20 dómar fyrndust í fyrra, fangelsisbiðlistar hafa tvöfaldast

fangelsi2.jpg
Auglýsing

Biðlistar eftir því að hefja afplánun í fang­elsi hafa lengst mikið und­an­farin ár, sér­stak­lega eftir banka­hrun. Árið 2009 biðu 213 að með­al­tali eftir því að hefja afplán­un.  Árið eftir hafði þeim fjölgað um 63 og 2011 voru þeir 320. Í hitteð­fyrra biðu 366 að með­al­tali eftir því að hefja afplánun og í fyrra voru þeir 388. Nú eru þeir 475, eða 123 pró­sent fleiri en biðu fyrir fimm árum. Þetta hefur leitt til þess að mun fleiri dómar fyrn­ast án þess að dóm­þolar þurfi að sitja þá af sér. Í fyrra fyrnd­ust 20 dóm­ar, eða tæp­lega fimm sinnum fleiri en árið 2009. Þetta kemur fram í upp­lýs­ingum sem Fang­els­is­mála­stofnun tók saman fyrir Kjarn­ann, sem mun fjalla ítar­lega um mála­flokk­inn næstu daga.

Sér­stakar reglur eru til staðar hjá fang­els­is­yf­ir­völdum til að bregð­ast við þessu ástandi. Dóm­þolum sem dæmdir eru í tveggja ára fang­elsi eða hærri eru í for­gangi. Sama gildir um þá sem ger­ast sekir um ref­is­verðan verknað eða reyna að koma sér­undan refs­ingu. Auk þess leit­ast Fang­els­is­stofnun við að verða við beiðni þeirra sem óska eftir að hefja afplánun ef þess er nokkur kost­ur. Svo er alls ekki alltaf.

Fyrn­ing auk­ist um 450 pró­sentPáll Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, segir að fanga­rýmum muni fjölga um að minnsta kosti 30 með opnun Hólms­heið­ar. Hann segir þó ljóst er að fleiri úrræði þurfa að koma til svo hægt verði að vinna á þeim mikla vanda sem biðlistar eftir afplánun eru. „Þetta eru úrræði eins og rýmkun reglna um afplánun með sam­fé­lags­þjón­ustu og raf­rænt eft­ir­lit. Þá má skoða þá leið að breyta reynslu­lausn­ar­reglum tíma­bundið en það er verk­efni sem Alþingi þarf að fara yfir. Auk þess fyrn­ast ákveðnar refs­ingar í þessu árferð­i.“

Það liggur því fyr­ir, að vegna skorts á fang­elsis­plássum og öðrum úrræð­um, fyrn­ast refs­ingar dæmdra brota­manna þannig að þeir þurfa aldrei að sitja af sér þá dóma sem þeir hafa hlot­ið. Þetta hefur auk­ist gríð­ar­lega á und­an­förnum árum. Á árinu 2009 fyrnd­ust tveir afplán­un­ar­dómar þar sem sam­eig­in­leg dæmd refs­ing nam 240 dög­um. Í fyrra fyrnd­ust 20 dóm­ar, þar sem sam­eig­in­leg refsi­vist var 1.325 dag­ar. Fyrn­ing hefur því auk­ist um 450 pró­sent, ef horft er til þeirra daga sem fyrn­ast.

Auglýsing

Páll seg­ist ekki geta svarað því með ein­földum hætti hvað fjölga þyrfti fang­elsis­plássum mikið til að eyða biðlist­um. „Þaðer ekk­ert ein­falt svar við þessu. Það er mögu­legt að grípa til ýmissa úrræða sem hafa áhrif á biðlista auk þess að fjölga pláss­um.“

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None