Ever Given laust af strandstað

Augu heimsbyggðarinnar hafa verið á flutningaskipinu risavaxna sem sat fast í Súes-skurði í tæpa viku. Forseti Egyptalands hrósaði sigri eftir að það tókst að hreyfa skipið til í nótt og nú siglir það frá strandstað.

Ever Given
Auglýsing

Nú eru liðnir rúmir sex sól­ar­hringar frá því að Ever Given, eitt stærsta flutn­inga­skip ver­ald­ar, fest­ist í bakka Súes-­skipa­skurð­ar­ins í Egypta­landi. Skömmu eftir hádegi í dag sigldi það á brott af strand­stað.

Í nótt, á sjötta tím­anum að egypskum tíma, náð­ist smá árang­ur. Skipið flaut að hluta og rétt­ist við í skurð­in­um.

„Góðu frétt­irnar eru þær að skut­ur­inn er laus en við horfðum nú á það sem ein­faldasta hluta verks­ins,“ sagði for­stjór­inn, Peter Ber­dowski, í sam­tali við hol­lensku útvarps­stöð­ina NPO Radio 1. Vísað var til orða hans í umfjöllun breska blaðs­ins Guar­dian, sem fylgist með fram­vind­unni í Súes-­skurði eins og aðrir helstu fjöl­miðlar heims.

Enda um sann­kall­aðan heims­við­burð að ræða. Heims­mark­aðs­verð á olíu lækk­aði lítið eitt í morgun eftir að fregnir bár­ust af því að árangur hefði náðst í því að losa skipið og draga það til hlið­ar.

Í hádeg­inu í dag sagði Reuters þó frá því að skipið hefði flotið til baka í fyrri stöðu, þvert á skipa­skurð­inn, en tölu­verður vindur er nú á svæð­inu. Það strand­aði þó ekki á ný.

Og nú er það komið af stað, áleiðis norður skipa­skurð­inn eins og sjá má á með­fylgj­andi mynd.

Ever Given siglir um skurðinn á ný. Mynd: Vesselfinder

Fleiri en 400 skip hafa beðið eftir því að kom­ast leiðar sinnar um skipa­skurð­inn, en ýmis skipa­fé­lög höfðu reyndar ákveðið að bíða ekki og vona heldur leggja þess í stað á sig 9.000 kíló­metrum lengra ferða­lag suður fyrir syðsta horn Afr­íku á leið sinni á milli Asíu og Evr­ópu. Að fara þá leið er sagt bæta á bil­inu sjö til tíu dögum við sigl­inga­tím­ann.

For­seti fagnar

Abdel Fattah al-S­isi, for­seti Egypta­lands, sem hafði verið þög­ull sem gröfin um skip­strandið í skurð­inum til þessa, sendi frá sér yfir­lýs­ingu í morgun þar sem sagði að Egypta­land væri búið að leysa vand­ann og lof­aði því að senn myndi umferð um Súes-­skurð­inn fær­ast í samt horf. Hann reynd­ist hafa rétt fyrir sér.

Auglýsing

Súes-­skurð­ur­inn er mik­il­væg upp­spretta erlends gjald­eyris fyrir Egypta­land. Talið er að stíflan í skurð­inum hafi kostað rekstur hans 14-15 millj­ónir banda­ríkja­dala, rúma tvo millj­arða króna, á degi hverj­um.

Gluggi sem þurfti að nýt­ast

Í umfjöllun banda­rísku AP-frétta­stof­unnar í morgun var rakið að um þessar mundir væru aðstæður til björg­un­ar­að­gerða eins góðar og unnt er – fullt tungl þýði að sjáv­ar­staðan sé há, en færi síðan lækk­andi í vik­unni.

Ótt­ast var að grípa þyrfti til þess ráðs að fjar­lægja farm frá borði til þess að létta þetta risa­stóra skip og gera það ögn með­færi­legra. Það hefði hins vegar orðið flókið verk­efni og til þess þyrfti sér­hæfðan búnað sem ekki er til í Egypta­landi.

Sem betur fer þurfti ekki á því að halda.

Upp­fært: Skömmu eftir að fréttin fór í loftið um kl. 13 bár­ust fréttir af því að skipið væri laust frá bakk­anum og sigldi fyrir eigin vél­ar­afli um skurð­inn. Fyr­ir­sögn frétt­ar­innar hefur því verið breytt og hún end­ur­skrif­uð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent