Atli Fannar: "Verður bara venjulegur dagur á skrifstofunni hjá Gylfa"

unnamed.jpg
Auglýsing

Átt­unda umferð ensku úrvals­deild­ar­innar í fót­bolta fer fram um helg­ina. Eins og þeir vita sem fylgj­ast með enska bolt­an­um, trónir Chel­sea á toppi deild­ar­inn­ar, hefur hlot­ið nítján stig eftir sjö leiki, með fimm stiga for­skot á Eng­lands­meist­ara Manchester City.

Stór­leikur umferð­ar­inn­ar ­fer fram í hádeg­inu í dag á Eti­had leik­vang­inum í Manchester, þar sem heima­menn í Manchester City taka á móti Totten­ham. Ann­ars verður að segj­ast eins og er að það er fátt um fína drætti í enska bolt­anum um helg­ina, hvað stór­leiki varð­ar.

Kjarn­inn fékk engu að síður Atla Fannar Bjarka­son, rist­jóra Nútím­ans, til að spá fyrir um úrslit leikj­anna í átt­undu umferð ensku úrvals­deild­ar­inn­ar.

Auglýsing

Manchester City 3- 0 Totten­ham



Yaya Toure, vélmennið á miðjunni hjá Man City, hefur verið lykilmaður hjá liðinu undanfarin ár, en hann hefur farið heldur rólega af stað í ensku deildinni í vetur. Yaya Toure, vél­mennið á miðj­unni hjá Man City, hefur verið lyk­il­maður hjá lið­inu und­an­farin ár, en hann hefur farið heldur rólega af stað í ensku deild­inni í vet­ur.

Totten­ham er fyrir ensku knatt­spyrn­una það sem Fanta Lemon er fyrir gos­drykki: Ein­hvern veg­inn aldrei til staðar nema örsjaldan og er þá ógeðs­lega gott. Fanta Lemon er ekki fáan­legt í dag og City tekur þennan leik auð­veld­lega.

Arsenal 0-0 Hull



Meiðslalistinn hjá Arsenal er langur, en miklar vonir eru nú bundnar við að Jack Wilshere stígi upp og sýni sitt rétta andlit. Meiðsla­list­inn hjá Arsenal er lang­ur, en miklar vonir eru nú bundnar við að Jack Wils­here stígi upp og sýni sitt rétta and­lit.

Ég efast reyndar um að Arsenal nái í lið þar sem meiðsla­list­inn þeirra er lengri en gesta­list­inn hans Ingós. Þetta verður leið­in­legur leik­ur.

Burnley 0-2 West Ham



Hamrarnir hafa farið vel af stað í ensku deildinni í vetur, og sitja í sjöunda sæti deildarinnar. Hinn síungi Kevin Nolan fer fyrir skútunni sem fyrr. Hamr­arnir hafa farið vel af stað í ensku deild­inni í vet­ur, og sitja í sjö­unda sæti deild­ar­inn­ar. Hinn síungi Kevin Nolan fer fyrir skút­unni sem fyrr.

Sam­kvæmt ein­földum töl­fræði­reikn­ingi er mjög ólík­legt að Burnley skori mark. Hamr­arnir eru hins vegar flott­ir, taka þennan leik auð­veld­lega.

Crys­tal Palace 1-4 Chel­sea



Diego Costa hefur verið andsetinn fyrir framan mark andstæðinga í vetur, og hefur skorað 9 mörk í sjö leikjum. Diego Costa hefur verið and­set­inn fyrir framan mark and­stæð­inga í vet­ur, og hefur skorað 9 mörk í sjö leikj­u­m.

Áfram heldur stærsta lygi fót­bolt­ans um að Diego Costa sé eitt­hvað tæp­ur. Hann er gulur í Fantasy en spilar pott­þétt á laug­ar­dag­inn og skorar tvö. Chel­sea er á óþol­andi rönni en fer að tapa þegar Móri byrjar að mæta á æfingar með Napo­leóns­hatt og vara­lit.

Everton 2-3 Aston Villa



Roberto Martinez, þjálfari Everton, á ærið verk fyrir höndum að þétta vörn liðsins, en liðið hefur fengið á sig sextán mörk í fyrstu sjö leikjunum, eða mest allra liða í deildinni. Roberto Martinez, þjálf­ari Everton, á ærið verk fyrir höndum að þétta vörn liðs­ins, en liðið hefur fengið á sig sextán mörk í fyrstu sjö leikj­un­um, eða mest allra liða í deild­inn­i.

Þarna mæt­ast tvö lið sem ég skil ekk­ert í. Skil ekki af hverju Everton eru svona glat­aðir og skil alls ekki af hverju Aston Villa eru svona fín­ir. Þetta verður leikur helg­ar­inn­ar. Mörk, tæk­ling­ar, spjöld og stuð.

Newcastle 0-1 Leicester



Verður leikurinn í dag gegn Leicester, síðasti leikur Alan Pardew við stjórnvölinn hjá Newcastle? Verður leik­ur­inn í dag gegn Leicester, síð­asti leikur Alan Pardew við stjórn­völ­inn hjá Newcast­le?

Það verða fleiri spjöld í þessum leik en í spila­stokki í sum­ar­bú­stað (43). Ég fór á Borg­ríki 2 í vik­unni og þessi leikur verður svip­að­ur: Nóg af ofbeldi en minna af kyn­lífi.

Sout­hampton 1-0 Sund­er­land



Eftir að hafa misst marga lykilleikmenn í sumar, hefur frammistaða Southampton í ensku úrvalsdeildinni komið mörgum á óvart. Eftir að hafa misst marga lyk­il­leik­menn í sum­ar, hefur frammi­staða Sout­hampton í ensku úrvals­deild­inni komið mörgum á óvart.

Þetta Sout­hhampton lið er átt­unda undur ver­ald­ar. Sést úr geimnum og eng­inn veit hvernig svona fram­bæri­legt lið varð til eftir að stóru liðin sóp­uðu upp leik­mönnum eins og þeir væru sófa­borð í Söstrene Grene.

QPR 1-2 Liver­pool



Frammistaða Liverpool í upphafi leiktímabils hefur valdið áhangendum liðsins vonbrigðum. Einn af lykilmönnum liðsins er Raheem Sterling. Frammi­staða Liver­pool í upp­hafi leik­tíma­bils hefur valdið áhan­gendum liðs­ins von­brigð­um. Einn af lyk­il­mönnum liðs­ins er Raheem Sterl­ing.

Þessi spá bygg­ist á til­finn­ingarök­um. Mínir menn eru búnir að vera von­lausir í haust og þessi leikur skelfir mig. Í fyrra vissi maður að ef mótherj­arnir skor­uðu tvö myndi Liver­pool bara skora fjög­ur. Ég vil þennan tíma aft­ur.

Stoke 0-3 Swan­sea



Gylfi Sigurðsson hefur sjaldan eða aldrei leikið betur. Hann hefur verið óstöðvandi með Swansea og íslenska landsliðinu, og fagnar hér marki gegn Manchester United. Gylfi Sig­urðs­son hefur sjaldan eða aldrei leikið bet­ur. Hann hefur verið óstöðv­andi með Swan­sea og íslenska lands­lið­inu, og fagnar hér marki gegn Manchester United.

Hol­lend­inga­slátr­ar­inn Gylfi Sig­urðs­son mætir lemstr­aður úr land­s­leikja­stuð­inu en skorar og gefur stoðsend­ingu. Venju­legur dagur á skrif­stof­unni hjá Gylfa.

West Brom 2-2 Man Utd



Hinn fljúgandi Angel Di Maria hefur verið óstöðvandi á tímabilinu. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig honum reiðir af gegn baráttuglöðu liði West Brom. Hinn fljúg­andi Angel Di Maria hefur verið óstöðv­andi á tíma­bil­inu. Það verður for­vitni­legt að fylgj­ast með hvernig honum reiðir af gegn bar­átt­uglöðu liði West Brom.

Manchester United tap­aði fyrir Leicester í mest brú­tal fót­bolta­leik sem ég hef séð. Þá held ég að litlu liðin í deild­inni hafi verið eins og lúðar í grunn­skóla sem sáu loks­ins veik­leika bekkj­ar­hrott­ans. West Brom mæta því sturl­aðir til leiks. Bekkj­ar­hrott­inn er hins vegar búinn að vera dug­legur í rækt­inni og tekur ana­ból­ískur á móti lúð­un­um. Þetta endar illa fyrir alla.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None