Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir í stöðuuppfærslu á Facebook að haftatillögunar séu miklu nær hugmyndum Samfylkingarinnar um hvernig eigi að hafa losun hafta en þeim hugmyndum sem Framsókn lagði fram vorið 2013. " Við vildum þá nýta svigrúm í samningum við slitabúin til að lækka opinberar skuldir. Vera Framsóknar í skýjaborgum í tvö ár er þjóðinni dýr."
Góðu fréttirnar: Haftatillögurnar eru miklu nær hugmyndum Samfylkingarinnar en Framsóknar vorið 2013. Við vildum þá nýta...Posted by Árni Páll on Monday, June 8, 2015
Áætlun stjórnvalda um losun hafta verður kynnt á fundi sem hefst klukkan 12 í dag í Hörpu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook síðu sinni í morgun að mikið framfaraskref væri að verða að veruleika. „Í hádeginu verður kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta og ýmis atriði sem tengjast því. Mikil undirbúningsvinna, unnin af ótrúlega snjöllu og öflugu fólki, hefur staðið lengi. Framkvæmdin hófst svo í gærkvöldi, þegar Alþingi samþykkti eins konar undanfarafrumvarp á óvenjulegum tíma. Það leiddi til þess að einhverjir sáu ástæðu til þess að setja á flot vangaveltur sem ekki eru á rökum reistar. Aðalatriðið er að nú er þetta gríðarmikla framfaraskref fyrir íslenskt efnahagslíf og þar með alla landsmenn loks að verða að veruleika,“ sagði forsætisráðherra.