„Arnar hefði átt að viðurkenna mistökin og óska Ingvari til hamingju með sigurinn“

Screen.Shot_.2015.04.27.at_.15.38.30.jpg
Auglýsing

Líf­legar umræður hafa skap­ast inn á Face­book-­síðu Félags Mara­þon­hlaupara um umdeildan loka­sprett Arn­ars Pét­urs­son­ar, Íslands­meist­ara karla í mara­þoni, í Víða­vangs­hlaupi ÍR sem haldið var venju sam­kvæmt á sum­ar­dag­inn fyrsta, þann 23. apríl síð­ast­lið­inn. Arnar var krýndur Íslands­meist­ari karla í 5 kíló­metra götu­hlaupi við kom­una í enda­mark­ið.

Á mynd­bandi sem birt­ist á RÚV má sjá hvernig Arnar sker síð­ustu beygju hlaupa­braut­ar­inn­ar, fer inn fyrir staur og hleypur yfir veg­kant, og nær þar með for­skoti á keppi­naut sinn, hlauparann Ingvar Hjart­ar­son, en hlaupararnir voru nær sam­hliða fyrir atvik­ið. Sjá umrætt mynd­band hér að neð­an.

https://vi­meo.com/126132945

Auglýsing

Hlaup­stjóri Víða­vangs­hlaups­ins hefur óskað eftir áliti Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands, um hvort reglur um götu­hlaup hafi verið brotnar í umrætt sinn, eftir að ábend­ingar bár­ust frá fólki um atik­ið. Kjarn­inn greindi frá þessu í dag.

Heitar umræður innan hlaupa­sam­fé­lags­insOf­an­greint mynd­band var birt inn á Face­book-­síðu Félags mara­þon­hlaupara, sem hefur tæp­lega 1.700 með­limi, og spun­ust þar líf­legar umræður í kjöl­far­ið, þar sem athæfi Íslands­meist­ara karla í mara­þoni er ýmist for­dæmt sem og fram­kvæmd hlaups­ins, eða sig­ur­veg­ar­anum komið til varn­ar.

Dan­íel Smári Guð­munds­son, þekktur lang­hlaup­ari og þjálf­ari, leggur orð í belg: „Í öllum götu­hlaupum eru staðir þar sem er hægt að skera af hlaupa­leið­inni, og ég held að flestir skyn­samir hlauparar hafi skorið af hlaupa­leið með því að hlaupa upp á gang­stétt­ar. Ég veit ekki til þess að það sé ólög­legt, nema merk­ingar banni slíkt. Óheppi­legt að það skildi vera hægt að skera þetta horn rétt við mark­ið. Mis­tök hjá skipu­leggj­endum hlaups­ins að loka ekki horn­inu með grind­um. Ég bið fólk í tján­ing­ar­þörf hér inni á síð­unni að slaka á og vera ekki að búa til eitt­hvað drama og nei­kvæða umræðu gagn­vart frá­bæru ÍR hlaupi og flottum sig­ur­veg­ara hlaups­ins.“

Gísli Ásgeirs­son, sem er stofn­fé­lagi og fyrrum stjórn­ar­maður í Félagi mara­þon­hlaupara til fjölda ára, skrif­ar: „Í hita leiks­ins getur ýmis­legt gerst. Í þessu til­viki hefðu braut­ar­verðir átt að til­kynna mark­dóm­ara um stytt­ingu á leið á enda­spretti og hann metur hvort við­kom­andi hafi grætt á því eða brotið regl­ur. Þjálf­ari getur einnig lagt fram kvörtun sem verður að taka efn­is­lega fyr­ir. Kepp­end­ur, sem þekkj­ast flestir vel, eiga ekki að þurfa að standa í svona.

Höfum í huga að reglur um götu­hlaup eru ekki 100% skýrar en þar sem brautin er kvörðuð og mæld sam­kvæmt ströngum regl­um, er gert ráð fyrir að hlaupið sé á göt­unni og mæl­ingin mið­ast við brún gang­stéttar

AP (Arnar Pét­urs­son) hefði getað gert sér grein fyrir mis­tökum sínum og við­ur­kennt þau, afþakkað sek­únd­una sem hann græddi á þessu, tekið í hönd Ingv­ars og óskað honum til ham­ingju með sig­ur­inn.“

Önnur vafasöm upp­á­komaÞá for­dæmir lang­hlaupar­inn Jón Jóhann­es­son athæf­ið: „Þetta má ekki, hann á að fylgja göt­unni. Ég var þarna á horn­inu í góðra vina hóp og fylgd­ist með og jú menn göptu og höfðu orð á því þarna hefði hann gróf­lega stytt sér leið. Og það sem meira er hann not­aði beygj­una til að ná for­skoti á keppi­naut sinn. Leið­in­legt fyrir þennan ann­ars ágæta hlaupara að lenda aftur í svona vafa­samri upp­á­komu.“

Fyrri upp­á­koman sem Jón vísar til er kæra sem lögð var fram á hendur Arn­ars Pét­urs­son­ar, eftir að hann var krýndur Íslands­meist­ari karla í mara­þoni eftir sigur í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu, þar sem hann var sak­aður um að hafa brotið reglur með því að njóta lið­sinnis tveggja hjól­reiða­manna í hlaup­inu.

Yfir­dóm­nefnd mara­þons­ins við­ur­kenndi í úrskurði sínum að reglur hlaups­ins hafi verið brotnar í umrætt sinn, en taldi ósannað að Arnar hafi notið aðstoðar hjól­reiða­mann­anna og vís­aði kærunni frá. Dóm­stóll Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands (ÍSÍ) ­stað­festi síðar úrskurð yfir­dóm­nefndar og áfrýj­un­ar­dóm­stóll sam­bands­ins vís­aði mál­inu frá vegna ann­marka á kæru­ferli máls­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None