Ever Given laust af strandstað

Augu heimsbyggðarinnar hafa verið á flutningaskipinu risavaxna sem sat fast í Súes-skurði í tæpa viku. Forseti Egyptalands hrósaði sigri eftir að það tókst að hreyfa skipið til í nótt og nú siglir það frá strandstað.

Ever Given
Auglýsing

Nú eru liðnir rúmir sex sólarhringar frá því að Ever Given, eitt stærsta flutningaskip veraldar, festist í bakka Súes-skipaskurðarins í Egyptalandi. Skömmu eftir hádegi í dag sigldi það á brott af strandstað.

Í nótt, á sjötta tímanum að egypskum tíma, náðist smá árangur. Skipið flaut að hluta og réttist við í skurðinum.

„Góðu fréttirnar eru þær að skuturinn er laus en við horfðum nú á það sem einfaldasta hluta verksins,“ sagði forstjórinn, Peter Berdowski, í samtali við hollensku útvarpsstöðina NPO Radio 1. Vísað var til orða hans í umfjöllun breska blaðsins Guardian, sem fylgist með framvindunni í Súes-skurði eins og aðrir helstu fjölmiðlar heims.

Enda um sannkallaðan heimsviðburð að ræða. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði lítið eitt í morgun eftir að fregnir bárust af því að árangur hefði náðst í því að losa skipið og draga það til hliðar.

Í hádeginu í dag sagði Reuters þó frá því að skipið hefði flotið til baka í fyrri stöðu, þvert á skipaskurðinn, en töluverður vindur er nú á svæðinu. Það strandaði þó ekki á ný.

Og nú er það komið af stað, áleiðis norður skipaskurðinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Ever Given siglir um skurðinn á ný. Mynd: Vesselfinder

Fleiri en 400 skip hafa beðið eftir því að komast leiðar sinnar um skipaskurðinn, en ýmis skipafélög höfðu reyndar ákveðið að bíða ekki og vona heldur leggja þess í stað á sig 9.000 kílómetrum lengra ferðalag suður fyrir syðsta horn Afríku á leið sinni á milli Asíu og Evrópu. Að fara þá leið er sagt bæta á bilinu sjö til tíu dögum við siglingatímann.

Forseti fagnar

Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, sem hafði verið þögull sem gröfin um skipstrandið í skurðinum til þessa, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem sagði að Egyptaland væri búið að leysa vandann og lofaði því að senn myndi umferð um Súes-skurðinn færast í samt horf. Hann reyndist hafa rétt fyrir sér.

Auglýsing

Súes-skurðurinn er mikilvæg uppspretta erlends gjaldeyris fyrir Egyptaland. Talið er að stíflan í skurðinum hafi kostað rekstur hans 14-15 milljónir bandaríkjadala, rúma tvo milljarða króna, á degi hverjum.

Gluggi sem þurfti að nýtast

Í umfjöllun bandarísku AP-fréttastofunnar í morgun var rakið að um þessar mundir væru aðstæður til björgunaraðgerða eins góðar og unnt er – fullt tungl þýði að sjávarstaðan sé há, en færi síðan lækkandi í vikunni.

Óttast var að grípa þyrfti til þess ráðs að fjarlægja farm frá borði til þess að létta þetta risastóra skip og gera það ögn meðfærilegra. Það hefði hins vegar orðið flókið verkefni og til þess þyrfti sérhæfðan búnað sem ekki er til í Egyptalandi.

Sem betur fer þurfti ekki á því að halda.

Uppfært: Skömmu eftir að fréttin fór í loftið um kl. 13 bárust fréttir af því að skipið væri laust frá bakkanum og sigldi fyrir eigin vélarafli um skurðinn. Fyrirsögn fréttarinnar hefur því verið breytt og hún endurskrifuð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent