20 dómar fyrndust í fyrra, fangelsisbiðlistar hafa tvöfaldast

fangelsi2.jpg
Auglýsing

Biðlistar eftir því að hefja afplánun í fang­elsi hafa lengst mikið und­an­farin ár, sér­stak­lega eftir banka­hrun. Árið 2009 biðu 213 að með­al­tali eftir því að hefja afplán­un.  Árið eftir hafði þeim fjölgað um 63 og 2011 voru þeir 320. Í hitteð­fyrra biðu 366 að með­al­tali eftir því að hefja afplánun og í fyrra voru þeir 388. Nú eru þeir 475, eða 123 pró­sent fleiri en biðu fyrir fimm árum. Þetta hefur leitt til þess að mun fleiri dómar fyrn­ast án þess að dóm­þolar þurfi að sitja þá af sér. Í fyrra fyrnd­ust 20 dóm­ar, eða tæp­lega fimm sinnum fleiri en árið 2009. Þetta kemur fram í upp­lýs­ingum sem Fang­els­is­mála­stofnun tók saman fyrir Kjarn­ann, sem mun fjalla ítar­lega um mála­flokk­inn næstu daga.

Sér­stakar reglur eru til staðar hjá fang­els­is­yf­ir­völdum til að bregð­ast við þessu ástandi. Dóm­þolum sem dæmdir eru í tveggja ára fang­elsi eða hærri eru í for­gangi. Sama gildir um þá sem ger­ast sekir um ref­is­verðan verknað eða reyna að koma sér­undan refs­ingu. Auk þess leit­ast Fang­els­is­stofnun við að verða við beiðni þeirra sem óska eftir að hefja afplánun ef þess er nokkur kost­ur. Svo er alls ekki alltaf.

Fyrn­ing auk­ist um 450 pró­sentPáll Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, segir að fanga­rýmum muni fjölga um að minnsta kosti 30 með opnun Hólms­heið­ar. Hann segir þó ljóst er að fleiri úrræði þurfa að koma til svo hægt verði að vinna á þeim mikla vanda sem biðlistar eftir afplánun eru. „Þetta eru úrræði eins og rýmkun reglna um afplánun með sam­fé­lags­þjón­ustu og raf­rænt eft­ir­lit. Þá má skoða þá leið að breyta reynslu­lausn­ar­reglum tíma­bundið en það er verk­efni sem Alþingi þarf að fara yfir. Auk þess fyrn­ast ákveðnar refs­ingar í þessu árferð­i.“

Það liggur því fyr­ir, að vegna skorts á fang­elsis­plássum og öðrum úrræð­um, fyrn­ast refs­ingar dæmdra brota­manna þannig að þeir þurfa aldrei að sitja af sér þá dóma sem þeir hafa hlot­ið. Þetta hefur auk­ist gríð­ar­lega á und­an­förnum árum. Á árinu 2009 fyrnd­ust tveir afplán­un­ar­dómar þar sem sam­eig­in­leg dæmd refs­ing nam 240 dög­um. Í fyrra fyrnd­ust 20 dóm­ar, þar sem sam­eig­in­leg refsi­vist var 1.325 dag­ar. Fyrn­ing hefur því auk­ist um 450 pró­sent, ef horft er til þeirra daga sem fyrn­ast.

Auglýsing

Páll seg­ist ekki geta svarað því með ein­földum hætti hvað fjölga þyrfti fang­elsis­plássum mikið til að eyða biðlist­um. „Þaðer ekk­ert ein­falt svar við þessu. Það er mögu­legt að grípa til ýmissa úrræða sem hafa áhrif á biðlista auk þess að fjölga pláss­um.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnlaugur K. Jónsson er formaður rekstrarstjórnar Heilsustofnunarinnar í Hveragerði.
Sjúkratryggingar Íslands í úttekt á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði
Heilsustofnunin í Hveragerði fékk 875,5 milljónir króna úr ríkissjóði á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi hennar hækkuðu stjórnarlaun um 43,3 prósent á árinu 2018. Sjúkrastofnun Íslands hefur hafið úttekt á starfseminni.
Kjarninn 24. janúar 2020
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None