Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist afsökunar á því að hafa „ekki valið orð mín af meiri kostgæfni og vandað betur til máls míns“ í umræðum á borgarstjórnarfundi í gær. Á fundinum, þar sem tekin var ákvörðun um að draga til baka tillögu um sniðgöngu á ísraelskum vörum, sagði Áslaug: „Segjum að nasistar kæmust hér til valda og þeir ákveddu að setja einhvers konar bann á hluti, fara í gegnum innkaupastefnuna og segja að þetta sé einhvern veginn þannig að hér sé verið að brjóta á fólki. Þið eruð í raun að gera þetta en þið teljið að þið séuð ekki nasistar því þið eruð góða fólkið."
Áslaug segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hún hafi ekki verið að líkja meirihlutanum við nasista með þessu orðalagi. Það hefði hins vegar misskilist og það þyki henni mjög leitt.
„Tilefnið var að ég taldi ákveðna borgarfulltrúa meirihlutans ekki skilja hversu hættulegt fordæmi væri þar með sett. Ekki væri alltaf öruggt að gott fólk væri við stjórn og tók ég í kjölfarið svo til orða að fordæmið yrði sérstaklega slæmt ef til dæmis nastistar kæmust til valda.“
Á borgarstjórnarfundi í gær fjallaði ég um alvarleika þess viðhorfs að telja sig æðri lögum í skjóli þess að um góðan má...Posted by Áslaug Friðriksdóttir on Wednesday, September 23, 2015