475 bíða eftir afplánun í fangelsi, allt að fimm ára bið

litla-hraun.jpg
Auglýsing

Alls bíða 475 dóm­þolar eftir því að hefja afplánun í íslenskum fang­els­um. Sá sem hefur beðið lengst hefur beðið í tæp fimm ára eftir því að hefja afplán­un. Ástæðan er ein­föld, öll fang­elsi eru yfir­full, dómar eru að lengj­ast og mála­flokk­ur­inn hefur setið á hak­anum árum sam­an.

Fang­els­is­mála­stofnun hefur látið Kjarn­anum í té ýmsa töl­fræði og upp­lýs­ingar um stöðu fang­els­is­mála á Íslandi. Kjarn­inn mun fjalla ítar­lega um mála­flokk­inn næstu daga.

Beðið eftir Hólms­heiðiRúm 50 ár eru síðan að ákveðið var fyrst að byggja nýtt örygg­is­fang­elsi á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Litla-Hraun hefur gegnt hlut­verki stærsta öryggifang­elsis lands­ins um ára­tuga­skeið en ætið hefur verið ljóst að hús­næðið hentar ekki full­kom­lega undir starf­sem­ina, enda var Litla-Hraun byggt sem spít­ali, og að það er löngu hætt að geta tekið við öllum þeim fjölda sem það þarf að geta tekið við.

Alls eru sex fang­elsi á Íslandi. Fjögur þeirra eru lok­uð: Litla-Hraun, Fang­elsið á Akur­eyri, Hegn­ing­ar­húsið við Skóla­vörðu­stíg og Fang­elsið í Kópa­vogi (sem er það eina sem hýsir kven­kyns fanga).Auk þeirra eru opin fang­elsi að Sogni og Kvía­bryggju.

Auglýsing

Til stendur að loka bæði Hegn­ing­ar­hús­inu, sem var tekið í notkun fyrir um 140 árum síðan og er á unda­þágu frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum vegna þess að það upp­fyllir ekki lág­marks­skil­yrði, og Fang­els­inu í Kópa­vogi um leið og nýtt fang­elsi rís á Hólms­heiði. Það er nú í bygg­ingu og á að opna haustið 2015. Fang­els­is­rýmum fjölgar þá um 30 tals­ins.

Næsta grein mun fjalla um fjölgun á biðlistum eftir afplán­un­ar­plássi og hvernig staðan horfir við fang­els­is­mála­yf­ir­völd­um.

Meira úr sama flokkiInnlent
None