Atvinnuleysi í Bretlandi heldur áfram að minnka, en atvinnulausum Bretum fækkaði um 97 þúsund á síðustu þremur mánuðum síðasta árs og mælist atvinnuleysi nú 5,7 prósent í Bretlandi. Það hefur farið minnkandi jafnt og þétt undanfarin tvö ár. Eftir fjármálakreppuna, einkum á árunum 2009 og 2010, var atvinnuleysi í hæstu hæðum í Bretlandi og fór hæst í tæplega tólf prósent. Nú eru 1,86 milljónir Breta án vinnu.
Verðbólga á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra mældist 0,5 prósent, en í janúar mældist hún 0,3 prósent, sem er það minnsta síðan mælingar hófust, segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði þessum nýju hagtölum á Twitter síðu sinni í dag, og minntist á það að atvinnuþátttaka væri nú sú mesta síðan árið 1971.
Employment is at its highest since records began in 1971 - coincidentally the same year this Bedford van was made. pic.twitter.com/4ncGdzA3T8
— David Cameron (@David_Cameron) February 18, 2015