ASÍ vill að stjórnvöld stöðvi "brotastarfsemi" Primera Air

Primera_Air_737-7Q8_TF-JXG.jpg
Auglýsing

ASÍ skorar á íslensk stjórn­völd að nýta lög­bundnar heim­ildir sínar til þess að stöðva gróf félags­leg und­ir­boð gagn­vart áhöfnum þeirra flug­véla sem flug­fé­lagið Pri­mera Air notar í rekstri sín­um.

Mbl.is hefur greint frá því að grískar flug­freyjur sem hafa ­starfað hjá Pri­­mera Air á Íslandi frá ára­­mót­um, og voru ráðnar sem verk­takar í gegnum starfs­manna­leigu á Guernsey, séu með um 60 þús­und krónur í grunn­laun, eða 400 evrur á mán­uði. Þess utan fá þær pró­sentu af sölu um borð í þeirri vél sem þær vinna í. Flug­menn voru einnig ráðnir inn með sama hætti og starfa sem verk­takar þótt laun þeirra séu lægri.

Pri­­mera sagði upp samn­ing­um við ís­­lenska flug­liða flug­­­fé­lags­ins nýverið en tók þess í stað á leigu íbúðir á Ásbrú í Kefla­vík fyr­ir að minnsta kosti sex grísk­ar flug­­freyj­ur sem ráðnar voru til starfa á veg­um áhafna­­leigu um ára­­mót­in. Alls hef­ur 31 starfs­­manni Pri­­mera á Íslandi verið sagt upp störf­um frá því í sept­­em­ber auk starfs­­manna fé­lags­ins í Dan­­mörku og Sví­þjóð.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá mið­stjórn ASÍ er aðför Pri­mera Air að rétt­indum launa­fólks hér á landi mót­mælt harð­lega. Þar seg­ir:

Sam­kvæmt fréttum hefur verið upp­lýst að Pri­mera Air byggi starf­semi sína og flug héðan frá Íslandi á grófum félags­legum und­ir­boðum gagn­vart áhöfnum þeirra flug­vélaga sem not­aðar eru í rekstri félags­ins.

Mið­stjórn ASÍ áréttar að um kaup og kjör þess­ara áhafna fer skv. íslenskum lögum og kjara­samn­ing­um, hvort heldur litið er til laga um starfs­manna­leigur nr. 139/2005 eða laga um rétt­indi og skyldur erlendra fyr­ir­tækja sem senda starfs­menn tíma­bundið til Íslands nr. 45/2007.

Pri­mera Air stundar reglu­bundið flug frá Íslandi til nokk­urra áfanga­staða í Evr­ópu með flug­vélum skráðum utan Íslands en á EES-­svæð­inu sem leigðar eru með áhöfn til þess að sinna þessu flugi.

Áhafnir þess­ara flug­véla, alveg eða að hluta, eiga tíma­bundið eða var­an­lega aðal­starfs­stöð sína hér á landi þar sem vinna þeirra hefst og end­ar.

Alþýðu­sam­böndin á öllum Norð­ur­lönd­unum líta þennan rekstur og aðferða­fræði Pri­mera Air, Ryanair og ann­arra álíka flug­fé­laga alvar­legum augum og hyggj­ast hindra brot þeirra með öllum til­tækum ráð­um.

ASÍ mun ekki liggja á liði sínu í því efni og leitað verður allra leiða til þess að stöðva hina ólög­mætu starf­semi

ASÍ skorar á íslensk að stjórn­völd að nýta lög­bundnar heim­ildir sínar til þess að stöðva þessa brota­starf­semi félags­ins þegar í stað en til þess eru heim­ildir bæði í lögum nr. 139/2005 og 45/2007.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None