Árni Páll Árnason ætlar að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta upplýsir hann um á Facebook-síðu sinni. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram 20-21. mars næstkomandi. Árni Páll var kjörinn formaður flokksins fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan, 2. febrúar 2013, og tók við formennskunni af Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann sigraði þá Guðbjart Hannesson í formannskosningu. Árni Páll hlaut 3474 atkvæði en Guðbjartur 2115 atkvæði.
Engin hefur enn sem komið er lýst yfir mótframboði gegn Árna Páli.
Auglýsing