ekki að búa til eitt­hvað drama og nei­kvæða umræðu gagn­vart frá­bæru ÍR hlaupi og flottum sig­ur­veg­ara hlaups­ins.“

Gísli Ásgeirs­son, sem er stofn­fé­lagi og fyrrum stjórn­ar­maður í Félagi mara­þon­hlaupara til fjölda ára, skrif­ar: „Í hita leiks­ins getur ýmis­legt gerst. Í þessu til­viki hefðu braut­ar­verðir átt að til­kynna mark­dóm­ara um stytt­ingu á leið á enda­spretti og hann metur hvort við­kom­andi hafi grætt á því eða brotið regl­ur. Þjálf­ari getur einnig lagt fram kvörtun sem verður að taka efn­is­lega fyr­ir. Kepp­end­ur, sem þekkj­ast flestir vel, eiga ekki að þurfa að standa í svona.

Höfum í huga að reglur um götu­hlaup eru ekki 100% skýrar en þar sem brautin er kvörðuð og mæld sam­kvæmt ströngum regl­um, er gert ráð fyrir að hlaupið sé á göt­unni og mæl­ingin mið­ast við brún gang­stéttar

AP (Arnar Pét­urs­son) hefði getað gert sér grein fyrir mis­tökum sínum og við­ur­kennt þau, afþakkað sek­únd­una sem hann græddi á þessu, tekið í hönd Ingv­ars og óskað honum til ham­ingju með sig­ur­inn.“

Önnur vafasöm upp­á­komaÞá for­dæmir lang­hlaupar­inn Jón Jóhann­es­son athæf­ið: „Þetta má ekki, hann á að fylgja göt­unni. Ég var þarna á horn­inu í góðra vina hóp og fylgd­ist með og jú menn göptu og höfðu orð á því þarna hefði hann gróf­lega stytt sér leið. Og það sem meira er hann not­aði beygj­una til að ná for­skoti á keppi­naut sinn. Leið­in­legt fyrir þennan ann­ars ágæta hlaupara að lenda aftur í svona vafa­samri upp­á­komu.“

Fyrri upp­á­koman sem Jón vísar til er kæra sem lögð var fram á hendur Arn­ars Pét­urs­son­ar, eftir að hann var krýndur Íslands­meist­ari karla í mara­þoni eftir sigur í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu, þar sem hann var sak­aður um að hafa brotið reglur með því að njóta lið­sinnis tveggja hjól­reiða­manna í hlaup­inu.

Yfir­dóm­nefnd mara­þons­ins við­ur­kenndi í úrskurði sínum að reglur hlaups­ins hafi verið brotnar í umrætt sinn, en taldi ósannað að Arnar hafi notið aðstoðar hjól­reiða­mann­anna og vís­aði kærunni frá. Dóm­stóll Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands (ÍSÍ) ­stað­festi síðar úrskurð yfir­dóm­nefndar og áfrýj­un­ar­dóm­stóll sam­bands­ins vís­aði mál­inu frá vegna ann­marka á kæru­ferli máls­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða um 50 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá skipafélagi Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None