Árni hættur sem forstjóri Vífilfells, Carlos Cruz tekur við sem forstjóri

Carlos-Cruz.jpeg
Auglýsing

Árni Stef­áns­son hefur sagt upp starfi sínu sem for­stjóri Víf­il­fells. Við starfi hans tekur Car­los Cruz, sem hefur verið fram­kvæmda­stjóri sölu­mála hjá Refrige SA í Portú­gal frá árinu 2009. Árni, sem hefur starfað hjá Víf­il­fell frá árinu 1998 og verið for­stjóri þess síð­asta ára­tug­inn, mun í fram­haldi af þessum breyt­ingum setj­ast í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Vifil­felli.

Víf­il­fell er einn stærsti drykkj­ar­fram­leið­andi og mat­væla­dreif­ing­ar­að­ili lands­ins. Fræg­asta vöru­merkið sem fyr­ir­tækið fram­leiðir fyrir íslenskan markað er Coca Cola.

Árni Stefánsson, fráfarandi forstjóri Vífilfells. Árni Stef­áns­son, frá­far­andi for­stjóri Víf­il­fells.

Auglýsing

Spænski drykkj­ar­vöru­fram­leið­and­inn Cobega SA keypti Víf­il­fell í byrjun árs 2011. Áður hafði fyr­ir­tækið verið að mestu í eigu Þor­steins M. Jóns­son­ar, sem er oft kenndur við kók.

Í til­kynn­ing­unni þakkar Mario Rotllant Sola, stjórn­ar­for­maður Víf­il­fells, Árna fyrir fram­lag hans. "Við erum þakk­lát fyrir það góða starf sem Árni hefur innt af hendi og afar ánægð að hann muni starfa með okkur áfram að þró­un­ar­verk­efnum sem stjórn­ar­maður í Víf­il­felli“. Sem stjórn­ar­maður mun Árni vinna í málum tengdum fram­tíð­ar­þróun fyr­ir­tæk­is­ins ásamt því að sinna öðrum verk­efnum fyrir eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins sem ekki tengj­ast Víf­il­felli.

Car­los Cruz, sem tekur við starf­inu, hefur ver­ið fram­kvæmda­stjóri sölu­mála hjá Refrige SA í Portú­gal frá árinu 2009. Refrige SA er átöpp­un­ar­fyr­ir­tæki fyrir The Coca-Cola Company og hluti af Coca-Cola Iber­ian Partners sem er í eigu Cobega SA á Spáni.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None