Áskrifendafjöldi Netflix undir væntingum, gengið hríðfellur

Netflix.Logovef.jpg
Auglýsing

Virði hluta­bréfa í Net­flix hríð­féll í lok síð­ustu viku eftir að afþrey­ing­arris­inn til­kynnti að fjölgun áskrif­enda hans hafi verið undir vænt­ingum á síð­asta árs­fjórð­ungi. Net­flix stefnir á að vera með 57 milljón not­endur út um allan heim í lok þessa árs, sam­kvæmt The Verge.

Unnið er að opna fyrir þjón­ustu Net­flix hér­lend­is.

Áskrif­endur færri en vænt­ingar stóðu tilÁskrif­endur Net­flix voru 53,1 milljón í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Þeim fjölg­aði um þrjár millj­ónir á þriðja árs­fjórð­ungi 2014. Þegar Reed Hastings, for­stjóri Net­fl­ix, kynnti nið­ur­stöður þriðja árs­fjórð­ungs í síð­ustu viku þá við­ur­kenndi hann að fjölgun áskrif­enda hefði verið lægri en bæði áætl­anir félags­ins og vænt­ingar fjár­festa höfðu gert ráð fyr­ir. Hann væntir þess að áskrif­end­urnir verði orðnir 57 millj­ónir í lok þessa árs. Tekjur Net­flix voru hins vegar í takt við vænt­ingar á árs­fjórð­ungn­um.

Spár grein­ing­ar­að­ila höfðu gert ráð fyrir að áskrif­endur Net­flix í Banda­ríkj­unum yrðu 37,6 millj­ónir í lok sept­em­ber, en raunin varð sú að þeir voru um 400 þús­und færri. Utan Banda­ríkj­anna var búist við að fjöldi áskrif­enda myndi verða tæp­lega 16,2 millj­ónir í lok þriðja árs­fjórð­ungs, en raunin var 15,8 millj­ón­ir.

Auglýsing

Eftir að til­kynnt var um þessa nið­ur­stöðu hrundu hluta­bréf í Net­fl­ix, en þau eru skráð í Nas­daq-­mark­að­inn í New York. Alls féll virði bréf­anna um 26 pró­sent dag­inn eftir að til­kynnt var um nið­ur­stöð­una. Sú staða var enn uppi þegar mörk­uðum var lokað á föstu­dag.

Vinna að upp­setn­ingu á ÍslandiNet­flix vinnur nú að því að opna fyrir þjón­ustu sína hér­lend­is. Nútím­inn greindi frá því í síð­ustu viku. Alls eru not­endur Net­flix á Íslandi nú þegar yfir 20 þús­und tals­ins, þrátt fyrir að félagið bjóði ekki upp á þjón­ust­una á íslenskum mark­aði. Ýmsar leiðir eru til þess að nálg­ast hana með því að skrá not­and­ann í öðru landi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None