Ever Given laust af strandstað

Augu heimsbyggðarinnar hafa verið á flutningaskipinu risavaxna sem sat fast í Súes-skurði í tæpa viku. Forseti Egyptalands hrósaði sigri eftir að það tókst að hreyfa skipið til í nótt og nú siglir það frá strandstað.

Ever Given
Auglýsing

Nú eru liðnir rúmir sex sól­ar­hringar frá því að Ever Given, eitt stærsta flutn­inga­skip ver­ald­ar, fest­ist í bakka Súes-­skipa­skurð­ar­ins í Egypta­landi. Skömmu eftir hádegi í dag sigldi það á brott af strand­stað.

Í nótt, á sjötta tím­anum að egypskum tíma, náð­ist smá árang­ur. Skipið flaut að hluta og rétt­ist við í skurð­in­um.

„Góðu frétt­irnar eru þær að skut­ur­inn er laus en við horfðum nú á það sem ein­faldasta hluta verks­ins,“ sagði for­stjór­inn, Peter Ber­dowski, í sam­tali við hol­lensku útvarps­stöð­ina NPO Radio 1. Vísað var til orða hans í umfjöllun breska blaðs­ins Guar­dian, sem fylgist með fram­vind­unni í Súes-­skurði eins og aðrir helstu fjöl­miðlar heims.

Enda um sann­kall­aðan heims­við­burð að ræða. Heims­mark­aðs­verð á olíu lækk­aði lítið eitt í morgun eftir að fregnir bár­ust af því að árangur hefði náðst í því að losa skipið og draga það til hlið­ar.

Í hádeg­inu í dag sagði Reuters þó frá því að skipið hefði flotið til baka í fyrri stöðu, þvert á skipa­skurð­inn, en tölu­verður vindur er nú á svæð­inu. Það strand­aði þó ekki á ný.

Og nú er það komið af stað, áleiðis norður skipa­skurð­inn eins og sjá má á með­fylgj­andi mynd.

Ever Given siglir um skurðinn á ný. Mynd: Vesselfinder

Fleiri en 400 skip hafa beðið eftir því að kom­ast leiðar sinnar um skipa­skurð­inn, en ýmis skipa­fé­lög höfðu reyndar ákveðið að bíða ekki og vona heldur leggja þess í stað á sig 9.000 kíló­metrum lengra ferða­lag suður fyrir syðsta horn Afr­íku á leið sinni á milli Asíu og Evr­ópu. Að fara þá leið er sagt bæta á bil­inu sjö til tíu dögum við sigl­inga­tím­ann.

For­seti fagnar

Abdel Fattah al-S­isi, for­seti Egypta­lands, sem hafði verið þög­ull sem gröfin um skip­strandið í skurð­inum til þessa, sendi frá sér yfir­lýs­ingu í morgun þar sem sagði að Egypta­land væri búið að leysa vand­ann og lof­aði því að senn myndi umferð um Súes-­skurð­inn fær­ast í samt horf. Hann reynd­ist hafa rétt fyrir sér.

Auglýsing

Súes-­skurð­ur­inn er mik­il­væg upp­spretta erlends gjald­eyris fyrir Egypta­land. Talið er að stíflan í skurð­inum hafi kostað rekstur hans 14-15 millj­ónir banda­ríkja­dala, rúma tvo millj­arða króna, á degi hverj­um.

Gluggi sem þurfti að nýt­ast

Í umfjöllun banda­rísku AP-frétta­stof­unnar í morgun var rakið að um þessar mundir væru aðstæður til björg­un­ar­að­gerða eins góðar og unnt er – fullt tungl þýði að sjáv­ar­staðan sé há, en færi síðan lækk­andi í vik­unni.

Ótt­ast var að grípa þyrfti til þess ráðs að fjar­lægja farm frá borði til þess að létta þetta risa­stóra skip og gera það ögn með­færi­legra. Það hefði hins vegar orðið flókið verk­efni og til þess þyrfti sér­hæfðan búnað sem ekki er til í Egypta­landi.

Sem betur fer þurfti ekki á því að halda.

Upp­fært: Skömmu eftir að fréttin fór í loftið um kl. 13 bár­ust fréttir af því að skipið væri laust frá bakk­anum og sigldi fyrir eigin vél­ar­afli um skurð­inn. Fyr­ir­sögn frétt­ar­innar hefur því verið breytt og hún end­ur­skrif­uð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent