Atvinnuauglýsingum hefur fjölgað - Streymir vinnuafl til landsins?

14317521740_8a320556ce_z.jpg
Auglýsing

Merki um að vinnu­mark­aður hafi sótt í sig veðrið að und­an­förnu sjást víða. Veit­inga­hús og versl­anir leita að starfs­fólki og síð­ast­liðna helgi spönn­uðu atvinnu­aug­lýs­ingar í Frétta­blað­inu 23 blað­síður sam­an­borið við 17 þann 23. ágúst á síð­asta ári. Útlit er fyrir að þró­unin haldi áfram, þótt atvinnu­leysið fari ekki mikið neðar en það er í dag en á 2. árs­fjórð­ungi mæld­ist atvinnu­leysi fimm pró­sent.

Þetta segir grein­ing­ar­deild Arion banka í dag sem spyr hvort erlent vinnu­afl streymi til lands­ins á næstu árum. Til þess að vinnu­mark­aður haldi dampi þurfi fólki á vinnu­aldri að fjölga, bæði þurfi stórar árgangar að koma á vinnu­markað og aðfluttir þurfa að vera fleiri en brott­flutt­ir. Það er mat grein­ing­ar­deild­ar­innar að miðað við björt­ustu spár um ferða­manna­iðn­að­inn, þá gæti íslenskur vinnu­mark­aður reynst „hraða­hindr­un“ í fjölgun ferða­manna.

„Það virð­ist einmitt vera að eiga sér stað,“ segir í Mark­aðs­punktum grein­ing­ar­deildar Arion banka um fjölgun erlends vinnu­fólks hér­lend­is. „Sam­kvæmt spá Seðla­bank­ans mun starf­andi ein­stak­lingum fjölga um sam­tals 13.000 fram til árs­ins 2018 en á sama tíma er spáð að mann­afl­inn auk­ist um 11.500 ein­stak­linga. Á tíma­bil­inu gerir Hag­stofan ráð fyrir að 63% af fólks­fjölgun verði til komin vegna fæddra umfram dána og hin 37% vegna aðfluttra umfram brott­fluttra. Ef við gerum ráð fyrir að mann­afl­inn skipt­ist eins, munu því rúm­lega 4.000 manns flytja til lands­ins og koma inn í mann­afl­ann fram til árs­ins 2018,“ segir í Mark­aðs­punkt­um.

Auglýsing

„Í ­ljósi fjölg­unar ferða­manna, hag­vaxt­ar­horfa og upp­gangs t.d. í bygg­ing­ar­iðn­aði er mögu­legt að eft­ir­spurn eftir starfs­fólki verði mun meiri en sem mann­fjölda­spá Hag­stof­unnar nem­ur? Mjög erfitt er að spá nákvæm­lega fyrir um hvort svo verði, en sé nánar rýnt í þróun á vinnu­mark­aði er senni­legt að flytja þurfi inn meira af erlendu vinnu­afli hingað til lands en spár gera ráð fyr­ir.“

Spurt er hvort íslenskt vinnu­afl geti tekið á móti fleiri ferða­mönn­um. „Á árunum fyrir fjár­málakrepp­una var algengt að erlendir verka­menn störf­uðu í bygg­ing­ar­iðn­aði. Lík­legt er að erlendu vinnu­afli fjölgi þar á næst­unni þar sem vax­andi umsvif eru í þeim geira um þessar mundir og stórar fram­kvæmd­ir, t.d. í kís­il­verum, eru á teikni­borð­inu. Í dag búum við einnig við mjög umsvifa­mikla ferða­þjón­ustu, sem krefst mik­ils mann­afla og vand­séð er hvernig íslenskur vinnu­mark­aður mun geta brugð­ist við áfram­hald­andi fjölgun ferða­manna um tugi pró­senta án þess að flutt verði inn erlent vinnu­afl í stórum stíl. Til dæmis lítur út fyrir að erlendum ferða­mönnum muni fjölga um 27-28% í ár.

Það er mat grein­ing­ar­deildar bank­ans að miðað við björt­ustu spár um fjölgun ferða­manna á næstu árum þá gæti íslenskur vinnu­mark­aður reynst hraða­hrind­run þegar kemur að fjölgun ferða­manna. „Ef fjölgun ferða­manna heldur áfram með jafn miklum hraða og vöxtur verður í öðrum atvinnu­grein­um, t.d. bygg­ing­ar­iðn­aði, er mjög lík­legt að flutt verði inn erlent vinnu­afl í meira mæli en spár gera ráð fyr­ir.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None