Bandaríkin: Neikvæðni Rússa rýrir mátt Öryggisráðsins

un_fridargaeslulidar.jpg
Auglýsing

Banda­ríkin hafa varað Rússa við því að haldi þeir áfram að beita neit­un­ar­valdi sínu í Örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna muni það setja lög­mæti ráðs­ins í hættu. Vest­ur­veldin muni á end­anum snið­ganga það við mik­il­vægar ákvarð­an­ir. The Guar­dian greinir frá þessu.

Örygg­is­ráðið á í miklum vand­ræðum með að afgreiða mögu­legar aðgerðir í Sýr­landi. Í því máli er ráðið lamað og getur ekki sam­þykkt ígrip Sam­ein­uðu þjóð­anna til að koma í veg fyrir frek­ari blóðsút­hell­ing­ar. Síðan átökin brut­ust út í Sýr­landi fyrir nærri fimm árum hafa í það minnsta 220 þús­und manns fallið og meira en ell­efu milljón manns hefur séð sig knúið til að flýja.

Rúss­land hefur beitt neit­un­ar­valdi sínu fjórum sinnum til þess að koma í veg fyrir að Örygg­is­ráðið sam­þykki álykt­anir um Sýr­land. Stjórn­völd í Moskvu hafa ætíð verið hlið­holl stjórn Bashar al-Assads í Sýr­landi og segja fram­lagðar álykt­anir veikja banda­mann sinn í Sýr­landi. Sömu sögu er að segja um átökin í Úkra­ínu. Rússar hafa hindrað fram­göngu Sam­ein­uðu þjóð­anna þar, enda eru stjórn­völd í Kreml aðili máls eftir að hafa inn­limað Krím­skaga frá Úkra­ínu og að öllum lík­indum tekið beinan þátt í bar­áttu aðskiln­að­ar­sinna gegn stjórn­ar­her Úkra­ínu.

Auglýsing

The Guar­dian hefur eftir fasta­full­trúa Banda­ríkj­anna hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um, Sam­antha Power, að Banda­ríkin og önnur lönd hafi vís­vit­andi leitað annað til að fá grimmd­ar­verk rann­sök­uð. „Þetta er Darwinískur raun­veru­leik­i,“ segir hún. „Ef þetta mun henda í fleiri málum en þau er snerta Sýr­land og Úkra­ínu þá munum við horfa upp á algera lömun … Það mun sann­ar­lega setja stöðu og trú­verð­ug­leika Örygg­is­ráðs­ins í hætt­u.“

Matt­hew Rycroft, sendi­herra Bret­lands hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um, segir mál­efni Sýr­lands vera ljótan blett á sam­visku ráðs­ins. „Ég er þeirrar skoð­unar að þetta séu mestu mis­tök ráðs­ins síð­ustu ár og þetta mun örugg­lega hafa afleið­ingar fyrir stöðu Örygg­is­ráðs­ins og jafn­vel Sam­ein­uðu þjóð­irnar í heild.“

Fundur Öryggisráðsins í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Fundur Örygg­is­ráðs­ins í höf­uð­stöðvum Sam­ein­uðu þjóð­anna í New York.

Banda­ríkin hafa notað neit­un­ar­vald sitt þrisvar síð­asta ára­tug, í öll skiptin til þess að koma banda­mönnum sínum í Ísr­ael hjá ávítum eftir að hafa beitt her­mætti sínum í Palest­ínu. Kína hefur beitt neit­un­ar­vald­inu sex sinn­um, allt í takt við Rúss­land sem alls hefur notað neit­un­ar­valdið tíu sinnum á síð­ustu tíu árum.

Banda­ríkin hafa á sama hátt beitt her­mætti sínum utan landamæra sinna án þess að fá fyrir því sam­þykki Örygg­is­ráðs­ins. Það var þegar Banda­ríkin töldu sig full­viss um að kjarna­vopn væri að finna í Írak, þrátt fyrir að full­trúar Sam­ein­uðu þjóð­anna hefðu ekk­ert fundið í eft­ir­lits­ferð­um. Úr varð að Banda­ríkin ásamt banda­mönnum þeirra og stuðn­ings­mönn­um, þar á meðal Ísland, réð­ust inn í Írak í mars 2003.

Til að koma í veg fyrir að Örygg­is­ráðið verði lamað í aðstæðum eins og í Sýr­landi, þar sem mann­leg neyð er gríð­ar­lega mikil og vís­bend­ingar um að þjóð­ar­morð hafi verið framin eða gríð­ar­leg grimmd­ar­verk, hefur Frakk­land lagt til að neit­un­ar­vald fasta­full­trú­anna fimm verði ógilt. „Fram­tak okkar er byggt á þeirri hug­mynd að neit­un­ar­valdið séu ekki for­rétt­indi heldur ábyrgð,“ sagði François Delattre, sendi­herra Frakka. Til­lagan hefur hlotið mikið lof í Alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna en Rússar hafa tekið ein­arða afstöðu gegn henni. Fasta­full­trúi Rúss­lands, Vitaly Chur­k­in, segir þetta fyr­ir­komu­lag vera auð­velt að mis­nota.

Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna er skipað full­trúum 15 ríkja og hafa öll ríkin eitt atkvæði. Þar af hafa fimm ríki fast sæti í ráð­inu og um leið neit­un­ar­vald. Það eru Banda­rík­in, Rúss­land, Bret­land, Kína og Frakk­land. Mark­mið ráðs­ins er að við­halda friði í heim­inum og sam­þykkja nýja með­limi í Sam­ein­uðu þjóð­un­um. Ráðið fund­aði fyrst í jan­úar 1946 í London, nokkrum mán­uðum eftir að stofn­skrá Sam­ein­uðu þjóð­anna var sam­þykkt árið 1945. Þá gáfu löndin fimm sér neit­un­ar­vald enda voru þau sig­ur­veg­arar Seinni heim­styrj­ald­ar­innar sem þá var nýaf­stað­in.

Nú, réttum 70 árum eftir að Sam­ein­uðu þjóð­irnar voru stofn­að­ar, eru fasta­full­trú­arnir í Örygg­is­ráð­inu ósam­stæður hópur og ekki lýsandi fyrir dreif­ingu fólks­fjölda eða efna­hags­legra umsvifa í heim­in­um. Þess vegna hafa nútíma­öfl á borð við Þýska­land, Ind­land, Bras­ilíu og Japan barið þétt á dyrnar í nærri ára­tug og óskað eftir meiri völdum í Örygg­is­ráð­inu.

„Það eru heilu heims­álf­urnar sem eiga sér engan máls­svara meðal fasta­full­trúa í Örygg­is­ráð­in­u,“ segir Ant­onio Pat­riota, sendi­herra Bras­il­íu. Hópur veld­anna sem ekki hefur neit­un­ar­valdið vill einnig að Afr­íka fái sinn full­trúa. „Það er varla sann­gjarnt gagn­vart heilli heims­álfu að eiga ekki full­trúa í Örygg­is­ráð­inu. Ef umræð­urnar í ráð­inu eru skoð­aðar má sjá að þær eru nær allar um Afr­íku — 80, 85, 90 pró­sent allra umræðn­a,“ segir Kingsley Mamabolo, fasta­full­túi Suð­ur­-Afr­íku hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári
Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.
Kjarninn 1. október 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None