Hönnun Íslendings vekur heimsathygli, á leið til San Francisco í viðræður

fritz-1.jpg
Auglýsing

Frið­geir Torfi Ásgeirs­son, íslenskur hönn­uður sem við nám í Hyper Island skól­ann í Sví­þjóð, hefur hannað nýja til­kynn­inga­mið­stöð (e. notification center) fyrir iOS-­stýri­kerfið sem App­le-tæki keyra á, ásamt tveimur sam­starfs­mönnum sín­um, þeim Petter And­ers­son og Jonas Jerl­ström. Hönn­unin var hluti af verk­efni sem þeir þrír unnu við skól­ann. Mynd­band af hönnun þeirra hefur vakið gríð­ar­lega athygli og í gær hafði það verið spilað á fjórða hund­rað þús­und sinn­um. Þre­menn­ing­arnir eru nú á leið til San Francisco í við­ræður um sam­starf við fyr­ir­tækið Snowball.

Fjöl­margir miðlar sem leggja áherslu á umfjöllun um tækni höfðu sömu­leiðis fjallað um hönn­un­ina í gær. Um er að ræða miðla frá Rúss­landi, Frakk­landi, Þýska­landi, Aust­ur­ríki, Dan­mörku, Sví­þjóð, Banda­ríkj­unum, Brasiliu, Spáni og fleirum lönd­um.

https://vi­meo.com/118847246

Auglýsing

Frið­geir segir að það sem útfærsla sem þre­menn­ing­arnir bjuggu til veiti not­endum betri yfir­sýn ásamt því að gera þeim kleift að vinna með til­kynn­ingar (e. notifications) án þess að fara úr til­kynn­inga­mið­stöð­inni yfir í öppin sjálf. „Þannig sparar þessi útfærsla not­and­anum tíma og auð­veldar honum að líta yfir til­kynn­ing­arnar sínar án þess að færa athygl­ina of mikið frá því sem hann er sjálfur að ger­a.“

Frið­geir er dags dag­lega þjón­ustu­stjóri hjá Meniga og hefur unnið hjá fyr­ir­tæk­inu frá stofn­un. Hann er í hluta­starfi þar á meðan að hann er í námi við Hyper Island. „Ég vildi bæta við mig hönn­un­ar­þekk­ingu ofan á háskóla­gráðu í tölv­un­ar­fræði. Hyper Island er á meðal fremstu skól­anna í staf­rænni hönnun (e. digi­tal design) þannig að ég sóttu um í hon­um. Meniga er líka með skrif­stofu í Stokk­hólmi þannig að það hentar líka fín­t.“

Snowball vill við­ræður og sam­starfÆv­in­týrið tók óvænta stefnu síð­ustu daga þegar fyr­ir­tækið Snowball setti sig í sam­band og lýsti yfir áhuga á útfærslu Frið­geirs og sam­starfs­manna hans. Snowball var stofn­að, og er rek­ið, af þeim Anisa Acharya og Jeson Pet­el.

Þeir stofn­uðu á sínum tíma fyr­ir­tækið Soci­alD­eck sem Google keypti á 1,3 til 3,3 millj­arða króna árið 2010. Þeir störf­uðu síðan um tíma hjá Google þangað til að frum­kvöðla­kláð­inn lagð­ist aftur á þá. Í kjöl­farið var Snowball stofn­að, en hug­myndin á bak­við fyr­ir­tækið er að sam­eina öll sam­töl not­enda snjall­tækja á einn stað. Í gegnum Snowball appið á not­and­inn því að fá öll sam­töl sem eiga sér stað í gegnum sam­skipt­ar­vett­vanga á borð við Face­book Messen­ger, Whatsapp, Google Han­gouts, Slack, í gegnum SMS, á Twitt­er, í gegnum Snapchat eða alla hina sem nú eru til, á einn stað.

Snowball hefur þegar náð sér í rúm­lega 300 millj­ónir króna frá fjár­festum til að hrinda hug­mynd­inni í fram­kvæmd.

Frið­geir segir að hann og félagar hans hafi rætt við for­svars­menn Snowball í gær. Þeir vilji bjóða hópnum til San Francisco til frek­ari við­ræðna og sam­starfs.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None