Ríkisskattstjóri sótti 1,5 milljarða vegna aflandsfélaga Íslendinga

Monaco_fontvieille.jpg
Auglýsing

Á árunum 2011 til 2014 skoð­aði Rík­is­skatt­stjóri mál­efni Íslend­inga sem áttu eða voru með skatta­legar ráð­staf­anir í tengslum við aflands­fé­lög í Lúx­em­borg, meðal ann­ars með það fyrir augum að skatt­leggja arð og sölu­hagnað hluta­bréfa sem runnið höfðu til félag­anna. Skoðun Rík­is­skatt­stjóra leiddi til þess að opin­ber gjöld vegna félag­anna voru hækkuð um rúma 1,5 millj­arða króna.

Sam­kvæmt skrif­legu svari Skúla Egg­erts Þórð­ar­son­ar, rík­is­skatt­stjóra, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans voru níu slík mál tekin til skoð­unar hjá emb­ætt­inu árið 2011, sem leiddi til þess að opin­ber gjöld vegna fimm þeirra voru hækkuð um tæp­lega 41 milljón króna.

Árið 2012 skoð­aði emb­ætti rík­is­skatt­stjóra 57 mál er tengd­ust aflands­fé­lögum Íslend­inga, hjá 32 þeirra voru opin­ber gjöld hækkuð um ríf­lega 325 millj­ónir króna alls. Árið eftir voru 43 mál tekin til skoð­un­ar, sem skil­aði hækkun á opin­berum gjöldum um ríf­lega millj­arð hjá tólf þeirra.

Auglýsing

Fjórtán mál voru tekin til skoð­unar í fyrra, og voru opin­ber gjöld hjá átta þeirra hækkuð um tæp­lega 114 millj­ónir króna í kjöl­far­ið.

Sam­an­lagt skoð­aði emb­ætti rík­is­skatt­stjóra 123 mál á árunum 2011 til 2014, og var skatt­breytt hjá 57 aðilum fyrir 1.510 millj­ónir króna til hækk­unar á opin­berum gjöld­um.

Eins og kunn­ugt er hyggst skatt­rann­sókn­ar­stjóri nú ganga til samn­inga við huldu­mann sem hefur boðið íslenskum stjórn­völdum að kaupa ­upp­lýs­ingar um eignir Íslend­inga í erlendum skatta­skjól­um. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu eru 150 millj­óna króna verð­miði á upp­lýs­ing­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None