Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi dómari, Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur og settur umboðsmaður og Skúli Magnússon, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson, núverandi umboðsmaður Alþingis, mun láta af störfum frá og með 1. maí næstkomandi. Tryggvi hefur starfað sem umboðsmaður Alþingis frá 1. nóvember 1998, eða í rúm 22 ár. Umboðsmaður er kjörinn af Alþingi í embættið til fjögurra ára í senn.
Eftirtaldir sérfræðingar skipa ráðgjafarnefndina: Helgi I. Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte, og Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Starfsmaður nefndarinnar er Heiðrún Pálsdóttir, ritari forseta Alþingis.