Hönnun Íslendings vekur heimsathygli, á leið til San Francisco í viðræður

fritz-1.jpg
Auglýsing

Frið­geir Torfi Ásgeirs­son, íslenskur hönn­uður sem við nám í Hyper Island skól­ann í Sví­þjóð, hefur hannað nýja til­kynn­inga­mið­stöð (e. notification center) fyrir iOS-­stýri­kerfið sem App­le-tæki keyra á, ásamt tveimur sam­starfs­mönnum sín­um, þeim Petter And­ers­son og Jonas Jerl­ström. Hönn­unin var hluti af verk­efni sem þeir þrír unnu við skól­ann. Mynd­band af hönnun þeirra hefur vakið gríð­ar­lega athygli og í gær hafði það verið spilað á fjórða hund­rað þús­und sinn­um. Þre­menn­ing­arnir eru nú á leið til San Francisco í við­ræður um sam­starf við fyr­ir­tækið Snowball.

Fjöl­margir miðlar sem leggja áherslu á umfjöllun um tækni höfðu sömu­leiðis fjallað um hönn­un­ina í gær. Um er að ræða miðla frá Rúss­landi, Frakk­landi, Þýska­landi, Aust­ur­ríki, Dan­mörku, Sví­þjóð, Banda­ríkj­unum, Brasiliu, Spáni og fleirum lönd­um.

https://vi­meo.com/118847246

Auglýsing

Frið­geir segir að það sem útfærsla sem þre­menn­ing­arnir bjuggu til veiti not­endum betri yfir­sýn ásamt því að gera þeim kleift að vinna með til­kynn­ingar (e. notifications) án þess að fara úr til­kynn­inga­mið­stöð­inni yfir í öppin sjálf. „Þannig sparar þessi útfærsla not­and­anum tíma og auð­veldar honum að líta yfir til­kynn­ing­arnar sínar án þess að færa athygl­ina of mikið frá því sem hann er sjálfur að ger­a.“

Frið­geir er dags dag­lega þjón­ustu­stjóri hjá Meniga og hefur unnið hjá fyr­ir­tæk­inu frá stofn­un. Hann er í hluta­starfi þar á meðan að hann er í námi við Hyper Island. „Ég vildi bæta við mig hönn­un­ar­þekk­ingu ofan á háskóla­gráðu í tölv­un­ar­fræði. Hyper Island er á meðal fremstu skól­anna í staf­rænni hönnun (e. digi­tal design) þannig að ég sóttu um í hon­um. Meniga er líka með skrif­stofu í Stokk­hólmi þannig að það hentar líka fín­t.“

Snowball vill við­ræður og sam­starfÆv­in­týrið tók óvænta stefnu síð­ustu daga þegar fyr­ir­tækið Snowball setti sig í sam­band og lýsti yfir áhuga á útfærslu Frið­geirs og sam­starfs­manna hans. Snowball var stofn­að, og er rek­ið, af þeim Anisa Acharya og Jeson Pet­el.

Þeir stofn­uðu á sínum tíma fyr­ir­tækið Soci­alD­eck sem Google keypti á 1,3 til 3,3 millj­arða króna árið 2010. Þeir störf­uðu síðan um tíma hjá Google þangað til að frum­kvöðla­kláð­inn lagð­ist aftur á þá. Í kjöl­farið var Snowball stofn­að, en hug­myndin á bak­við fyr­ir­tækið er að sam­eina öll sam­töl not­enda snjall­tækja á einn stað. Í gegnum Snowball appið á not­and­inn því að fá öll sam­töl sem eiga sér stað í gegnum sam­skipt­ar­vett­vanga á borð við Face­book Messen­ger, Whatsapp, Google Han­gouts, Slack, í gegnum SMS, á Twitt­er, í gegnum Snapchat eða alla hina sem nú eru til, á einn stað.

Snowball hefur þegar náð sér í rúm­lega 300 millj­ónir króna frá fjár­festum til að hrinda hug­mynd­inni í fram­kvæmd.

Frið­geir segir að hann og félagar hans hafi rætt við for­svars­menn Snowball í gær. Þeir vilji bjóða hópnum til San Francisco til frek­ari við­ræðna og sam­starfs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Gísli Sigurgeirsson
Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum
Kjarninn 1. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
Kjarninn 1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
Kjarninn 1. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Stóru bankarnir reknir með tapi í tvö ár og virði útlána þeirra gæti rýrnað um 210 milljarða
Seðlabanki Íslands segir að kerfislega mikilvægu viðskiptabankarnir þrír séu með nægilega góða eiginfjár- og lausafjárstöðu til að geta staðist það álag sem muni fylgja yfirstandandi kreppu. Ljóst sé þó að þeir verði reknir í tapi á næstunni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.
Kjarninn 1. júlí 2020
Virkum smitum fækkar – fólki í sóttkví fjölgar
Töluverð hreyfing er á fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví vegna smita sem hér hafa greinst síðustu daga. Yfir tvö þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær.
Kjarninn 1. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None