Ásmundur Einar og Lilja leiða fyrir Framsókn í Reykjavík

Brynja Dan Gunnarsdóttir verður í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkurinn náði einungis einum þingmanni inn úr báður höfuðborgarkjördæmunum í síðustu kosningum.

Framvarðarsveit Framsóknarflokksins í Reykjavík í komandi kosningum.
Framvarðarsveit Framsóknarflokksins í Reykjavík í komandi kosningum.
Auglýsing

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun áfram leiða Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi þingkosningum. Hún sat í sama sæti í kosningunum haustið 2017 og varð þá síðasti kjördæmakjörni þingmaður kjördæmisins eftir að hafa hlotið 8,1 prósent atkvæða þar. Í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík suður verður Aðalstein Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri, en hann sat í tíunda sæti á lista flokksins í kjördæminu fyrir tæpum fjórum árum síðan. 

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður en hann ákvað fyrir nokkru að færa sig um kjördæmi eftir að hafa verið oddviti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi síðast þegar kosið var. Í öðru sæti á lista Framsóknar í norðurhluta höfuðborgarinnar situr Brynja Dan Gunnarsdóttir, frumkvöðull og framkvæmdastjóri sem stendur meðal annars að rekstri Extraloppunnar. Framsókn var langt frá því að ná inn kjördæmakjörnum manni í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu þingkosningum þegar flokkurinn fékk einungis 5,3 prósent atkvæða þar. Þá leiddi Lárus Sigurður Lárusson lögmaður lista flokksins. 

Auglýsing
Listar Framsóknarflokksins í Reykjavík voru samþykktir á auka kjördæmaþingi á Hilton Hóteli í kvöld en næstu Alþingiskosningar fara fram 25. september.

Í þriðja sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður er Sigrún Elsa Smáradóttir, framkvæmdastjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi, í fjórða sæti er Íris E. Gísladóttir, frumkvöðull í menntatækni og í fimmta sæti er Þorvaldur Daníelsson, stofnandi Hjólakrafts og MBA. 

Í norðurhlutanum er  Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, fráfarandi formaður Landssambands eldri borgara, í þriðja sæti, í fjórða sæti er Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari og í fimmta sæti er Magnea Gná Jóhannsdóttir, laganemi. 

Framsóknarflokkurinn mældist með 10,1 prósent fylgi í síðustu könnun Gallup og dróst fylgi flokksins saman um eitt prósentustig milli mánaða. Hann fékk 10,7 prósent atkvæða í kosningunum 2017 sem er það minnsta sem þessi tæplega 105 ára gamli flokkur hefur nokkru sinni fengið í sögu sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent