Ever Given laust af strandstað

Augu heimsbyggðarinnar hafa verið á flutningaskipinu risavaxna sem sat fast í Súes-skurði í tæpa viku. Forseti Egyptalands hrósaði sigri eftir að það tókst að hreyfa skipið til í nótt og nú siglir það frá strandstað.

Ever Given
Auglýsing

Nú eru liðnir rúmir sex sólarhringar frá því að Ever Given, eitt stærsta flutningaskip veraldar, festist í bakka Súes-skipaskurðarins í Egyptalandi. Skömmu eftir hádegi í dag sigldi það á brott af strandstað.

Í nótt, á sjötta tímanum að egypskum tíma, náðist smá árangur. Skipið flaut að hluta og réttist við í skurðinum.

„Góðu fréttirnar eru þær að skuturinn er laus en við horfðum nú á það sem einfaldasta hluta verksins,“ sagði forstjórinn, Peter Berdowski, í samtali við hollensku útvarpsstöðina NPO Radio 1. Vísað var til orða hans í umfjöllun breska blaðsins Guardian, sem fylgist með framvindunni í Súes-skurði eins og aðrir helstu fjölmiðlar heims.

Enda um sannkallaðan heimsviðburð að ræða. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði lítið eitt í morgun eftir að fregnir bárust af því að árangur hefði náðst í því að losa skipið og draga það til hliðar.

Í hádeginu í dag sagði Reuters þó frá því að skipið hefði flotið til baka í fyrri stöðu, þvert á skipaskurðinn, en töluverður vindur er nú á svæðinu. Það strandaði þó ekki á ný.

Og nú er það komið af stað, áleiðis norður skipaskurðinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Ever Given siglir um skurðinn á ný. Mynd: Vesselfinder

Fleiri en 400 skip hafa beðið eftir því að komast leiðar sinnar um skipaskurðinn, en ýmis skipafélög höfðu reyndar ákveðið að bíða ekki og vona heldur leggja þess í stað á sig 9.000 kílómetrum lengra ferðalag suður fyrir syðsta horn Afríku á leið sinni á milli Asíu og Evrópu. Að fara þá leið er sagt bæta á bilinu sjö til tíu dögum við siglingatímann.

Forseti fagnar

Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, sem hafði verið þögull sem gröfin um skipstrandið í skurðinum til þessa, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem sagði að Egyptaland væri búið að leysa vandann og lofaði því að senn myndi umferð um Súes-skurðinn færast í samt horf. Hann reyndist hafa rétt fyrir sér.

Auglýsing

Súes-skurðurinn er mikilvæg uppspretta erlends gjaldeyris fyrir Egyptaland. Talið er að stíflan í skurðinum hafi kostað rekstur hans 14-15 milljónir bandaríkjadala, rúma tvo milljarða króna, á degi hverjum.

Gluggi sem þurfti að nýtast

Í umfjöllun bandarísku AP-fréttastofunnar í morgun var rakið að um þessar mundir væru aðstæður til björgunaraðgerða eins góðar og unnt er – fullt tungl þýði að sjávarstaðan sé há, en færi síðan lækkandi í vikunni.

Óttast var að grípa þyrfti til þess ráðs að fjarlægja farm frá borði til þess að létta þetta risastóra skip og gera það ögn meðfærilegra. Það hefði hins vegar orðið flókið verkefni og til þess þyrfti sérhæfðan búnað sem ekki er til í Egyptalandi.

Sem betur fer þurfti ekki á því að halda.

Uppfært: Skömmu eftir að fréttin fór í loftið um kl. 13 bárust fréttir af því að skipið væri laust frá bakkanum og sigldi fyrir eigin vélarafli um skurðinn. Fyrirsögn fréttarinnar hefur því verið breytt og hún endurskrifuð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent